Sunday, September 6, 2015

Flóttamannasprengjan – á ekki að ræða orsakirnar?

(birtist í Fréttablaðinu 5. sept 2015)

Evrópa fær nú smjörþef af flóttamannavandanum. Fjölmiðlarnir ræða einkum hvernig stöðva megi strauminn, snúa honum við eða hvernig dreifa megi hælisleitendum um álfuna. Forðast hins vegar að tala um ORSAKIRNAR. Oft er gefið í skyn að þetta séu einkum efnahagslegir flóttamenn í leit að betri lífskjörum. Rangt. Langflestir flóttamenn nútímans flýja STRÍÐSÁSTAND. Skýrsla Flóttamannastofnunar SÞ um flóttamannastrauminn til Evrópu hefst svo: „Mikill meirihluti þeirra 130 þúsunda sem komu yfir Miðjarðarhaf til Evrópu sex fyrstu mánuði ársins 2015 flýja stríð, átök og ofsóknir.“ 

– SÝRLAND er stærsta uppspretta flóttamanna á heimsvísu með 4 milljóir flóttamanna, og 7 milljónir á flótta innan landsins sjálfs. Ástæðan? Jú, stríðið sem geysað hefur í landinu frá 2011, stríð Vesturveldanna og helstu bandamanna þeirra í Miðausturlöndum gegn Sýrlandi. Áður en það hófst var einfaldlega enginn flóttamannastraumur frá Sýrlandi. Stríðið hófst 2011 jafnhliða lokakafla Líbíustríðsins. Eins og í Líbíu hefur uppreisnin í Sýrlandi frá upphafi verið mönnuð af harðlínu-jíhadistum en studd, fjármögnuð og vopnuð af Vesturlöndum með bandamönnum, Persaflóaríkjunum, Tyrklandi... Staðgengilsstríð. Árið 2012 viðurkenndu USA og ESB bandalag uppreisnarhópa sem réttmætan fulltrúa sýrlensku þjóðarinnar og beita  sér fyrir „valdaskiptum“ í landinu. Sú afstaða var studd bæði af Össuri Skarphéðinssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. Þetta er sem sagt okkar stríð. 

