Sunday, April 12, 2015

Nokkrar tesur um Úkraínudeiluna

(birtist á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 12. apríl 2015)Norrænn flugher

Norðurlönd "sameinast" sumsé gegn Rússum. Nú falla vötnin til stríðssjávar. 1) Últra hægristjórn rænir völdum í Kiev í febrúar 2014 undir leiðsögn CIA, sú stjórn hefur síðan verið vopnuð af USA. 2) NATO og einkum USA hafa flutt eldflaugaskotpalla og háþróuð vopn að vesturlandamærum Rússlands, nyrst sem syðst. 3) Svonefndur samstarfssamningur Úkraínu við ESB bætti næststærsta landi Evrópu við þessa víglínu. Þar sagði: „Samstarfssamningurinn mun stuðla að samlögun aðilanna á sviði utanríkis- og öryggismála og stefnir að dýpri þátttöku Úkraínu í evrópska öryggiskerfinu“. Þetta var meira en stórveldið Rússland gat þolað (sbr. hernám Krím m.m.). 4) Ný stjórnvöld Úkraínu breyta nú sögunni. Júsjenkó fyrrum forsætisráðherra, ástmögur Vesturlanda, veitti Bandera, fasistanum úr seinna stríði, orðuna "Hetja Úkraínu". Og nú segir Porosjenkó forseti að Stalín hafi hafið seinna stríð með Hitler. Hillary Clinton líkir Pútín við Hitler. 5) Gunnar Bragi ákveður að senda ekki ráðherra til Moskvu 9. maí á 70 ára friðarhátíð. Pólverjar ákváðu líka að hundsa Rússa á afmæli frelsunar Auschwitz (sem Rússar eða öllu heldur Sovétmenn frelsuðu) af því Pútín er skrímsli. 6) Nato mun halda stærstu loftheræfingu heimsins í Skandinavíu í vor um leið og Norðurlönd mynda bandalagið gegn Rússum. 7) Þingið og Fulltrúadeildin í Washington veita Obama umboð til að vopna Úkraínu og búa hana undir stríð.

No comments:

Post a Comment