(birtist á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 19. des. 2014)
Í USA hafa þingið og fulltrúadeildin samþykkt lagafrumvarp, "Ukraine Freedom Support Act". Þegar Obama hefur undirritað það er stórt skerf stigið í átt til stríðs, því lögin hljóða upp á umfangsmikla vopnaaðstoð Bandaríkjanna við úkraínska herinn ásamt þjálfun og hernaðarráðgjöfum. Með lögunum skuldbinda Bandaríkin sig ennfremur sig til að tryggja Úkraínu, Georgíu og Moldóvu stöðu sem "major non-NATO ally". Sú staða gefur eins konar aukaaðild að NATO fyrir lönd með mikla hernaðarlega þýðingu, og eykur mjög gagnkvæmar skuldbindingar þessara ríkja og NATO. Atburðarásin allt árið 2014 bendir eindregið til að USA (með bandamennina í eftirdragi) hafi ákveðið að taka uppgjör við Rússa NÚNA. Lagafrumvarpið má lesa hér.
Refsiaðgerðirnar og efnahagshernaðurinn gegn Rússum, þ.á.m. verðfelling Sáda á olíunni, er farinn að bíta. Rúblan hríðfellur svo nú fer að sverfa að almenningi. Verðbólgan fer upp í 10% og hörgull er á æ fleiri nauðsynjavörum vegna viðskiptahafta. Pútín talar opinskátt um það í ræðum að hugsun USA og NATO-veldanna með refsiaðgerðunum sé að valda ólgu meðal almennings og litabyltingu í stíl við Júgóslavíu og Úkraínu. Það mun vera raunsætt mat.
Dette er en pröve
ReplyDelete