[Á 4. og 5. áratug síðustu aldar var kommúnistahreyfingin helsta forustuafl alþýðu í baráttunni gegn nasisma og fasisma á heimsvísu. Og í seinna stríði voru það fyrsts og fremst Sovétmenn sem sigruðu og moluðu þýsku stríðsvélina. Ein helsta forsenda þess sigurs var fresturinn sem Sovétmenn keyptu sér með griðarsáttmálanum við Hitler 1939. Svo koma sagnfræðingar borgarastéttarinnar eins og Þór Whitehead og segja okkur að fasisminn og kommúnisminn hafi verið og séu bræður í anda og samherjar í raun. Neðanskráð grein er svargrein við bók Þórs, Milli vonar og ótta. Fyrir hana fékk Þór íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995. Á þessum tíma framstormandi frjálshyggju mætti bókin lítilli andstöðu meðal sagnfræðinga, og grein mín er áreiðanlega helstu andmælin úr þeim ranni. En burtséð frá skrifum Þórs Whitehead er þessi samningur Stalíns við Hitler heimssögulegur, og mjög mikilvægt að draga af honum rétta lærdóma.]
(Birtist í Morgunblaðinu 16. júní 1996)
ÞÓR Whitehead er langt kominn með að verða opinber sögutúlkandi íslenskrar utanríkisstefnu. Þar að auki er hann eitt helsta átórítet í akademískri umræðu um sögu íslenskrar kommúnistahreyfingar. Bæði þessi málefni eru mjög á dagskrá í síðustu bók hans, Milli vonar og ótta, sem færði honum Íslensku bókmenntaverðlaunin sem bestu bók síðasta árs á sviði fagbókmennta. Margt fróðlegt hefur Þór grafið úr fylgsnum heimildanna. Ég vil þó setja fram þessa spurningu: Er það sem hann skrifar um þessi mál e.t.v. fremur skilningshamlandi en skilningsaukandi?
"Kommúnasismi" sem tvíhöfða þurs
Milli vonar og ótta fjallar um fyrsta ár seinni heimsstyrjaldarinnar. Það er dramatískur tími í stjórnmálalífi Íslands og Evrópu, mjög markaður af griðasáttmála Hitlers og Stalíns. Yfirleitt hefur Þór Whitehead þann sið að láta "heimildirnar tala". Hann leggur lítt fram eigin túlkanir á atburðum þessara tíma heldur dregur hann saman mikið magn heimilda, birtir úrval af því og eftirlætur lesendum að draga ályktanir. En úrval þeirra heimildabrota sem Þór dregur fram og samhengið sem þær mynda leiða hins vegar lesandann að ákveðnum ályktunum. Og þetta samhengi litast mjög af lífssýn Þórs. Það á við um það sem hann ritar um framgöngu kommúnista, hérlendis sem erlendis, á umræddum tíma og um þau skrif langar mig að fjalla lítillega (og til þeirra vísar titill greinar minnar). Einn ritdómari dregur t.d. ályktun beint af þessu "tali heimildanna" hjá Þór og skrifar að kommúnistar hafi bersýnilega verið "helstu talsmenn nasista eftir að griðasáttmálinn var gerður" (Guðmundur Heiðar Frímannsson, Mbl. 20. des.). Þór setur aldrei fram svo grófa fullyrðingu berum orðum enda væri það ekki í samræmi við aðferð hans. Hann býr hins vegar til mynd þar sem slík fullyrðing liggur beint við en lætur ekki hanka sig á að koma með hana sjálfur. Myndin sem Þór dregur upp er raunar ekki ný. Hún er í meginatriðum lík málflutningi ráðandi afla þessara ára á Vesturlöndum og túlkun þeirra á griðasáttmálanum. Þór endurframkallar þá mynd einfaldlega með því að kalla á ný fram anda þessara ára. Að mínu mati er hér á ferðinni eitthvað annað en sagnfræði. Það er blaðamennska í sögulegu efni. Sagnfræðingur spyr spurninga, leitar hinna mögulegu skýringa og svara í heimildum sínum og tekur síðan afstöðu til þeirra. Þór veltir upp miklu söguefni að hætti blaðamanns en stoppar þar og eftirlætur lesendum að draga ályktanir.
En blaðamennska Þórs Whitehead er pólitísk, og stöku sinnum kemur hann með almennar "upplýsingar" sem í reynd eru pólitískt merktar túlkanir:
"Stalín mælti einnig svo fyrir að Alþjóðasamband kommúnista skyldi virkjað gegn Bandamönnum ... Á sama tíma höfðu kommúnistar á yfirráðasvæði Hitlers sig hæga ... Ráðstjórnin og Komintern höfðu afturkallað boðskapinn um samfylkingu gegn fasisma og fylktu í raun liði með nasistum og fasistum gegn "Bandamannaauðvaldinu""(bls. 60-61).
