(birtist á fésbók SHA 16. janúar 2017)
Hér er afar sterkur og mikilvægur dókumentari Olivers Stone um Úkraínudeiluna. Sem er skólabókardæmi um framkvæmd litabyltinga. Annars vegar stúderar Stone ítarlega vinnubrögð hins CIA-rekna National Endowment for Democracy (þó hún kalli sig "Non Govermental", NGO) og bandaríska sendiráðsins á sviði almannatengsla og skipulagningar uppþotanna og hins vegar fer hann vel í forsögu úkraínsks fasisma og síðan hvernig þessir tveir gruggugu lækir renna saman í einn og vestrænu bakmennirnir gera fasistana að sínu mikilvægasta verkfæri. Áhersla bandarískra strategista á að vinna Úkraínu yfir er gríðarleg. Sbr orð Zbigniew Brzezinski um að tilvera Rússlands sem "evrasísks veldis" stæði og félli með stöðu Úkraínu. Í myndinni spyr Stone Pútín um afleiðingar þess ef Úkraína lenti inn í NATO og hann svarar: "Af hverju bregðumst við svo harkalega við útþenslu NATO? Þegar land hefur gerst aðili að NATO getur það ekki staðist þrýstinginn frá Bandaríkjunum. Og skjótt getur hvað sem er birst í þessu landi - eldflaugavarnarkerfi, herstöðvar, eldflaugaárásarkerfi. Hvað gerum við? Við verðum að gera gagnráðstafanir, miða eldfaugakerfum okkar á þennan nýja búnað sem við lítum á sem ógn..." Stone hefur að nokkru leyti tekið að sér að miðla heimsmyndinni eins og hún lítur út frá Rússlandi en líka eins og málin líta út frá sjónarhóli almennrar skynsemi.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Tuesday, January 16, 2018
Sunday, January 14, 2018
Truman og Churchill
(birtist á fésbók SHA 14. janúar 2017)
Talandi um Kalda stríðið. Fáeinum mánuðum eftir stríðslok, í mars 1946, stóðu þeir Winston Churchill og Harry Truman Bandaríkjaforseti saman á fundi í Fulton í Missouri USA. Þeir tóku stöðuna og Churchill meitlaði hana í fræga setningu: “Frá Stéttin við Eystrasalt til Trieste við Adríahaf hefur fallið niður járntjald yfir þvera álfuna“.
Talandi um Kalda stríðið. Fáeinum mánuðum eftir stríðslok, í mars 1946, stóðu þeir Winston Churchill og Harry Truman Bandaríkjaforseti saman á fundi í Fulton í Missouri USA. Þeir tóku stöðuna og Churchill meitlaði hana í fræga setningu: “Frá Stéttin við Eystrasalt til Trieste við Adríahaf hefur fallið niður járntjald yfir þvera álfuna“.
Hvað gaurar voru þetta, nýkomnir úr stríði við fasismann? Ja. Winston
Curchill hafði hitt Mússólíni 1927. Eftir fundinn sagði hann við ítalska
blaðamenn: „Hefði ég verið Ítali er ég viss um að ég hefði staðið heilshugar
með ykkur frá upphafi til enda í árangursríkri baráttu ykkar gegn
villimannlegri græðgi og ofstæki lenínismans." (sjá R.M.Langworth 2017, Winston
Churchill, Myth and Reality, bls. 106). Síðar, í stríðssögu sinni staðfesti Churchill þetta þegar
hann rifjaði upp: „Ennfremur, í átökunum milli fasisma og bolsévisma var enginn
vafi hvar samúð mín og sannfæring lá“ (sjá Churchill 1949, Their Finest Hour, 106). Harry Truman var litlu betri. Daginn eftir
að Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin 1941 mælti hann: „Ef við sjáum að
Þýskaland er að sigra ættum við að hjálpa Rússum, en ef Rússland er sigursælt
ættum við að hjálpa Þýskalandi og á þann hátt láta þá drepa eins marga og
mögulegt er.“
Hvorugur þessara manna var andfasisti þó ekki væru þeir fasistar. Þeir
voru fyrst og síðast auðvalds- og heimsvaldasinnar, og þeir höguðu seglum á
alþjóðavettvangi eftir því sem kom þeirra eigin heimsveldi best. Og fyrir
þeirra eigin heimsveldi voru fasistaríkin augljóslega helsta ógnin árið 1941. Fyrrnefnd
ummæli Trumans þetta ár um Þýskaland og Rússland má þó ekki skilja svo að hann
hafi lagt fasisma og kommúnisma að jöfnu. Eftir að hann varð forseti var
andkommúnismi einna sterkasti þáttur í stjórnarstefnunni. Í utanríkismálum fylgdi
hann Truman-kenningunni um að koma böndum á kommúnisma hvar í heimi sem væri, í
samvinnu við m.a. fjölmargar fasista- og herforingjaklíkur – og í hans
forsetatíð náði McCarthyisminn hámarki
heima fyrir. En þarna árið 1946 voru sem sagt þessi helstu forustumenn og
spámenn hins „frjálsa heims“ að leggja línuna fyrir Kalda stríðið. Það var ekki
von á góðu.
