Sunday, June 28, 2015

Lykilhlutverk Tyrklands í stríðinu gegn Sýrlandi

(Birtist á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 26. júní 2015)
Í grein á Consortium News lýsir Rick Sterling því lið fyrir lið hvernig grundvöllurinn undir tilveru ISIS-samtakanna liggur í NATO-landinu Tyrklandi. Þar eru höfuðstöðvar samtakanna, þaðan liggur stöðugur fjárstraumur til vopnakaupa, þaðan koma foringjar jíadista (búa þar). Ekki er líklegt að NATO-landið stundi slíkt án vitundar og vilja NATO Svo er olíustraumur í hina áttina frá ISIS en annars koma peningar ISIS að stærstum hluta frá helstu fylgiríkjum USA í Arabaheimi - Katar og Sádi Arabíu. Á bak við dylst svo spunameistarinn mikli - CIA. Áður en ISIS kom fam á sjónarsviðið leit út fyrir að Sýrland gæti hrundið af sér árásum heimsvaldasinna, en með uppgangi samtakanna og hinum mikla stuðningi gegnum Tyrkland (a.m.k. 2000 flutningabílhlöss) hefur ISIS skapað sér sóknarfæri og nú lítur út fyrir að samtökin með hjálp Vesturblokkar geti lagt Sýrland í rúst. "Uppreisnin" í Sýrlandi er sviðsett hryðjuverk, mesta hryðjuverk okkar daga. Útkoman er gegndarlausar hörmungar, m.a. mesti flóttamannavandi okkar daga. Lesið grein Sterlings hér:

No comments:

Post a Comment