Sunday, June 7, 2015

Amnesty með í aðförinni að Sýrlandi

(Birtist á fésbókarsíðu SHA 4. júní 2015)
Ég hef stundum skrifað um hinn frjálslynda búning bandarískrar heimsvaldastefnu, sk. "smart power", þar sem hún hin síðari ár beitir mjög fyrir sig mannréttindasamtökum (sjá hér). National Endowment for Democracy (NED) og Human Rights Watch eru þar fremst í flokki, þeim er stjórnað af bandarískri utanríkismálaelítu. Sama elíta hefur því miður einnig náð að ryðja sér til rúms innan Amnesty International, samtaka sem notið hafa almenns trausts. Samtökin gáfu nýlega út skýrsluna "Death Everywhere: War Crimes and Human Rights Abuses in Aleppo, Syria". Að nafninu til gagnrýnir skýrslan ofbeldi beggja stríðsaðila, ofbeldi stjórnvalda þó miklu meira: "government actions in Aleppo amount to crimes against humanity". Skýrslan leggur mikla áherslu á að fordæma notkun stjórnvalda á tunnusprengjum (eins og gert var í síðasta Dagfara). Hins vegar minnist hún ekkert á þá erlendu aðila sem standa bak við uppreisnaröflin. Mælir jafnvel með að vopna megi útvalda andspyrnuhópa! Skoðið úttekt Rick Sterling á skýrslu Amnesty. Ben Swann nokkur gerir á You Tube myndbandi skýra og skarplega úttekt á uppruna ISIS. Hann segir og sýnir m.a. að "ISIS is not the creation of American inaction... but of direct action." Sjá hér.


No comments:

Post a Comment