Thursday, July 21, 2016

Það sem lesa má úr „Brexit“

Birtist á bloggsíðu Alþýðufylkingarinnar 20 júlí 2016


Almenningur vann
Úrslit atkvæðagreiðslunnar um Brexit voru merkileg og sögulegur stórviðburður. Þarna tókust á almenningur sem vildi ráða eigin málum og hins vegar yfirþjóðlegt vald ESB-elítunnar. Almenningur vann. Annars vegar stóð hin fjölþjóðlega ESB-elíta, stjórnvöld Bretlands, fjármála- og bankavaldið, voldugustu fjölmiðlarnir, hins vegar almenningur. Almenningur vann. Ekki bara það. Nokkrir helstu ráðamenn Evrópuríkja gerðu sitt besta, Stoltenberg NATO-framkvæmdastjóri gekk fram fyrir skjöldu – og Obama forseti kom yfir hafið og hótaði Bretum verri viðskiptasamningum við Bandaríkin ef þeir kysu ekki rétt. Það dugði ekki til og almenningur vann. Í ESB-samhengi var kosningaþátttakan alveg óvenjulega mikil, 72%.

Eftir atkvæðagreiðsluna hefur her af breskum lögfræðingum lýst yfir að atkvæðagreiðslan sé auðvitað bara ráðgefandi. Og það er alls óvíst að hún verði staðfest af þinginu. Ég á eftir að sjá að Bretland yfirgefi ESB í þessari lotu. Valdakerfið í heilu lagi vinnur gegn slíku og vilji almennings fær yfirleitt litlu að ráða.

Hvað segja nú ráðamenn Brusselvaldsins? Þeir hrökkva ekki hátt þótt almenningur sé með uppsteyt. Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands og franski starfsbróðir hans, Ayrault, lögðu í júnílok fram stefnuplagg þar sem segir að svarið við Brexit sé meiri samruni innan ESB og minna þjóðlegt sjálfstæði aðildarríkja, m.a. á efnahags- og hernaðarsviði. Um þetta skrifaði Daily Mail 27 júní. Það sama er uppi á teningnum hjá forseta Evrópuþingsins, Martin Schulz, í grein í Frankfurter Allgemeine Zeitung 3. júlí. Þar segir hann að rétt svar við atkvæðagreiðslunni í Bretlandi sé að „breyta Framkvæmdastjórn ESB í raunverulega evrópska ríkisstjórn“, sem sagt taka stórt skref í átt til yfirþjóðlegs evrópsks stórríkis. Í áðurnefndri yfirlýsingu fylgdi Schulz eftir stefnumörkun sem hann gaf frá sér bara nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðsluna ásamt hinum fjórum forsetum ESB: Juncker forseta Framkvæmdastjórnarinnar, Tusk forseta Ráðherraráðsins,  Dijsselbloem forseta Evruhópsins og Draghi forseta Evrópska Seðlabankans. Þar kemur m.a. fram að fyrir 2025 skuli stofnanir ESB ákvarða fjárlög fyrir einstök aðildarlönd. Skoðanakannanir sýna hins vegar að í engu aðildarlandi vilja kjósendur aukið vald til stofnana ESB. En hvorki það né úrslit Brexit-kosninganna hefur nein áhrif á afstöðu Schulz og þessara toppmanna til áframhaldandi samrunaþróunar í álfunni. 


ESB og lýðræðið
Þessi einbeitta stefna ESB-toppanna er ekki ný, fyrirlitning þeirra á  lýðræðinu ekki heldur. Þetta er stefna sem evrópska elítan hafa fylgt frá því upp úr 1960, sú áætlun að skapa evrópskt stórríki án þjóðríkja, með einn gjaldmiðil, einn her og eina ríkisstjórn. Almenningur hefur verið þarna Þrándur í Götu og það er meginreglan að hann hefur verið þversum á móti slíkum plönum. Elítan heldur sínu striki óháð því – eins og ofannefnd viðbrögð við Brexit sýna – en velur að leyna áformum sínum og taka samrunann í áföngum. 

