Tuesday, January 16, 2018

Sterkur Oliver Stone um Úkraínudeiluna

(birtist á fésbók SHA 16. janúar 2017)

Hér er afar sterkur og mikilvægur dókumentari Olivers Stone um Úkraínudeiluna. Sem er skólabókardæmi um framkvæmd litabyltinga. Annars vegar stúderar Stone ítarlega vinnubrögð hins CIA-rekna National Endowment for Democracy (þó hún kalli sig "Non Govermental", NGO) og bandaríska sendiráðsins á sviði almannatengsla og skipulagningar uppþotanna og hins vegar fer hann vel í forsögu úkraínsks fasisma og síðan hvernig þessir tveir gruggugu lækir renna saman í einn og vestrænu bakmennirnir gera fasistana að sínu mikilvægasta verkfæri. Áhersla bandarískra strategista á að vinna Úkraínu yfir er gríðarleg. Sbr orð Zbigniew Brzezinski um að tilvera Rússlands sem "evrasísks veldis" stæði og félli með stöðu Úkraínu. Í myndinni spyr Stone Pútín um afleiðingar þess ef Úkraína lenti inn í NATO og hann svarar: "Af hverju bregðumst við svo harkalega við útþenslu NATO? Þegar land hefur gerst aðili að NATO getur það ekki staðist þrýstinginn frá Bandaríkjunum. Og skjótt getur hvað sem er birst í þessu landi - eldflaugavarnarkerfi, herstöðvar, eldflaugaárásarkerfi. Hvað gerum við? Við verðum að gera gagnráðstafanir, miða eldfaugakerfum okkar á þennan nýja búnað sem við lítum á sem ógn..." Stone hefur að nokkru leyti tekið að sér að miðla heimsmyndinni eins og hún lítur út frá Rússlandi en líka eins og málin líta út frá sjónarhóli almennrar skynsemi.

No comments:

Post a Comment