Birtist á fésbókarsíðu SHA 20. og 25. júlí 2014
20. júlí. Útvarpið kemur
nú með frétt, að mestu gamla, um upptökur sem Pentagon og Kerry segja sanna að
"aðskilnaðarsinnar" hafi skotið niður MH17. Þá er sannleikurinn
líklega þveröfugur, en nú er vissulega vont að greina ljósið í áróðursmoldviðri
Vestursins. Moldviðri sem minnir allmikið á annað slíkt út af eiturgasárás við
Damaskus í fyrra sem notað var til að reyna að undirbyggja NATO-íhlutun.
Seymour Hersh, sem áður afhjúpaði fjöldamorðin í My Lai, skar sundur það
lyganet og sýndi hvernig Tyrkir og Sádar veittu Al Nusra terroristum hjálp
og útbúnað til að framleiða sarín. Aðstæður eru að því leyti líkar að leppum
Pentagon í Kiev gengur illa í stríðinu eins og uppreisnarmönnum í Sýrlandi..
Auk þess hefur USA gengið heldur illa að fá samstöðu um viðskiptabannið. Gasárásin
var örþrifaráð til að byggja upp stemningu og sprenging MH17 gæti verið það
líka. Pentagon og NATO vita að þeir hafa vestræna pressu einróma á bak við sig.
Paul Craig Roberts, áður aðstoðarráðherra og aðstoðarritsjóri Wall Street
Journal skoðar málið skarplega.
Craig Roberts segir þetta um youtube-myndbandið sem ég nefndi í byrjun og átti að "sanna" málið ": „According to reports, expert examination of the code in the video reveal that it was made the day before the airliner was hit." Sem væri þá allgóð vísbending um plottið. Mér sýnist þetta youtube-myndband vera mikilvægt. Úkraínsk leyniþjónusta birti það nánast strax á netinu. Rússneskir sérfræðingar dæmdu það fljótt sem fals þar sem sýna mætti fram á að það væri samsett úr nokkrum upptökum og aldursgreindu það degi eldra en árásin á MH-17. Þetta geta vonandi fleiri rannsakað. Annað atriði: sprengjusagan í vestrænni pressu í kjölfar New York Times, Wall Street Journal og Washington Post gengur út á að Rússar hafi aðstoðað uppreisnarmenn með Buk-loftvarnarkerfi og síðan jafnvel dröslað því til baka yfir landamærin. En sú hugmynd að rússneski herinn hafi af vangá skotið niður (eða hjálpað til) farþegaþotu er ekki mjög sannfærandi!
25. júlí. Þann 20. júlí sagðist Kerry hafa „gríðarlegt magn
sönnunargagna“ um ábyrgð Rússa á því að granda MH17. Þegar svo skyldi leggja
fram það efni var ekkert haldbært lagt fram sem benti á Rússa. Engin
sönnunargögn voru heldur lögð fram gegn „aðskilnaðarsinnum“. Pentagon og CIA
létu nægja að vísa til Twitter, Youtube og samfélagsmiðla. Rússar höfðu hins
vegar lagt fram mikið efni af gerfihnattamyndum af svæðinu kringum flugslysið
og beindu 10 ákveðnum spurningum til bandarískra og úkraínskra yfirvalda. Tvær spurningar snertu
Buk-loftvarnarflaugar sem sáust á myndum af úkraínskum stjórnarherdeildum
staðsettum í Donetskhéraði í nágrenni slyssins slysdaginn og 3 dögum fyrr. Ein
spurning Rússa er: Til hvers þurfti Úkraínuher Buk-flaugar í stríði við „aðskilnaðarsinna“
án flugvéla? Engum spurningum Rússa hefur verið svarað. En bandaríski blaðamaðurinn
Robert Parry hefur það eftir nokkrum CIA-sérfræðingum að bandarískar
gerfihnattamyndir sýni að batteríið sem skaut vélina niður hafi tilheyrt
Úkraínuher og altént að hermennirnir sem mönnuðu það hafi verið í búningum
Úkraínuhers. Parry er enginn nobody, hann varð frægur fyrir að afhjúpa
Íran-Contras hneykslið á sínum tíma. Sjá nánar: