Monday, September 7, 2020

Heimsvaldastefnan – með meginfókus á þá bandarísku. Fyrri grein

 (birt á Neistum 6. ágúst 2020)

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá glæpnum gegn mannkyni þegar bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma. Glæpurinn var réttlættur með endalausum lygum og skipulegum stríðsáróðri. Sami stríðsáróður frá sama stríðsaðila beinir nú spjótum sínum skipulega að nýjum andstæðingi – Kína. Bandaríkin hafa komið fyrir yfir 400 herstöðvum umhverfis Kína auk gríðarlegrar og hraðvaxandi flotauppbyggingar á Kyrrahafssvæðinu. Samhliða þessari uppbyggingu hefur „stríðið langa“ í Austurlöndum nær geysað það sem af er 21 öldinni. Bandaríkin hafa (2019) einhliða sagt sig frá samningum um takmörkun kjarnorkuflauga (INF, frá 1987). Alls 30 aðildarlönd SÞ stynja nú undan bandarískum efnahagslegum refsiaðgerðum af einhverju tagi. Formlega snúast þær um „lýðræði“ en raunveruleikinn er keppnin um heimsyfirráð.

Hvað hreyfiöfl knýja slíka atburðarás? Í tveimur greinum verður hér fjallað um heimsvaldastefnuna, hæsta stig auðvaldsins – og beina þær ljósinu sérstaklega á þá bandarísku, samt alls ekki eingöngu. Fyrri greinin fjallar einkum um efnahagslega hlið málsins en sú síðari um pólitíska og hernaðarlega hlið. Hryggjarstykki greinarinnar er fyrirlestur sem fluttur var á fundi hjá Sósíalistaflokknum að Borgartúni 1, fjórða júlí sl.


Hugtak sem hvarf

Þegar Bandaríkin herjuðu í Víetnam og Indó-Kína kringum 1970 hrópuðu vinstri menn um allan heim vígorð gegn „heimsvaldastefnu Bandaríkjanna“. Árið 1970 var íslenska Víetnamhreyfingin stofnuð og lýsti yfir á stofnfundi: „Víetnamhreyfingin styður þjóðfrelsisbaráttu Víetnama og baráttu gegn heimsvaldastefnunni um allan heim.“ Árið 1972 breyttist hún í Víetnamnefndina með víðtæku samstarfi vinstri hreyfinga. Fyrsta kjörorð hennar var: „Fullur stuðningur við Þjóðfrelsishreyfinguna (FNL)!“ og annað kjörorð var „Berjumst gegn bandarísku heimsvaldastefnunni!“ Málið var stuðningur við „þjóðfrelsisbaráttu“ þjóða undan heimsvaldastefnu. Þetta var róttæk og framsækin hreyfing..

Á 9. áratug hélt stuðningsstarf við þjáðar þjóðir áfram en innihaldið breyttist. 1985 hófust „Life aid“ tónleikarnir með söfnunarstarfi vegna hungurs í Afríku. Þá fóru jafnvel róttæklingar á Vesturlöndum að syngja „We are the world.. so let´s start giving“ eða „Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim, sem minna mega sín“. Andheimsvaldabaráttu var skipt út fyrir BORGARALEGT LÍKNARSTARFF sem minntist ekki á heimsvaldastefnuna.

Þegar Bandaríkin réðust á Írak 2003 með stuðningi „viljugra ríkja“, þ.á.m. Íslands, var andstaða vinstri manna mjög massíf, en hugtakinu „heimsvaldastefna“ var þá almennt sleppt. Þegar hins vegar NATO, vestrænir herir og staðbundnir bandamenn hafa ráðist á Afganistan, Líbíu eða Sýrland á 21. öldinni hafa vinstri menn vítt um heim veitt því litla mótstöðu, og vestræn friðarhreyfing sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa stutt þessi stríð alveg óháð því hvort ráðherrarnir eru til hægri eða vinstri.

Í inflytjendaumræðunni er sama borgaralega líknarhugsun ráðandi. Góðir og „líknsamir“ vinstri menn og andrasistar sjá nú helstu von fyrir íbúa Afríku í leyfi þeirra til að flýja til Evrópu.