Kapítalískar efnahagseiningar þjappast sífellt saman, éta hver aðra og þenjast út. Samrunaferlið í ESB er knúið áfram af gróðasókn stórauðvalds sem ætlar sér að keppa við hina risana - Bandaríkin, Japan, Kína... Sálin í ESB hefur verið „fjórfrelsi“ markaðsaflanna, frjálst flæði fjármagns, vöru, vinnuafls og þjónustu, sem sagt efnahagsleg frjálshyggja og hnattvæðingarreglur auðhringanna sem vilja losna við þjóðríki og landamæri.

Jafnframt þessu hefur ESB gengið í bandalag við Bandaríkin og myndar með þeim NATO-blokkina sem rekur harðvítuga útþenslu- og hernaðarstefnu, m.a. í Austur-Evrópu, Miðausturlöndum og ógnar heimsfriði.   

Þegar nú kapítalísk kreppa sverfur að og endurreisa þarf gróða fjármálavaldsins og auðhringanna eykst þörf þessa mikla auðvaldsprósjekts fyrir miðstýringu. Lýðræðinu er miskunnarlaust vikið til hliðar og skrifræðisleg miðstjórn tekur völdin, hin erópska toppelíta. Hún er ekki þjóðkjörin heldur skipuð af Brusselvaldinu og er einkum fulltrúi hins evrópska fjármálavalds. Fremst í þeim flokki fer „Þríeykið", Framkvæmdastjórn ESB og Evrópski seðlabankinn að viðbættu AGS. Þríeykið setur sig nú ofar bæði þingi og ríkisstjórnum í þeim löndum Evrópu þar sem kreppan hefur komið harðast niður. Þessi auðræðiselíta hefur þannig afnumið þingræði og sjálfsákvörðunarrétt einstakra aðildarlanda að miklu leyti og knúið fram harkalega aðhaldspólitík sem skerðir réttindi launafólks, einkavæðir ríkiseignir o.s.frv. – á forsendum evrópsks (einkum þýsks) fjármálavalds.

Raunveruleikinn er því sá að Evrópusamruninn svokallaði er samruni stórauðauðvaldsins þar sem sjálfsákvörðun þjóða er síminnkandi og möguleiki almennings til áhrifa hverfandi. Er það ekki ástæða þess að Bretar kusu að fara út?

Umræðutæknin um Brexit
Annað er helst að heyra í umræðunni um Brexit-atkvæðagreiðsluna hér á landi. Eftirfarandi ummæli Egils Helgasonar um voru nokkuð dæmigerð fyrir stóran og áberandi hluta umræðunnar.
„Því miður eru hræðileg teikn á lofti – alls staðar sjáum við uppgang þjóðernispópúlisma, haturs og öfga. Hætt er við að þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi virki eins og herhvöt á þjóðernishreyfingar út um alla Evrópu. Nú sjá þær sitt tækifæri. Og við erum ekki bara að tala um þjóðernissinna, því innan um eru alvöru fasistar. Við sjáum aftur vofu fasismans rísa upp í Evrópu.“

Þessi orðræða er ekki séríslensk, ekki heldur takmörkuð við evrópuvinstrið. Þetta er ákveðin umræðutækni og drottnunartækni upprunnin úr höfuðstöðvum ESB, að skilgreina alla andstöðu við hinn skrifræðislega Evrópusamruna sem hægri öfgastefnu. Andstaðan við „evrópuhugsjónina“ um hið yfirþjóðlega er stiplað sem þjóðernishyggja og þjóðremba.

Andstaða alþýðu við auðræði, skrifræði og fullkominn lýðræðisskort evrópusamrunans er óhjákvæmileg og lífsnauðsynleg. Gallinn er sá að stóru evrópsku vinstri flokkarnir (og vinstri má vel hafa innan gæsalappa) hafa skrifað upp á ESB-pólitíkina í heild. Þeir þylja ræðuna um ESB sem samtök til að „tryggja frið“, afnám þjóðlegrar sjálfsákvörðunar kalla þeir „samábyrgð um yfirþjóðlegan vanda", blóðugar aðhaldsaðgerðir á suðurjaðri ESB í þágu fjármálavaldsins kalla þeir „sparnaðaraðgerðir", „ögunaraðgerðir" og „björgunarpakka". Og sjálft „fjórfrelsi“ markaðsaflanna reyna þeir að gera að einhvers konar vinstrimennsku! Þessir flokkar hafa löngu leyst tenginguna við verkalýðsstétt og gefið sig á vald fjölþjóðlegrar auðræðiselítu. Frekar en að snúast um stéttarhagsmuni vilja þeir að hægri og vinstri snúist um það að vera með eða á móti fjölmenningu (sem er ein yfirskrift evrópusamrunans).