Rætur Kóreudeilunnar
(birtist á neistar.is 13. janúar 2017)
Samkvæmt boðskap vestrænu heilaþvottavélarinnar, sem endurvarpað er samviskusamlega af íslensku fréttastofunum, eru stjórnvöld Norður Kóreu stórhættuleg umheiminum fyrir brjálsemi sakir. Þó eru þau, eftir að þau misstu bakhjarl sinn, heimskommúnismann, fyrst og fremst til að hlæja að, skv. sama boðskap. Samt er það svo að það er ekki brjálsemi og árásarhneigð Norður-kóreskra leiðtoga sem veldur spennunni þar. Ekki heldur leifar af „gagnkvæmri tortryggni“ Kalda stríðsins. Heldur hefur meginorsökin alla tíð verið botnlaus yfirgangur forysturíkis Vestursins gagnvart þessu litla landi, Norður-Kóreu, og Kóreu allri.
Samkvæmt boðskap vestrænu heilaþvottavélarinnar, sem endurvarpað er samviskusamlega af íslensku fréttastofunum, eru stjórnvöld Norður Kóreu stórhættuleg umheiminum fyrir brjálsemi sakir. Þó eru þau, eftir að þau misstu bakhjarl sinn, heimskommúnismann, fyrst og fremst til að hlæja að, skv. sama boðskap. Samt er það svo að það er ekki brjálsemi og árásarhneigð Norður-kóreskra leiðtoga sem veldur spennunni þar. Ekki heldur leifar af „gagnkvæmri tortryggni“ Kalda stríðsins. Heldur hefur meginorsökin alla tíð verið botnlaus yfirgangur forysturíkis Vestursins gagnvart þessu litla landi, Norður-Kóreu, og Kóreu allri.
Til að skilja ástandið á Kóreuskaga er óhjákvæmilegt að seilast aftur í og aftur fyrir Kóreustríðið (1950-53). Jaltasamningurinn undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari gerði ráð fyrir sameiginlegu hernámi Kóreu af hálfu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna meðan hernám Japans væri upprætt. Kórea hafði þá verið undir grimmdarlegu japönsku hernámi frá 1910. En þegar Japanir höfðu gefist upp og áður en til hernáms landsins kom hafði þjóðfrelsishreyfing Kóreu komið upp ákveðnu stjórnkerfi sem borið var uppi af sk. „alþýðunefndum“ og miðstjórn þeirra, og stefndi á fullt sjálfstæði.
Sovétmenn sendu her inn í landið frá norðri en Bandaríkin sendu skömmu síðar miklu stærri her inn að sunnan og hernámu beinlínis suðurhluta landsins. Bandarísk herstjórn beitti strax yfirdrifnum herstyrk af því hún óttaðist hið pólitíska ástand innan landsins, nefnilega mikinn styrkleika kommúnista og eindreginna þjóðernis- og andheimsvaldasinna í þjóðfrelsishreyfingunni, ástand sem einkenndi flest hernámssvæði Japana í Austur-Asíu í stríðslok (eins og reyndar líka hernámssvæði Þjóðverja í Evrópu). Það gilti m.a. um Kóreu, allt Indó-Kína, Filipseyjar og ekki síst Kína.
Tuesday, January 2, 2018
Íran - leiðarvísir um valdaskipti
(birt á fésbók SHA 2. jan 2018)
Ali-Khalmenei æðstiklerkur segir óvini Írans standa að baki mótmælum
Ekki skal draga í efa raunverulega óánægju í Íran með spillingu og ójöfnuð. En ekki heldur efast um að óvinveitt veldi standi að baki og leiði uppþotin þar, eins og Írönsk stjórnvöld segja. Minna skal á CIA-stýrt valdarán gegn þjóðhollri stjórn Mosaddeghs 1953. (sjá hér)
Skoðið síðan vel þennan leiðarvísi til uppþota og valdaskipta í Íran, samin í tengslum við mótmælaölduna þar 2009. Hann var útgefinn af Brookings-stofnuninni, voldugustu utanríkis-hugveitu Bandaríkjanna. Kaflaskipting leiðarvísisins: 1. "Dissuading Tehran: The Diplomatic options" 2. "Disarming Tehran: The Military options" 3. "Toppling Tehran: Regime Change". Það eru svo undirkaflar við þennan punkt: f. "The Velvet revolution" g. "Inspiring an insurgency" h. "The coup: supporting a Military Move against the regime". (sjá heimild) Þarna er ekki farið í felur með neitt, skipulagning innri andstöðunnar og alþjóðleg fjölmiðlaherferð, og loks skipulagning valdaránsins. RÚV lætur sitt ekki eftir liggja.