Klassísk greining á heimsvaldastefnunni

Í sögulegu samhengi er áhrifamesta ritið um heimsvaldastefnuna bók Leníns frá 1917 (rituð 1915), Heimsvaldastefnan: hæsta stig auðvaldsins. Í apríl í vor voru 150 ár liðin frá fæðingu Leníns. Í þessari bók dró hann saman meginþætti heimsvaldastefnunnar/ imperíslismans í eftirfarandi skilgreiningu: „Imperíalisminn er kapítalismi á því þróunarstigi er drottinvald einokunar og fjármálavalds festir sig í sessi, þegar fjármagnsútflutningur hefur öðrast áberandi áhrif, þegar hafin er skipting heimsins milli alþjóðlegra hringa og lokið er skiptingu á öllum löndum jarðarinnar milli voldugustu auðvaldsríkjanna.“ (Heimsvaldastefnan... bls 117) Lenín nefndi heimsvaldastefnuna „einokunarstig auðvaldsins“ sem komin var í stað kapítalisma frjálsrar samkeppni. Annað grundvallareinkenni hennar var fjármagsútflutningurinn, erlendar fjárfestingar. Tilvitnun: „Vöruútflutningur var einkenni gamla auðvaldsins þegar frjáls samkeppni var alls ráðandi. Útflutningur fjármagns er orðið einkenni nútíma kapítalisma þar sem einokun drottnar“ (Heimsvaldastefnan.. bls. 79).

Heimsvaldastefnan. Hæsta stig auðvaldssins.
Lenín 150 ára í ár. Höfundur klassísks rits um efnið.

Samkvæmt þessari greiningu var heimsvaldastefna/imperíalismi orðin ríkjandi formgerð kapítalismans um aldamótin 1900. Og samkvæmt þessum skilningi er heimsvaldastefnan í grundvallaratriðum EKKI HUGMYNDALEGS EÐA SIÐFERÐILEGS EÐLIS HELDUR ER HÚN SJÁLFT EFNAHAGSKEFI KAPÍTALISMANS á ákveðnu þróunarstigi, „it's way of life“. Og hún er skilgreind sem „HÆSTA STIG AUÐVALDSINS“ sbr. titil bókarinnar.

Þessi greining varð klassísk meðal marxista, og heimsvaldastefnan í þessari merkingu varð algert lykilhugtak í sósíalískri og andkapítalískri baráttu á 20. öld. Barátta gegn henni varð ANNAR AF TVEIMUR MEGINÞÁTTUM BYLTINGARSINNAÐS STARFS gegn kapítalismanum og fól öðru fremur í sér stuðning við baráttu í 3. heiminum til að losna úr arðránskerfi heimsvaldastefnunnar. Skýringarlíkan Leníns reyndist öðrum skýringum frjórra við að greina hreyfiöflin að baki heimsstyrjöldunum tveimur. Á eftirstríðsárunum og enn frekar frá og með sjöunda áratugnum var þessi klassíska greining á heimsvaldastefnunni í mikilli almennri notkun, á vinstri væng stjórnmála og ekki síður í „þriðja heiminum“ þar sem frelsisstríð og byltingar geysuðu og beindust gegn fjötrum nýlendutímans.

Eftir seinna stríð einkenndist heimskapítalisminn af mikilli drottnunarstöðu Bandaríkjanna, ný-nýlendustefnu (neocolonialism) sem kom í stað nýlendustefnu og nýlendustjórnar, ójöfnum viðskiptum milli þróunarlanda og iðnríkja – og skuldafjötrum. Heimsvaldasinnar drógu ekkert úr hernaðarlegum yfirgangi sínum vegna þessa. Fyrstu áratugi eftir stríð herjuðu Bandaríkin hvað mest í Austur Asíu en frá 9. áratug beindist sóknin mest að Miðausturlöndum og Mið-Asíu. Þetta tengdist annars vegar hernaðarlegum óförum í Indókína og hins vegar efnahagsvægi olíunnar og uppkomu olíudollarakerfis (felur í sér olíukaup gegn herðanaðaraðstoð, jafnframt skyldi öll olía keypt í dollurum svo dollarinn varð ríkjandi gjaldmiðill heimsviðskipta í stað gulls – og stöðugur https://steigan.no/2017/10/slik-oppsto-petrodollaren/ ).

Fram komu marxísk skrif sem aðlöguðu hina eldri greiningu að þessum veruleik s.s. eftir Harry Magdoff, Paul Baran og Samir Amin. Þessir fræðimenn héldu sig við kenningu Leníns en aðlöguðu hana að áorðnum breytingum, að þeirra mati hélt efnahagskerfi heimsvaldastefnunnar öllum sömu grundvallarþáttum sínum á 20. öld, einkennum sem voru komin fram 1915. Sjá t.d: https://monthlyreview.org/2019/07/01/late-imperialism/


Greiningin úrelt?

