Thursday, January 21, 2016

Heimild: "Sýrlenska mannréttindavaktin"

(Birtist á fésbókarsíðu SHA 20. janúar 2016)
Engin heimild um stríðið í Sýrlandi og ástand mála þar innanlands er jafn oft nefnd í íslenskum fjölmiðlum og "Sýrlenska mannréttindavaktin" (Syrian Observatory for Human Rights) - hvort sem það er t.d. RÚV, Fréttablaðið eða Mbl. Hún er líka helsta heimild AFP, AP, CNN, CBS, BBC... sem sagt vestrænu fréttaveitunnar. Hún lýsir stríðinu sem uppreisn gegn morðóðum einræðisherra og nefnir aldrei erlend veldi á bak við uppreinsina. Nú útmálar hún einkum dráp Rússa á almennum borgurum. Jæja, fréttaveita þessi er engin risastofnun heldur EINN MAÐUR sem situr í Coventry í Englandi og sendir þaðan út fréttir um Sýrland byggðar á símhringingum þangað. Hann heitir R.A. Rahman, Sýrlendingur sem hafði tvívegis fengið fangelsisdóma vegna andspyrnustarfa en flúði til Englands árið 2000. Skv. meðfylgjandi grein frá New York Times kom breska ríkisstjórnin honum þá fyrir í Coventry og fékk honum þar aðstöðu. Einnig fær hann fjárstuðning frá ESB. Fréttir hans af stríðinu voru Vestrinu afar hagstæðar og hann fékk brátt nánast opinbera stöðu í breskum og vestrænum fjölmiðlum sem talsmaður almennings í Sýrlandi og fulltrúi mannréttinda. En það er hann ekki! Hann er uppkeyptur málaliði Vestursins. Hafið það í huga þegar þið sjáið og heyrið fréttir byggðar á "Sýrlensku mannréttindavaktinni".

No comments:

Post a Comment