Sunday, August 27, 2017

Viðbúnaðurinn gegn Norður-Kóreu beinist að Kína


Daginn áður enn aðalráðgjafi Trumps, Steve Bannon, yfirgaf Hvíta húsið sagði hann í viðtali að hamagangurinn á Kóreuskaga væri bara „aukasýning“ „sideshow“. Hins vegar: „The economic war with China is everything. And we have have to be maniacally focused on that... We’re at economic war with China. It’s in all their literature. They’re not shy about saying what they’re doing. One of us is going to be a hegemon in 25 or 30 years and its gonna be them if we go down this path.“ Sjá heimild. 

Svona umbúðalaust tal æðstu manna er glannalegt og Bannon var látinn fara. En auðvitað hafa glöggir menn séð þetta áður. Paul Craig Roberts skrifaði fyrir skömmu: „The Chinese government also is not stupid. The Chinese leadership understands that the reason for the N. Korean “crisis” is to provide cover for Washington to put anti-ballistic missile sites near China’s border.“ Sjá heimild. 

Í fyrradag sagði svo Trump að hann ætlaði að setja aftur aukinn kraft í Afganistanstríðið. Í Moskvu hugsuðu menn sitt um þessa vendingu í Washington. Adzhar Kurtov ritstjóri hjá Rannsóknarstofnun hermála skrifaði: „Behind all these bright-eyed statements about a certain new strategy in Afghanistan is a trivial position – to remove a rival or weaken him. Nowadays, the People’s Republic of China is the main rival of the US on the global arena,” Adzhar Kurtov said. He pointed to Beijing’s “serious plans for cooperation with Afghanistan, including in the economic sector“. Kurtov vísar sérstaklega til þess að Afganistan og Pakistan gegna mikilvægu hlutverki í áformum Kína um nýja „Efnahagsbelti silkivegarins“. Pakistan gerðist nýlega fullur meðlimur í „Samvinnustofnun Sjanghæ“ með miðstöð í Peking og í framhaldinu hótar nú Trump að stöðva efnahagsaðstoð USA við Pakistan. Sjá heimild.

Monday, August 21, 2017

Sýrlenskir flóttamenn snúa heim


SÞ-stofnunin International Organization for Migration (IOM) greinir frá að nú fjölgi mjög sýrlenskum flóttamönnum sem snúi heim, 600 þúsund það sem af er ári. Meirihluti þeirra er flóttafólk innan Sýrlands. Þetta eru straumhvörf í þróun stríðsins, þökk sé sigrum Sýrlandshers gegn innrásarherjum sem styðjast við NATO-ríkin og bandamenn við Persaflóa.


Skýrslan segir m.a. að meirihluti þeira sem snúa heim fari til Aleppó-stjórnsýsludæmis: "Half of all returns in 2016 were to Aleppo Governorate. The report shows that similar trends have been observed in 2017. Consequently, an estimated 67 per cent of the returnees returned to Aleppo Governorate" Áhugavert er að rifja upp áralangar hjartnæmar lýsingar RÚV á frelsisbaráttu uppreisnarmanna í Aleppo og sjá svo í ljósi þessa hverjir það voru sem í raun háðu frelsisbaráttu þar í borg. Sjá heimild. 

Monday, August 7, 2017

Hertar refsiaðgerðr gegn Rússum: djöflareið til styrjaldar

(birt á fésbókarsíðu SHA 6. ágúst 2017)

Í vikunni samþykkti bandaríska Þingið lagafrumvarp um „hertar refsiaðgerðir“ gegn Rússlandi, í reynd fullt viðskipta- og efnahagsstríð gegn landinu og endurkomu kalda stríðsins. Atkvæðatölurnar í Þinginu voru ótrúlegar, 98 gegn 2. Gegn voru aðeins Rand Paul og Bernie Sanders, sá síðari þó aðeins af því lögin beindust líka gegn Íran. Trump lýsti megnri óánægju með lögin, taldi þau „clearly unconstitutional“ en sagðist mundu samt undirrita. Enn ein niðurlægingin fyrir forsetann sem hér tapar stjórn utanríkismála í hendur þingsins þar sem haukar í báðum flokkum ráða för.


Lögin hafa valdið ólgu í Evrópu. Þau kveða nefnilega á um stofnun “Center for Information Analysis and Response” sem m.a. á að annast skráningu og skýrslugerð um rússnesk áhrif á kosningar, flokka og fólk – og líka í Evrópulöndum. Sem undirstrikar stöðu ESB-ríkja sem bandarískar hjálendur. Refsiaðgerðirnar skaða mjög beint evrópska hagsmuni, t.d. orkumálastefnu Þýskalands og þau fyrirtæki (þýsk og evrópsk) sem fjárfest hafa í jarðgasflutningnum mikla frá Rússlandi. Zypries orkumálaráðherra Þýskalands segir að bandarísku lögin stríði gegn þjóðarrétti.
Bandaríska djúpríkisvaldið hefur nú náð fullri stjórn mála eftir að hafa hnotið lítillega þegar það kom ekki óskafulltrúa sínum í Hvíta húsið. Algjört grunnstef þess í utanríkismálum nú er stríðsstefnan, fyrst gegn Rússlandi síðan Kína - og öllum bandamöannum þeirra, að tryggja að bandaríski bryndrekinn haldi sér á stríðsbrautinni til að viðhalda forræði USA og Vestursins. Um það snýst fárið um rússnesku „kosningaafskiptin“. Og, merkilegt nokk, líka hin sérstaka herferð bandarískrar pressu gegn Trump. Um þessa djöflareið til stryrjaldar skrifaði John Pilger í fyrradag: „On 3 August, in contrast to the acreage the Guardian has given to drivel that the Russians conspired with Trump ...the paper buried, on page 16, news that the President of the United States was forced to sign a Congressional bill declaring economic war on Russia. Unlike every other Trump signing, this was conducted in virtual secrecy and attached with a caveat from Trump himself that it was “clearly unconstitutional”.
A coup against the man in the White House is under way. This is not because he is an odious human being, but because he has consistently made clear he does not want war with Russia. This glimpse of sanity, or simple pragmatism, is anathema to the “national security” managers who guard a system based on war, surveillance, armaments, threats and extreme capitalism." Sjá heimild.