Eftir „fall kommúnismans“ um 1990 datt hugtakið heimsvaldastefna hins vegar að mestu úr almennri pólitískri umræðu, einnig á vinstri væng. Það var ekki afleiðing af neinum fræðilegum deilum eða uppgjöri heldur gerðist það á vettvangi stjórnmálanna. Það hélst auðvitað í hendur við lækkandi gengi sósíalismans á hinu pólitíska markaðstorgi. Umræða um sósíalismann sem valkost hvarf bara úr umræðunni, umræða um grunnstoðir og gangverk kapítalismans sömuleiðis. „There is no alternative“ var vígorð Möggu Thatcher á 9. áratug, og eftir 1990 hættu megnistraums vinstriflokkar líka að tala um valkost við kapítalismann.

Jafnframt datt hugtakið heimsvaldastefna úr orðræðunni. Það hafði stórfelldar pólitískar afleiðingar. Ein er sú að algengt að yfirlýstir vinstri flokkar og m.a.s. yfirlýstir sósíalistar styðji við heimsvaldastefnuna í nýrri birtingarmynd hennar, svonefndri „hnattvæðingu“, að þeir séu beinlínis baráttumenn hins frjálsa flæðis hnattvæðingarinnar, í liði með t.d. Brusselvaldinu og hnattvæddum auðhringum í því að „opna markaðina“ og „opna landamærin“. Sú vinstrimennska kennir sig gjarnan við „alþjóðahyggju“ en ég vil kalla hana „hnattvæðingarvinstrið“.

Þessi tegund af vinstrimennsku styður jafnvel stríðsrekstur NATO-velda um veröldina. Nú er hægt að kalla sig vinstrimann og samtímis styðja heimsvaldasinnuð stríð og valdaskiptaaðgerðir. Um leið er auðvitað viðhöfð róttæk mælskulist: Viðkomandi heimsvaldabrölt er túlkað sem „framsækið“, sem barátta fyrir mannréttindum og frelsi gegn harðstjórn og kúgun. Það þarf þó ekki vinstrimennsku til að túlka málin þannig, heimsvaldasinnar hafa sjálfir háþróað aðferðir sínar við að markaðssetja stríðin, einmitt sem „framsæknar“ aðgerðir og mannúðaríhlutanir.

Þetta á við um í stríðin í Júgóslavíu, Afganistan, Írak, Líbíu, Sýrlandi eða valdaskiptaaðgerðir og litabyltingar í Serbíu eða Úkraínu. Vígvæðing og efnahagsstríð gegn Rússum fallur í sama flokk. Með seinna Íraksstríðið 2003 að nokkru leyti undanskilið hefur vinstri vængurinn stutt þessar aðgerðir litlu síður en sá hægri. Vestræn friðarhreyfing hefur haft lágt um þær og ekki vakið neina fjöldabaráttu gegn þeim.

Það er ástæða til að gefa gaum að „marxískum“ endurskoðunum á klassískri greiningu heimsvaldastefnunnar. Eitt dæmi var þegar fyrrum marxistarnir Michael Hardt og Antonio Negri gáfu árið 2000 út bókina Veldið (Empire) sem sló rækilega í gegn í sölu. https://1lib.eu/book/768938/8a9054?regionChanged=&redirect=476437 Þar kemur fram að heimsvaldastefnan sé ekki lengur til, henni hafi verið skipt út með hnattrænni efnahagseiningu sem þeir nefna „Veldið“ sem feli í sér sameinaðan og ríkislausan heimsmarkað. Þróun stórauðmagnsins liggur í átt til opnunar allra markaða, sem er framsækið að þeirra mati. Hnattvæðingin gerir okkur frjálsari og jafnframt fjarlægir hún allar þjóðlegar hindranir, það er mikil tímaskekkja að verja þjóðlegt sjálfstæði. Í stað þjóðlegra verkalýðsstétta tekur við „mergð“ á ferð og floti yfir öll landamæri, gistiverkafólk jafnt sem ólöglegir innflytjendur. Hardt og Negri litu á Víetnamstríðið sem síðasta stríð í heimsvaldasinnaðri viðleitni Bandaríkjanna. Bókin „Empire“ sló rækilega í gegn í sölu. Það ber að skoða í ljósi þess að kenningar bókarinnar samræmast á mjög marga vegu kraftlínum ríkjandi þróunar kapítalismans og studdu hana.


Heimsvaldastefnan eftir 1990 – sama efnahagskerfi en lengra þróað

Það var heimsvaldastefna 19. aldar, nýlendukerfið og nýlendustefnan, sem segja má að hafi strandað í Indó-Kína og Afríku á 8. áratug. En kapítalísk heimsvaldastefna í þeirri nýju gerð sem Lenín lýsti 1915 var ekkert á förum. Við tók nýnýlendustefna, skuldakreppa þróunarríkja, síðan vaxandi „hnattvæðing auðhringanna“ á 9., 10. áratug og áfram.

