Saturday, January 23, 2016

Staðfesta Gunnars Braga

Margir vinstri menn lofa nú Gunnar Braga fyrir staðfestuna gagnvart Rússum og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi . Ekki ég. Hverjir heyja viðskiptastríð við Rússa? Bandaríkin hófu refsiaðgerðirnar 6. mars 2014 og 17. mars bættist ESB við og einnig Kanada. Seinna á árinu bættust við NATO-lönd utan ESB: Ísland, Albanía, Noregur og þar með var þátttaka NATO-landa nánast fullkomnuð (Tyrkland þó ekki með strax). Önnur Evrópulönd sem bættust við voru Montenegro (umsóknarland í NATO), Moldova (með eina tegund aukaaðildar að NATO) og Sviss. Tveir skilyrðislausir bandamenn USA utan Evrópu taka þátt, Japan og Ástralía, en aðgerðir þeirra eru þó takmarkaðri. Praktískt séð er það NATO sem heyr stíðið með Bandaríkjunum. Málið er að hér hefja viðskiptastríð þeir tveir aðilar, USA og NATO, sem standa fyrir helstu stríðum nútímans, sýna minnsta virðingu fyrir sjálfstæði ríkja og jafnframt umkringja Rússland hernaðarlega. Og sú skylda fylgir NATO-aðild (de facto) að taka þátt í vopnastríði og viðskiptastríði gegn þeim löndum sem Sam frændi hefur skrifað kross yfir. Reisn og staðfesta Gunnars Braga felst í því að segja: Já herra.  

No comments:

Post a Comment