Ali-Khalmenei æðstiklerkur segir óvini Írans standa að baki mótmælum
Ekki skal draga í efa raunverulega óánægju í Íran með spillingu og ójöfnuð. En ekki heldur efast um að óvinveitt veldi standi að baki og leiði uppþotin þar, eins og Írönsk stjórnvöld segja. Minna skal á CIA-stýrt valdarán gegn þjóðhollri stjórn Mosaddeghs 1953. (sjá hér)
Skoðið síðan vel þennan leiðarvísi til uppþota og valdaskipta í Íran, samin í tengslum við mótmælaölduna þar 2009. Hann var útgefinn af Brookings-stofnuninni, voldugustu utanríkis-hugveitu Bandaríkjanna. Kaflaskipting leiðarvísisins: 1. "Dissuading Tehran: The Diplomatic options" 2. "Disarming Tehran: The Military options" 3. "Toppling Tehran: Regime Change". Það eru svo undirkaflar við þennan punkt: f. "The Velvet revolution" g. "Inspiring an insurgency" h. "The coup: supporting a Military Move against the regime". (sjá heimild) Þarna er ekki farið í felur með neitt, skipulagning innri andstöðunnar og alþjóðleg fjölmiðlaherferð, og loks skipulagning valdaránsins. RÚV lætur sitt ekki eftir liggja.
Vaxandi viðsjár á Norðurlöndum 2017
(birtist á neistar.is 30 des 2017)
Stórstríð er í gerjun. Á Norðurlöndum færist það einnig nær. Á árinu 2017 var Ísland flækt betur í styrjaldarundirbúning Bandaríkjanna og NATO. Í júní og júlí stóð tveggja vikna NATO-flotaæfing við Ísland. Þar tóku þátt 2000-3000 manns frá 9 NATO-ríkjum. Tilefnið var sagt vera vaxandi umsvif rússneskra kafbáta á svæðinu. Keflavíkursamningurinn er í gildi og Pentagon hefur nú eyrnamerkt 1,5 milljarð króna til uppgerðar á flugskýlum sínum á Keflavíkurvelli. Það er fyrsta skref.
Í þrjár vikur í september sl. var NATO-heræfingin Áróra haldin í Svíþjóð, stærsta heræfing þar í landi eftir Kalda stríðið. Yfir 20 þúsund hermenn tóku þátt, frá a.m.k. 5 NATO-löndum auk Svíþjóðar og Finnlands. Svíþjóð lét af hlutleysi sínu 1994 þegar það gerðist aukaaðili að NATO undir yfirskriftinni „Partnership for Peace“. Og 2016 tók NATO næsta skref og gerði „gestgjafasamning“ við Svía: Svíþjóð heimilar NATO-æfingar í landi sínu, NATO fær að geyma hergögn í landinu og sendir mannafla með litlum fyrirvara ef ófriðlegt skyldi gerast. Í höfuðstöðvum NATO var heræfingin Áróra skýrð svo: „Í ljósi núverandi stöðu öryggismála, með auknum áhyggjum af rússneskri hernaðarvirkni, þá styrkir NATO samvinnuna við Svíþjóð og Finnland á Eystrasaltssvæðinu.“
Nýjustu fréttir frá Noregi: Í Noregi hafa þegjandi og hljóðalaust orðið brotthvarf frá upphaflegum NATO-skilmálum landsins frá 1949 þar sem sagði að ekki yrðu leyfðar í landinu herstöðvar eða herafli framandi hervelda á friðartímum. Nú hefur bandaríski flotinn viðvarandi herafla og hergögn á Værnes í Þrándheimsfirði. Og nú í desember er þar mættur bandarískur yfirhershöfðingi, Robert Neller, heldur fund með bandarískum hermönnum þar og segir: „Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en það er stríð á leiðinni.“ Neller kallar það stórstríð, „a big-ass fight“. Á sama fundi sagði undirforingi hans, Ronald Green: „We've got 300 Marines up here; we could go from 300 to 3,000 overnight.“ Norsk stjórnvöld hafa ekki hafnað þessum orðum herforingjans.
Subscribe to:
Posts (Atom)