Næst stærsta uppspretta flóttamanna í heiminum í dag er AFGANISTAN. Flóttamenn þaðan eru 2.5 milljónir. En Evrópa verður minna vör við þá af því þeir eru langmest í flóttamannabúðum[ÞH1]  í Pakistan og Íran. Ástæður flóttans? Stríð. Stríð sem rekið er af systkinunum USA og ESB allt frá 2001. Þið þekkið formúluna USA + ESB = NATO. Ísland hefur stutt þann stríðsrekstur frá upphafi undir vinstri jafnt sem hægri stjórnum. Okkar stríð.   
Svo koma aðrar stóruppsprettur flóttamannastraums í röðum, lönd í stríði. Nefnum nokkrar, ekki í réttri fjöldaröð, enda fjöldi mismunandi eftir því hvernig talið er. Óeðlilegt að bera saman tölur um flóttamenn frá t.d. Líbíu með 6 milljóna þjóð og Bangaladesh með 160 milljónir.
– LÍBÍA. Talið er að um 2 milljónir hafi flúið Líbíu til Túnis á undanförnum árum, sem væri nærri þriðjungur íbúanna! Og nærri milljón sé þar nú. Um hálf miljón bíður í örvæntingu í Líbíu eftir að komast á manndrápsfleytum til Evrópu. Orsök? Stríð. „Uppreisnin“ í Líbíu 2011 var einkum mönnuð af jíhadistum en úrslitum réði lofthernaður NATO til stuðnings við jíhadistana. Bandaríkin, Frakkland og Bretland lögðu mest af mörkum en t.d. Danmörk og Noregur voru í forystu í byrjun lofthernaðarins. Stríðið eyðilagði Líbíu sem ríki. Stuðningur íslensku vinstristjórnarinnar við stríð NATO var fumlaus og án skilyrða.  
– ÍRAK átti ½ milljón flóttamanna í september í fyrra og þeim fer nú aftur fjölgandi með nýju stríði. Bandaríkin og Vesturlönd bera ábyrgð á hörmungum þess lands með Ísland í hópi „hinna viljugu“ í árásarstríðinu frá 2003. Með fyrirbærinu ISIS hafa Vesturveldin skapað sér yfirvarp til nýrra íhlutana í Írak. Okkar stríð.
­– SÓMALÍA. Flóttamenn þaðan eru yfir  ein milljón. Hungursneyðin og óöryggið í landinu eru mannanna verk. Ríkjandi hnttvæðingarstefna og AGS brutu niður matvælaframleiðslu í Sómalíu á 9.  áratugnum. Hungursneyðin þar tengist að öðru leyti ófriði. Bandaríkin héldu þar úti „friðargæsluher“ á árunum 1993-94 og landið hefur auk þess mátt þola innrásir frá helstu bandamönnum Bandaríkjanna á svæðinu, Eþíópíu og Kenýu. Síðustu árin hefur ófriðurinn tengst hernaði Al-Shahab, samtaka af meiði Al-Kaída, sem kostuð eru af Sádi- Arabíu og studd leynilega af vestrænum leyniþjónustum. Ógæfa Sómalíu er legan við mynni Rauða hafsins sem er strategísk siglingaleið, m.a. leiðin til og frá Persaflóa.
– JEMEN. Hinum megin Rauða hafsins er Jemen og býr við sömu ógæfu. Í lok júlí sl. hófst stríðið sem svar við byltingu í Jemen sem Sádi Arabía og Bandaríkin voru bæði jafn ósátt við. Olíufurstarnir tóku að sér að sprengja landið í tætlur og „koma á stöðugleika“ þar! 200 flugvéla floti heldur úti stöðugu sprengjuregni yfir borgir og bæi í Jemen. Sádi Arabía hefur verið skjólstæðingur Bandaríkjanna í 70 ár. Reliefweb skrifar: „21.1 milljón manns í Jemen þarf neyðarhjálp strax. 1.3 milljón er á flótta innan lands, 3800 dauðir og 18 þúsund særðir.“ Bandaríkin, Bretland og Ísrael styðja innrásina opið, aðrir s.s. Ísland, samþykkja hana með þögninni.
Flóttamannavandinn er birtingarmynd og afleiðing hernaðarútrásar vestrænnar heimsvaldastefnu. Sú útrás bætist við efnahagskerfi heimsvaldastefnunnar sem heldur þjóðum í fátækt og viðheldur misskiptingu auðs og valds. Og nú koma hrelldir og bjargarlausir þegnar fórnarlandanna og knýja dyra í heimsvaldalöndum, m.a. Evrópu, og beiðast ásjár. Að fjalla um flóttamannavandann án þess að nefna orsakir hans er álíka fáránlegt og að ræða um fangabúðavandann í Evrópu 1939-45 án þess að nefna styrjöld eða nasisma. 






1 comment:

  1. THREE IMPORTANT RIGHTS


    Three Rights which, in my opinion, should be preserved:
    .
    1 - The right to Mono-parenthood in Traditionally Monogamous Societies: see the blog « http://thesextaboo.wordpress.com/ » {The Origin Of Sex-Taboo}. [in English]
    .
    2 - The right to veto who pays (the taxpayer) - Semi-Direct Democracy: see the blog « http://fimcidadaniainfantil.blogspot.pt/ » {Fim-da-Cidadania-Infantil}. [in Portuguese]
    .
    3 - The right to survival of indigenous identities: see the blog « http://50-separatism-50.blogspot.pt/ » {50-SEPARATISM-50}. [in English]
    .
    .
    .
    P.S.
    The separatists-50-50 doesn't seek pretexts to deny the Right to survival of others one... the separatists-50-50 only claim the Right to survival of Indigenous Identities (read: the 'globalization-lovers' must respect the rights of others one... and vice versa!)

    ReplyDelete