Tuesday, November 8, 2016

Alþjóðamálastofnun og RÚV til skammar

(Birtist á fésbókarsíðu SHA 1. nóv 2016)
Opinn fundur um stríðið í Sýrlandi var haldinn á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands miðvikudaginn 2. nóvember. Kominn tími til að sinna þessari mestu pólitísku krísu og stríðshörmungum samtímans. Fenginn var landflótta Sýrlendingur, Khattab al Mohammad, til að koma og tala um Sýlandsstríðið í fyrirlestrarsal Þjóðmingasafnsins. Daginn eftir fékk Mohammad svo vænt og „athyglisvert“ viðtal á RÚV.
Það er skemmst frá því að segja að hann segir enn einu sinni þá sögu sem við höfum fengið inngefna í sífellu í íslenskum fjölmiðlum, ekki síst RÚV, síðan 2011, að Sýrlandsstríðið sé grimmum harðstjóra að kenna. Assad barði sumsé niður „friðsamleg mótmæli“ og „sigaði her og lögreglu á varnarlaust fólk“.
Spurður um „þátt grannríkja“ í stríðinu segir hann að athæfi Assads gagnvart eigin fólki hafi „gert óhjákvæmilegt að aðrir drægjust inn í það“. Sem sagt þáttur t.d. Sáda og Tyrkja finnst honum "óhjákvæmilegur".
Það helsta sem Mohammad bætir við RÚV-tugguna er sú kenning hans að hryðjuverkin í Frakklandi og Evrópu séu framin af „flugumönnum Assads“. Því til stuðnings hafði hann eftir Muallem utanríkisráðherra Sýrlands að Evrópa yrði „þurkuð út af kortinu“ ef hún skipti sér af Sýrlandi, og „æðstiklerkurinn í Damaskus“ hefði sagt að Assad og hans menn væru „tilbúnir að senda hryðjuverkamenn hvert sem er í Evrópu“. Ofan á allt þetta gagnrýndi Khattab al Mohammad svo Bandaríkin fyrir að „aðhafast ekkert“ í málinu!
Það er hneyksli að Aljóðamálastofnun skuli setja nafn sitt við slíkan fyrirlestur, hneyksli líka að Jón Guðni Krisjánsson hjá RÚV skuli bera slíkt á borð og hvergi gera krítíska athugasemd við svona málflutning. Sjá frétt RÚV:

No comments:

Post a Comment