Að sögn Þórs bergmálaði þessi nýja stefna Stalíns og Kominterns strax í málflutningi kommúnista á Íslandi. Sem dæmi um það tilfærir hann brot úr grein eftir Halldór Laxness og túlkar hana á sinn hátt. Hann segir hana vitnisburð um að kommúnistar hér hafi strax þóst skilja hver væri "dulinn tilgangur Stalíns" með hinni nýju stefnu:
"Samfylking gegn fasisma" var úrelt orðin, því sáttmáli við Hitler, óvin siðmenningarinnar, þjónaði betur hagsmunum heimsbyltingarinnar ... Herjum Bandamanna og Þjóðverja blæðir út í langvarandi stríði, en Sovétríkin færa út landamæri sín í vesturátt og vígbúast í friði ... Í stað þess að haltra til framtíðarríkisins í hægfara samfylkingu gat óskadraumurinn um frelsun alþýðunnar þá ræst um alla álfuna, eins hratt og skriðdrekar hinnar stórkostlegu fimm ára áætlunar fengju sótt fram vestur á bóginn" (bls. 65).
Ofangreindar tilvitnanir og túlkanir draga upp eftirfarandi mynd: Í fyrsta lagi voru Stalín og Hitler bandamenn á þessu tímabili. Í öðru lagi hafði Stalín 1939 dulin plön um sórkostlega sókn vestur á bóginn. Í þriðja lagi gat Stalín, þegar honum hentaði, skipað fylgismönnum sínum á Íslandi sem annars staðar að gerast bandamenn fasista gegn sameiginlegum óvini beggja: lýðræðinu. Þeir hlýddu. Og þannig var línan fram á sumar 1941 þegar Hitler óforvarandis réðist á Stalín. Þá gerðust kommúnistar aftur andfasistar en svo langt nær raunar ekki bókin Milli vonar og ótta.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Monday, September 22, 2014
Monday, September 15, 2014
Liðsafnaður í ranga átt - á ný
(Birtist á Friðarvefnum 10. sept 2014)
Rússarnir koma!
Fjölmiðlafárið undanfarið um „innrás“ Rússa og „fulla þátttöku“ í stríðinu í Úkraínu átti að skapa aðstæður fyrir nánari tengingu Úkraínu við NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Bretlandi 4-5. september. Að sögn Camerons forsætisráðherra var verkefni fundarins einmitt að ákvarða tengsl Úkraínu við NATO og stefnu NATO gagnvart Rússlandi. Niðurstaða fundarins varð vissulega nánara samstarf NATO við Úkraínu og „full hernaðarleg samverkan“ þeirra á milli. Þá var samþykkt „aukin samstarfsaðild“ nokkurra landa að NATO, m.a. fyrrum Sovétlýðveldanna Georgíu og Moldóvu, ennfremur Finnlands og Svíþjóðar. Hins vegar settu miklar ófarir Úkraínuhers undanfarið gagnvart „aðskilnaðarsinnum“ í austurhéruðunum mark sitt á fundinn. Borgarastríð, klofið land og óskýr landamæri útilokar a.m.k. fulla NATO-aðild Úkraínu í bráð. Enn fremur varð vopnahléið sem samið var um milli stríðsaðila 5. september til þess að ögn hægði á refsiaðgerðunum ESB-ríkja gegn Rússlandi.
Hitler, Stalín og Chamberlain áttu sviðið 1939
Rússar lögðu undir sig Krímskagann í mars slíðastliðnum eftir afar andrússnesk valdaskipti/valdarán í Úkraínu. Yfirtaka Rússa varð að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu á skaganum sem tilheyrði Rússlandi frá 1783-1954 og er að mestu byggður Rússum. Þar hefur um aldir verið aðalflotastöð Rússa við Svartahaf. Leiðtogar NATO-landa fordæmdu aðgerð Pútíns sterklega, lýstu aftur á móti stuðningi við ný stjórnvöld í Kænugarði sem komu til valda í valdbyltingu og hafa síðan háð stríð gegn „aðskilnaðarsinnum“ í austurhluta landsins. Viðskiptabann og refsiaðgerðirnar gegn Rússum hafa þyngst stig af stigi. Hin meginviðbrögð Vestursins eru aukin hernaðarumsvif NATO í næsta nágrenni Rússlands og áköf umræða um nauðsyn þess að NATO þekki sinn vitjunartíma í Úkraínu. Vestrænir leiðtogar og vestræn pressa hafa leitað í ákafa að „smoking gun“ Pútíns í Úkraínudeilunni, leitað að sakarefnum til að hengja á hann sem árásaraðila, líkt og „gjöreyðingarvopnin“ voru hengd á Saddam Hussein 2003. Um tíma var það hollenska farþegaþotan, síðan NATO-myndir af rússneskum skriðdrekum í Úkraínu sem áttu að vera „smoking gun“.
