(birt ist á Vinstri vaktin gegn ESB 9. mars 2013)
Öll ríki ESB nema eitt eru ýmist með fulla aðild
eða aukaaðild að NATO. Undantekningin er Kýpur. En ekki lengi úr þessu. Með stjórnarskiptum
nú þegar Anastasiades forseti tekur við af Christofias sækir Kýpur um aukaaðild
að NATO.
·
Evrópuvinstrið heldur því lítt á loft, en nánasti bandamaður ESB er Bandaríkin.
Bandaríkin og ESB mynda efnahagslega, pólitíska og hernaðarlega blokk – köllum
hana bara Blokkina, enda hefur hún lengi verið mesta valdasamstæða heims. Hernaðararmur hennar nefnist
NATO.
· Blokkin
stækkar. Í heimsvaldataflinu mikla á árunum eftir fall Múrsins hafa tvö ferli
gengið samhliða yfir Evrópu: Stækkun ESB og stækkun NATO. NATO hefur oft verið
skrefi á undan, en stærsti skammtur Austur-Evrópuríkja gekk þó samtímis inn í
samböndin tvö, árið 2004.
·
Samstarfsþátttaka eða aukaaðild að NATO – svonefnt „Samstarf um frið“
(Partnership for Peace) – var stofnsett að frumkvæði Bandaríkjanna árið 1993.
Yfirlýst markmið þess var að skapa traust í samskiptum NATO og Evrópuríkja við
fyrrum Sovétríkin.
· Í reynd er
þessi samstarfsþátttaka biðsalur eða forgarður að NATO. Öll ríki gömlu
Austur-Evrópu (vestan fyrrum Sovétríkja) og flest ríki Balkanskagans auk
Eystrasaltsríkjanna (innan fyrrum Sovétríkja) hafa fyrst gerst aðilar að þessu
„samstarfi“ og svo fullir aðilar að NATO. Balkanríki sem ókomin eru inn eru á
leiðinni inn.
· Því fylgja
skyldur að vera í liði Blokkarinnar. Dæmi: Öll ríki ESB nema dvergríkið Malta – og hingað til Kýpur
– taka þátt í hernaði NATO í Afganistan. Nú mun Kýpur einnig þurfa að senda lið
í hernað NATO.
· „Samstarf um
frið“ er líka hernaðarlegar þjálfunarbúðir. Samstarfsþátttaka í NATO innber að viðkomandi
lönd bjóða NATO til heræfinga hjá sér og taka þátt í hernaði bandalagsins. Til
dæmis, Svíðþjóð og Finnland hafa
kallað sig „hlutlaus ríki“ en eru það ekki lengur og stunda heræfingar með NATO
á eigin landi og hafa tekið þátt í hernaðinum í Afganistan og Líbíu. Almenningur
í þessum löndum ekki spurðar um þetta enda vitum við Íslendingar að hermál eru hafin
yfir lýðræði. Eins og allt hjá NATO er „Samstarf um frið“ öfugmæli.
· Önnur
undirdeild eða forgarður að NATO eru sk. „Miðjarðarhafssamskipti“
(Mediterranean Dialogue). Sú deild
bandalagsins er fyrir Miðjarðarhafsríki utan Evrópu. Árið 2010 var svo komið að
öll ekki-evrópsk ríki sem strönd eiga að Miðjarðarhafi voru komin í þessa deild
nema Líbía, Sýrland og Líbanon. En sjálfstæð utanríkisstefna skal ekki liðin og
því síður það að vera í „vitlausu liði“. Blokkin setti því kross yfir þessi
þrjú lönd sem þýddi „valdaskipti“. Síðan hefur verið gengi í það verk. Full
yfirráð yfir Miðjarðarhafi hafa mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Blokkina, og í
því samhengi verður að skoða innkomu Kýpur til þátttöku í NATO.
· Mikilvægur
þátttakandi í „Miðjarðarhafssamskiptum“ er Ísrael. Í fyrradag var Shimon Peres
Ísraelsforseti í heimsókn í höfuðstöðvum NATO í Brussel og ræddi við Rasmussen
um Mið-Austurlönd. Hann hlóð þar lofi á sambandið og sagði „We feel part of
NATO although we are not members of NATO“ (Okkur finnst við vera hluti af NATO
þó við séum ekki meðlimir).
No comments:
Post a Comment