Saturday, September 28, 2013

Listin að selja stríð


(Birtist á vef SHA fridur.is 17. sept 2013)
(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið hefur ekki áhuga. Efnið hefur þó ekki úrelst á nokkurn hátt.)
Markaðssetning stríðs er háþróuð list innan heimsvaldasinnaðra herfræða. Vesturveldin hafa í tvö ár reynt að skapa sér grundvöll til hernaðaríhlutunar í Sýrland. Í fyrra drógu Bandaríkin, Bretar og Frakkar upp rautt strik: Ef annar hvor aðilinn (!) í borgarastríðinu beitir efnavopnum er það tilefni til íhlutunar „alþjóðasamfélagsins“.  Uppreisnaröflin hafa því allt að vinna af beitingu efnavopna en Sýrlandsstjórn öllu að tapa svo það er óhugsandi að hún standi að eiturgasárásinni í úthverfi Damaskus, framan við nefið á eftirlitsnefnd SÞ.
Vestræn hernaðarstefna á sér blóðuga sögu og árásarhneigðin vex nú í takt við dýpkandi kreppu. En almenningur Vesturlanda er tregari til að styðja stríðsrekstur en í nýlendusókn 19. aldar. Altént verður að selja stríðin undir öðrum vörumerkjum en þá. Ekki hægt að segja hið sanna: að stríðin snúist um að viðhalda arðránskerfinu mikla, að þau snúist um olíu, olíuflutninga, auðlindir og samkeppni um markaði og áhrifasvæði. Ekki dugir lengur að segja að þau snúist um siðun og kristnun óæðri kynstofna – né baráttuna gegn hinum voðalega heimskommúnisma.
Stríðin verður að markaðssetja af klókindum. Ný vörumerki þeirra eru: uppræting gjöreyðingarvopna, uppræting harðstjóra (nema þeir séu vestrænt sinnaðir!), mannúð, kvenfrelsi, stríð gegn hryðjuverkum…
Þegar ráðast skal á land er vestræn pressa látin auglýsa vörumerki stríðsins. Laura Bush forsetafrú hélt sína fyrstu útvarpsræðu rétt eftir innrásina í Afganistan 2001. Erindið var að hvetja til alþjóðlegrar fordæmingar á  kúgun afganskra kvenna. Og sendiherra Bushstjórnarinnar á Íslandi fagnaði því sérstaklega að fá hér femínískan utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu, til að tala máli stríðsins hér heima og erlendis (sjá Grapevine nr. 12 2013).
Væntanleg íhlutun í Sýrland – eins stríðið í Írak og umsátrið um Íran – er sögð snúast um „upprætingu gjöreyðingavopna“. Í Líbíu, eins og í Júgóslavíu var auglýst „mannúðarinnrás“ gegn skrímsli. Þá var það verkefni vestrænnar pressu að gera Milosevic og Gaddafi að nægilega miklum skrímslum svo hægt yrði að siga NATO á þá. Enn fremur var frjálsum félagasamtökum beitt hugvitsamlega fyrir stríðsvagninn. Í aðdraganda Líbíustríðs var bænaskrá um hernaðaríhlutun undirrituð af 70 „mannréttindasamtökum“ send Ban-ki Moon og átti hún mikinn þátt í að SÞ samþykkti loftferðabannið á Líbíu.
Jafnvel heilaþvottur vestrænu fréttastöðvanna nægir ekki til að æsa almenning til að styðja stríð.  Hið svokallaða „stríð gegn hryðjuverkum“, allt frá 11. september til eiturgasárasarinnar við Damaskus einkennist af röð atburða sviðssettum af vestrænum leyniþjónustum, atburðum sem skapa mynd af stöðugri ytri ógn sem réttlætir hernaðinn út á við og lögregluríkið heima fyrir. Eitt dæmi: Núna í ágúst lét USA um tíma loka 19 sendiráðum og ræðismannsskrifstofum í Miðausturlöndum til að viðhalda ímyndinni af hryðjuverkaógn, og vísaði til símasamtals tveggja Al Kída-manna í Jemen.
Í þessu mikla leikverki gegna hópar íslamista lykilhlutverki. Það er í góðu samræmi við allan þennan djöflapóker að virkja  yfirlýsta andstæðinga Vesturlanda fyrir hagsmuni Vesturlanda. Al Kaída – verkfæri og sköpunarverk CIA – gegnir lykilhlutverki í þessu tilliti. Hlutverk vígahópsins hefur einkum verið að gefa Bandaríkjunum og NATO-ríkjum tilefni til íhlutana á útvöldum svæðum (sbr. Afganistan, Jemen, Sómalíu, Malí…). Stundum beita heimsvaldasinnar hins vegar „trúardeilutrompinu“ og vopna ákveðna trúarhópa (eða þjóðernishópa) gegn öðrum og gegn stjórnvöldum sem losna þarf við. Þá birtist Al Kaída einfaldlega sem vígasveitir í uppreisn og borgarastyrjöld sem Vesturveldin og arabísk fylgiríki þeirra standa á bak við. Í Sýrlandi heita þeir Al Nusra. Þessi aðferð tókst vel í Líbíu – samstarf innlendra vígahópa og NATO hafði sigur. En taktíkin hefur mistekist í Sýrlandi, Assadstjórnin hefur staðið af sér atlöguna og aftur náð tökum á ástandinu. Þegar trúradeilutrompið virkar ekki má einmitt búast við sviðsettum hamfaraatburði til að réttlæta vestræna íhlutun. Gasárásin við Damaskus ber öll merki örþrifaráða, falsið skín í gegn.

1 comment:

  1. Vá er gott að vera aftur með fyrrverandi mína, þakka þér dr. Ekpen fyrir hjálpina, ég vil bara láta þig vita að þetta er að lesa þessa færslu ef þú ert með mál með elskhuganum þínum og leiðir til skilnaðar og þú gerir það ekki Vilja skilnaðinn, Dr Ekpen er svarið við vandamálið. Eða þú ert nú þegar skilnaður og þú vilt samt að hafa samband við hann. Dr Ekpen stafrænar rifrildi núna (ekpentemple@gmail.com) eða whatsapp hann á +2347050270218 og þú verður klæddur sem þú gerðir.

    ReplyDelete