Rússar lögðu undir sig Krímskagann í mars slíðastliðnum eftir afar andrússnesk valdaskipti/valdarán í Úkraínu. Yfirtaka Rússa varð að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu á skaganum sem tilheyrði Rússlandi frá 1783-1954 og er að mestu byggður Rússum. Þar hefur um aldir verið aðalflotastöð Rússa við Svartahaf. Leiðtogar NATO-landa fordæmdu aðgerð Pútíns sterklega, lýstu aftur á móti stuðningi við ný stjórnvöld í Kænugarði sem komu til valda í valdbyltingu og hafa síðan háð stríð gegn „aðskilnaðarsinnum“ í austurhluta landsins. Viðskiptabann og refsiaðgerðirnar gegn Rússum hafa þyngst stig af stigi. Hin meginviðbrögð Vestursins eru aukin hernaðarumsvif NATO í næsta nágrenni Rússlands og áköf umræða um nauðsyn þess að NATO þekki sinn vitjunartíma í Úkraínu. Vestrænir leiðtogar og vestræn pressa hafa leitað í ákafa að „smoking gun“ Pútíns í Úkraínudeilunni, leitað að sakarefnum til að hengja á hann sem árásaraðila, líkt og „gjöreyðingarvopnin“ voru hengd á Saddam Hussein 2003. Um tíma var það hollenska farþegaþotan, síðan NATO-myndir af rússneskum skriðdrekum í Úkraínu sem áttu að vera „smoking gun“.
Leiðtogar Norðurlanda láta ekki sitt eftir liggja. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar hefur lengi farið fyrir öðrum í harkalegum ummælumum Pútín: „Ég held að Krím sé bara upphitun… Ég er sannfærður um að eiginlegt markmið hans [Pútíns] er ekki Krím heldur Kíev, bætir Bildt við.“ Utanríkisráðherra Íslands fer í endurteknar heimsóknir til Kiev til að sýna stuðning sinn við stjórnvöld þar og lofar auknum framlögum til NATO. Á NATO-fundinum fengu Svíþjóð og Finnland, sem áður töldust hlutlaus ríki, viðurkennda „aukna samstarfsaðild“ landanna að NATO. Danmörk ákvað nýlega að taka beinan þátt í skotflauganeti NATO sem beinist auðvitað gegn Rússlandi, þó formelga beinist það gegn „ónefndum óvini“. Og ekki þarf að hvetja hinn herskáa Noreg sem hefur tekið þátt í 8 styrjöldum Bandaríkjanna og NATO frá 1990.
Hörð viðbrögð Vestursins gegn Rússum eru knúin áfram af Bandaríkjunum. Fyrir bandaríska þinginu hefur síðan í vor legið frumvarp, sk. The Russian Aggression Prevention Act sem gefur Úkraínu (og Georgíu og Moldóvu) stöðu sem de facto NATO-ríki. Verði frumvarpið samþykkt gerir það stríðið í Úkraínu að málefni NATO, eða eins og þar segir: “Provides major non-NATO ally status for Ukraine, Georgia, and Moldova for purposes of the transfer or possible transfer of defense articles or defense services.” Í tengslum við innlimun Krímskagans fóru áhrifamenn í bandarískum utanríkismálum, svo sem Zbigniew Brzezinski, John McCain og Hillary Clinton að líkja atburðinum við aðdraganda seinna stríðs, líkja innlimun Krím við innlimun Austurríkis 1937 og Tékkóslóvakíu 1938 og þar með líkja Pútín við Hitler. Framantalið áhrifafólk fólk er reyndar ekki við völd. Yfirmenn bandarískra hermála voru í fyrstu talsvert varkárari en í júlí kom yfirmaður bandaríska herráðsins (Joint Chiefs of Staff) með herskáar yfirlýsingar og líkti innlimun Krímskaga við innrás Sovétríkjanna í Pólland 1939.
Subscribe to:
Posts (Atom)