Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Tuesday, November 15, 2016
Sigur Trumps: viðbrögð gegn ríkjandi hnattvæðingarþróun og íhlutunarstefnu
Hér má sjá mjög athyglisvert viðtal við Donald Trump, tekið 12. nóvember 2016. Afar fjarri málflutningi Hillary Clinton. Hvernig má skýra sigur Trumps? Annars vegar held ég að hann skýrist sem viðbrögð gegn hnattvæðingarþróun síðustu áratuga (einkum útvistun og afiðnvæðingu í USA) sbr. slagorð hans: "Americanism, not globalism is our credo." Mætti segja að hann kalli á efnahagslega einangrunarstefnu sem svar. Sigur Trumps er þá samfélagsleg höfnun á þeirri þróun, en auðvitað er önnur saga hve vel gengur að snúa henni við. Hins vegar er svo það sem áðurnefnt viðtal snýst um. Þar hafnar hann hinni trylltu íhlutunar- og valdaskiptastefnu sem fylgt hefur verið og Hillary er þvottekta fulltrúi fyrir. Kannski má líka kalla svar Trumps þar aukna einangrunarstefnu. Eða kalla það utanríkisstefnu "raunsæis" sem viðurkennir að hernaðarleg heimsyfirráðastefna USA er að lenda í strandi ellegar heimsstyrjöld - og treysta þurfi á aðrar leiðir til að bjarga heimsveldinu. En the military industrial complex er auðvitað ekki búið að viðurkenna það. Pólitísk færni Trumps felst í að bregðast við straumum og stemningum. Hvort hann gerist svo baráttumaður sömu stemninga í valdastól er annað mál.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment