Friday, July 29, 2016

Hillary Clinton forsetaefni

Birtist á fésbókarsíðu SHA 28. júlí 2016

James Corbett hjá Global Research setur saman skilvirka bútasaums-ræmu um Hillary Clinton. Skv. honum er hún neo-con, kjarnorkustríðshaukur og Wall Street-leikbrúða. Sem er satt og rétt. Wall Street hefur fast grip um tögl og hagldir hvort sem D eða R situr í ökusæti. Vald stórbanka og vopnaframleiðenda reyndar enn beinna og traustara með Hillary. Ímyndað lýðræði dulbúið sem veruleiki, kjósendur án áhrifa á stjórnunina. Fólk í gildru valdsins og sýndarveruleikans. Orðrétt skrifar Corbett. „Heimurinn horfir á í hryllingi þegar Hillary Clinton er útnefnd sem forsetaefni Demókrataflokksins... Hillary Clinton er tilvistarógn við mannkynið... Samt halda leiðarvitar sk. „framsækinnar“ hreyfingar að það sé skylda vinstri manna að kjósa þennan stríðsæsingamann."

Margt bendir á mikla trú H. Clinton á hernaðarlegum lausnum. Skv Washington Times var ágreiningur innan Óbamastjórnarinnar gagnvart stríði gegn Líbíu 2011 Hillary beitti sér persónulega í málinu og dreifði því viðhorfi að Gaddafí undirbyggi þjóðarmorð á eigin þegnum, og tókst að sannfæra bæði Obama og NATO um að rétt væri að hefja stríð.

Vil svo nefna annað dæmi. The Intercept bendir á að H.Clinton standi hægra megin við George W Bush gagnvart Palestínu: "the Clinton-led Democratic Party’s hostility toward the most basic precepts of equality and dignity for Palestinians, and their willingness – their eagerness – to support and cheer for the most extremist Israeli acts of oppression, racism and decades-long occupation, is nothing short of despicable."

Saturday, July 23, 2016

Valdaránstilraun merki um klofning

Birtist á fésbókarsíðu SH 17. júlí 2016
Recep Erdogan

Robert Fisk skrifar að Tyrkland sé á barmi upplausnar (þó Erdogan herði sín einræðistök) og hann leitar skýringa í því hlutverki sem Tyrkland hefur tekið sér, að vera svæðisbundið verkfæri USA og Vestursins í hnattræna taflinu þar sem valdi er beitt: "Recep Tayyip Erdogan had it coming. The Turkish army was never going to remain compliant while the man who would recreate the Ottoman Empire turned his neighbours into enemies and his country into a mockery of itself." Og Fisk líkir þessu við eldra dæmi um sama hlutverk, hjá Pakistan: "When Turkey began playing the same role (as Pakistan) for the US in Syria – sending weapons to the insurgents, its corrupt intelligence service cooperating with the Islamists, fighting the state power in Syria – it, too, took the path of a failed state, its cities torn apart by massive bombs, its countryside infiltrated by the Islamists. The only difference is that Turkey also relaunched a war on its Kurds in the south-east of the country where parts of Diyabakir are now as devastated as large areas of Homs or Aleppo.

Thursday, July 21, 2016

Það sem lesa má úr „Brexit“

Birtist á bloggsíðu Alþýðufylkingarinnar 20 júlí 2016


Almenningur vann
Úrslit atkvæðagreiðslunnar um Brexit voru merkileg og sögulegur stórviðburður. Þarna tókust á almenningur sem vildi ráða eigin málum og hins vegar yfirþjóðlegt vald ESB-elítunnar. Almenningur vann. Annars vegar stóð hin fjölþjóðlega ESB-elíta, stjórnvöld Bretlands, fjármála- og bankavaldið, voldugustu fjölmiðlarnir, hins vegar almenningur. Almenningur vann. Ekki bara það. Nokkrir helstu ráðamenn Evrópuríkja gerðu sitt besta, Stoltenberg NATO-framkvæmdastjóri gekk fram fyrir skjöldu – og Obama forseti kom yfir hafið og hótaði Bretum verri viðskiptasamningum við Bandaríkin ef þeir kysu ekki rétt. Það dugði ekki til og almenningur vann. Í ESB-samhengi var kosningaþátttakan alveg óvenjulega mikil, 72%.

Eftir atkvæðagreiðsluna hefur her af breskum lögfræðingum lýst yfir að atkvæðagreiðslan sé auðvitað bara ráðgefandi. Og það er alls óvíst að hún verði staðfest af þinginu. Ég á eftir að sjá að Bretland yfirgefi ESB í þessari lotu. Valdakerfið í heilu lagi vinnur gegn slíku og vilji almennings fær yfirleitt litlu að ráða.

Hvað segja nú ráðamenn Brusselvaldsins? Þeir hrökkva ekki hátt þótt almenningur sé með uppsteyt. Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands og franski starfsbróðir hans, Ayrault, lögðu í júnílok fram stefnuplagg þar sem segir að svarið við Brexit sé meiri samruni innan ESB og minna þjóðlegt sjálfstæði aðildarríkja, m.a. á efnahags- og hernaðarsviði. Um þetta skrifaði Daily Mail 27 júní. Það sama er uppi á teningnum hjá forseta Evrópuþingsins, Martin Schulz, í grein í Frankfurter Allgemeine Zeitung 3. júlí. Þar segir hann að rétt svar við atkvæðagreiðslunni í Bretlandi sé að „breyta Framkvæmdastjórn ESB í raunverulega evrópska ríkisstjórn“, sem sagt taka stórt skref í átt til yfirþjóðlegs evrópsks stórríkis. Í áðurnefndri yfirlýsingu fylgdi Schulz eftir stefnumörkun sem hann gaf frá sér bara nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðsluna ásamt hinum fjórum forsetum ESB: Juncker forseta Framkvæmdastjórnarinnar, Tusk forseta Ráðherraráðsins,  Dijsselbloem forseta Evruhópsins og Draghi forseta Evrópska Seðlabankans. Þar kemur m.a. fram að fyrir 2025 skuli stofnanir ESB ákvarða fjárlög fyrir einstök aðildarlönd. Skoðanakannanir sýna hins vegar að í engu aðildarlandi vilja kjósendur aukið vald til stofnana ESB. En hvorki það né úrslit Brexit-kosninganna hefur nein áhrif á afstöðu Schulz og þessara toppmanna til áframhaldandi samrunaþróunar í álfunni.