(birt á fésbókarsíðu SHA 14. ágúst)
Úkraínudeilan og alveg sérstaklega viðskiptastríðið gegn Rússum hafa bandarískt vörumerki. Hagsmunir Evrópuríkjanna eru þar allt aðrir en USA. ESB og Rússland eru einna mikilvægustu viðskiptaaðilar hvors annars en Rússland er lítilvægur viðskiptaaðili USA. Þvert á móti telur USA sig hafa hag af ef ESB-lönd hætta t.d. að kaupa jarðgas af Rússum. Enda sagði Joe Biden um þvinganirnar: "Það er satt, þau vildu ekki gera þetta, en aftur voru það bandarísk stjórnvöld og forseti Bandaríkjanna sem krafaðist þess, og nokkrum sinnum urðum við að láta Evrópu skammast sín (we had to embarrass Europe) til að fá þau til að standa upp og taka á sig efnahagsleg högg til að valda [Rússum] kostnaði." RÚV hefur margtuggið undanfarið að val Íslands stæði milli viðskiptahagsmuna og siðferðissjónarmiða. Siðferðissjónarmiðin eru þau að beygja sig undir vilja bandamannsins með valdið, beygja því dýpra sem hagsmunafórnin er meiri. Sjá hér bút úr ræðu Bidens.
No comments:
Post a Comment