Thursday, June 26, 2014

Frjálslyndur heimsvaldaáróður

(Birtist á Fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 23. júní 2014)
Áróður fyrir stórveldaíhlutunum er nú FRJÁLSLYNDUR, fyrir mannúð og mannréttindum. Ólíkt kynþátta- og herraþjóðarhyggju 19. aldar eða andkommúnisma kalda stríðsins. Árið 2005 komu heimsvaldasinnar í gegn í Allsherjarráði SÞ nýju prinsippi, um „verndarskyldu“ sk. „alþjóðasamfélags“, Responsibility to Protect, skammstafað R2P. Áður höfðu CIA og Pentagon séð að beinn stuðningur frá CIA beinlínis skaðaði skjólstæðinga þeirra. Í staðinn voru National Endowment for Democracy stofnuð, fjársterk mjög sem mynduðu um sig net formlega frjálsra mannréttindasamtaka (NGO´s) eins og Freedom House, Human Rights Watch og miklu fleiri, auk samtaka í viðkomandi landi. Aðferð við íhlutanir undanfarin ár er nú þessi: „Mannréttindasamtökin“ stunda ófrægingarherferð gegn stjórnvöldum sem grafa skal undan, innan lands og alþjóðlega. Í aðdraganda Líbíustríðs var bænaskrá um hernaðaríhlutun undirrituð af 70 slíkum samtökum send Ban-ki Moon. „Mannréttindasamatökin“ blanda sér í mótmælaaðgerðir almennings undir frjálslyndum og jafnvel RÓTTÆKUM slagorðum. En jafnhliða smeygja sér þar inn hryðjuverkaútsendarar til að framkalla hörð viðbrögð stjórvalda svo að leiði til hernaðarátaka. Vestræn pressa talaði um „arabískt vor“ í Sýrlandi en frá upphafi ólgunnar þar 2011 heyrðist af þúsundum fallinna Sýrlenskra stjórnarhermanna. Það sama í Líbíu, ný rannsókn sýnir að ofbeldið hófst innan raða andstöðuaflanna.  Alveg eins í Úkraínu. Fasískir flugumenn Vesturvelda mögnuðu ofbeldið á Frelsistorgi, skutu fólk m.a. af húsþökum og komu sökinni á stjórnvöld með hjálp heimspressunnar. Eftir að vopnuð átök hefjast fer eftir atvikum hvort beitt er beinni vestrænni íhlutun eða staðgengilsstríði. EN AÐFERÐIN HRÍFUR. Ólíkt t.d. Íraksinnrás 2003 styðja Vesturlönd nú herferðirnar einarðlega og einum rómi. Og FRIÐARHREYFINGIN ER LÖMUÐ. Okkar SHA hafa t.d. nánast ekki mótmælt herferðunum nýju, ólíkt Íraksstríðinu 2003.

No comments:

Post a Comment