Hægripopúlisminn og verkalýðurinn
Þetta hefur leitt til þess að það hlutverk að berjast gegn hnattvæðingu fjölþjóðlegs auðvalds – og yfirþjóðlegu valdi ESB sérstaklega – hefur æ víðar fallið í skaut hægripopúlískra flokka. „It is time to take back control of our country“, sagði Nigel Farage leiðtogi UKIP-flokksins  fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna. Hægripopúlískir flokkar taka að sér að verja þjóðlegan sjálfsákvörðunarrétt, berjast gegn því að innflutningur frá lágkostnaðarlöndum brjóti niður smáiðnað og staðbundið atvinnulíf, snúast gegn frjálsu flæði á ódýru vinnuafli sem grefur undan réttindum og atvinnuöryggi launafólks, í mismiklum mæli fylgir því líka andstaða gegn innstreymi flóttafólks, útlendingahræðsla, íslamófóbía o.fl. Fyrir vikið hafa helstu fórnarlömb hins yfirþjóðlega auðræðis, nefnilega verkalýður og alþýða, streymt inn í þessa flokka. Popúlistarnir hafa stillt sig inn á þetta og tekið upp hefðbundin baráttumál vinstri flokka s.s. velferðarkefið. Það markar þó flokkana að þeir eru hægriflokkar og játast kapítalismanum sjálfum en hafna aðeins hinu ríkjandi, hnattvædda formi hans. Stefna þeirra byggist á fortíðarþrá og ósk um að kapítalisminn snúi við þróun sinni.

Fyrir tveimur árum skrifaði ég eftirfarandi um hina hægripopúlísku tilhneigingu: „Ný pólitísk skipting er orðin á milli frjálslyndrar frjálshyggju og íhaldssemi. Það er nær að kenna hina breiðu hægrifylkingu ESB-andstæðinga við „alþýðlegt íhald“ en hægri öfgar. Hún snýst nefnilega gegn elítunni. Það má vísast bendla hana við andfrjálslyndi, en ekki andlýðræði. Hún hafnar því afsali lýðræðis og fullveldis sem ESB stendur fyrir, þetta „andlýðræðislega skrímsli“ eins og Marine Le Pen kallar það réttilega.“

Vinstri sinnað millistéttarfólk í Norður London óttast að það hætti að fá ódýrar au pair barnapíur og þjónustustúlkur frá Austur Evrópu gangi Bretar úr ESB, og kallar nú meirihlutann, fylgendur Brexit, þjóðrembur, rasista og eitthvað þaðan af verra sem ekki eigi að fá að ráða framtíð landsins.

Hvað var það sem réði úrslitum um Brexit? Þar vó þyngst að verkalýður stórra og smárra bæja Englands hafði fengið meira en nóg – af markaðsfrelsi Evrópumarkaðarins, frjálsu flæði fjármagns inn og út, sem hefur tekið frá honum iðnaðinn og störfin og grafið undan verkalýðshreyfingunni m.a. með ódýru innfluttu vinnuafli. Það að vilja að stefnan í innflytjendamálum eigi að vera ákvörðuð í þjóðríkinu sjálfu er reyndar ekki það sama og rasismi. Það var á hefðbundnum Labour-svæðum sem fólk streymdi á kjörstaði og kaus útgöngu. Þetta voru sem sé mótmæli verkalýðs gegn Brusselvaldi, gegn Cameron og líka gegn Labour. Uppreisn hans gegn elítunni og valdinu. Walesonline skrifaði stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna: „Skoðanakannanir hafa sýnt að menntastétt og fólk í atvinnurekstri og stjórnun eru líklegust til að greiða atkvæði með áframhaldandi veru í ESB. Þessi síðasta skoðanakönnun fyrir ICM og Guardian, gerð 29-30. maí bendir til að sú stétt sem líklegust sé til að vilja útgöngu sé sú sem merkt er C2 – skilgreind sem fagmenntaður verkalýður. Í sömu könnun hafa minna menntaður verkalýður og fólk á bótum eða í hlutastörfum líka greinilega tilhneigingu til að kjósa útgöngu.“

7 comments:

  1. Biddu um fljótlegt og auðvelt lán

    Þarftu lán? Við erum lögmætur og tryggir kröfuhafa. Við erum fyrirtæki með fjárhagslegan stuðning. Við þurfum peninga til að styðja fólk sem hefur slæmt lán eða þarf peninga til að greiða reikninga. Mig langar að nota þetta miðil til að tilkynna þér að við munum veita þér áreiðanlega hjálp vegna þess að við erum ánægð með að veita þér lán. Hafðu samband við okkur með tölvupósti: davidbankmanager@gmail.com

    ReplyDelete
  2. Ég hef fengið fyrirfram forritaðan og tóman hraðbanka mína til að draga hámarki $ 1000 á dag í hámark 20 daga. Ég er svo hamingjusamur vegna þess að ég fékk síðustu viku og notaði það til að fá $ 20.000. Mike Davíð eyðir korti til að hjálpa fátækum og þurfandi, þó að það sé ólöglegt, en það er eitthvað gott og það er ekki eins og annað óþekktarangi sem þykist hafa hraðbankakort. Og enginn er tekinn af korti. Fáðu Davíð Mike Tölvusnápur þinn í dag! Sendu bara tölvupóst á blackatm369@gmail.com

    ReplyDelete
  3. Halló

    Þarftu lán? Við bjóðum upp á lán með 2% vexti, hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar (adribay0008@gmail.com)

    ReplyDelete
  4. Þarftu fjárhagsaðstoð af einhverju tagi? Starfslán? Viðskipti lán? Veðlán?
    Landbúnaðar- og verkefnasjóður? Við gefum út lán í 3% vexti! Hafa samband: (gkfinance01@gmail.com)

    Með kveðju,
    Daniel Demetrios
    gkfinance01@gmail.com

    3% lánstilboð

    ReplyDelete


  5. Hi Viewers Get your Blank ATM card that works in all ATM machines all over the world.. We have specially programmed ATM cards that can be used to hack ATM machines, the ATM cards can be used to withdraw at the ATM or swipe, at stores and POS. We sell this cards to all interested buyers worldwide, the card has a daily withdrawal limit of $10,000 on ATM and up to $50,000 spending limit in stores depending on the kind of card you order for, we are here for you anytime, any day. Email; (blackatm369@gmail.com ) I'm grateful to Mike because he changed my story all of a sudden . The card works in all countries except, contact him now blankatm156@gmail.com


    Website: https://blankatm001.wixsite.com/blankatmhacker

    ReplyDelete

  6. I got my already programmed and blanked ATM card to withdraw the maximum of $1,000 daily for a maximum of 20 days. I am so happy about this because i got mine last week and I have used it to get $20,000. Mike Fisher Hackers is giving out the card just to help the poor and needy though it is illegal but it is something nice and he is not like other scam pretending to have the blank ATM cards. And no one gets caught when using the card. get yours from Mike Fisher Hackers today! Just send an email to blankatm002@gmail.com
    *Website : https://blankatm156.wixsite.com/website

    ReplyDelete
  7. Halló

    Þarft þú að fá lán fyrir persónulega tilgangi eða þarfir fyrirtækis þíns? Hér eru góðar fréttir fyrir þig. Þú ert á réttum stað. Við getum veitt viðskiptum og persónulegum lánum / lánum til fyrirtækja og einstaklinga við vexti 3%.
    Netfang: azertmorter@gmail.com
    whatsapp: +13219993670
    Alexander Lynge
    tryggð lánstilboð

    ReplyDelete