Heimsvaldastefnan hafði ekkert hægt á sér eða breyst í megindráttum þegar hætt var að nota hugtakið um 1990. Öðru nær, hinir tilgreindu megindrættir hennar héldust, urðu enn skarpari og háþróaðri. Já, allir: samþjöppun auðmagnsins, drottnun risaauðhringa, aukið vægi fjármálaauðmagnsins, fjármagnsútflutningurinn og skipting jarðkúlunnar í áhrifasvæði.

Og vestræn heimsvaldastefna fékk nýtt olnbogarými: Frá 1990 opnuðust fjármagnsflæðinu greiðari leiðir yfir landamæri, ekki síst við fall Austurblokkarinnar og innkomu Kína á hinn kapítalíska heimsmarkað. Tímann sem þá tók við má kenna við ofurvöxt fjölþjóðlegra auðhringa á heimsmarkaðnum og við hnattvæðingu eða glóbalíseringu.

Hnattvæðingin (glóbaliseringin) fór á fulla ferð á hugmyndalegum grundvelli nýfrjálshyggjunnar á 9. áratug, þ.e.a.s. Reagan-Thatchertímanum, og er af marxistum gjarnan nefnd „neoliberal globalization“. Nýfrjálshyggjan felur í sér vald markaðsaflanna og aðlögun einstakra landa að heimsmarkaði. Samhliða einkavæðingu og markaðsvæðingu í einstökum löndum fól stefnan í sér „opnun markaðanna“ út á við, frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu um sem stærst svæði, yfir öll landamæri og milli heimshorna. Semsé að fjarlægja allt þjóðlegt skipulag framleiðslu og þjóðlega stjórnun í þágu fjármagnsfrelsis og opnun heimsins fyrir skilvirkara arðráni en áður. Frjálshyggja Chicago-skólans, sem einnig varð ráðandi á Wall Street, fól í sér að gera skyldi heiminn að einu frjálsu athafnasvæði auðhringanna. Fyrir æ þrengri hnattrænar fjármálaelítur eru þjóðríkin tímaskekkja og ber að skerða fullveldi þeirra sem mest.

VERKFÆRI hnattvæðingar urðu m.a. yfirþjóðleg svæðisbundin ríkjabandalög eins og ESB og EES, eftir Maastricht-samning 1992, NAFTA og ASEAN í Ameríku og Asíu, stofnanir eins og WTO, AGS, OECD, auðhringaklúbbar eins og World Economic Forum og samningar eins og TISA og TTIP. Öll hafa þau það meginhlutverk að tryggja frjálst flæði fjármagns eftir hnattvæðingarreglunum og að takmarka sem mest möguleika þjóðríkja og þjóðþinga til að stjórna eigin efnahagsmálum. Það var kjarninn í Maastricht-samningnum og EES-samningnum. Samkvæmt hnattvæðingarreglunum yfirkeyrir hnattrænt auðmagn sjálfsstjórn og skipulag þjóðríkja. Hugmyndafræðin að baki, sem kalla má hnattvædda markaðshyggju (neoliberal globalism), hefur verið ríkjandi hugmyndafræði í heimskapítalismanum a.m.k. frá 1990.


Samþjöppun fjármálavaldsins

Samkvæmt hinni klassísku greiningu Leníns varð þróun kapítalismans yfir á himsvaldastig samfara EINOKUNARÞRÓUN í iðnaðinum og síðan samruna bankaauðmagns og iðnaðarauðmagns og tilurð FJÁRMÁLAFÁVELDIS. Bankarnir urðu herrar iðnaðarins og fjármálaauðvaldið fékk ríkjandi stöðu í efnahagslífinu. Frá því Lenín ritaði þetta eru liðin rúm 100 ár. Síðan hefur samþjöppun auðmagnsins aukist gríðarlega og drottnunarstaða fjármálaauðmagnsins ekki minnkað heldur stórlega styrkst. Allir stærstu iðnaðarauðhringar hins vestræna heims eru í eigu fjármálaauðmagsins og fjármálaauðmagnið er í eigu örfárra fjármálarisa, svo 26 ríkustu auðmennirnir eiga í dag jafn mikið og helmingur jarðarbúa.

Samþjöppun þessi er hvergi lengra komin en í Bandaríkjunum. Þar eru stóru bankasamsteypurnar, Bank of America, JP Morgan, Citigroup, Wells Fargo, Goldman Sachs og Morgan Stanley, allar samfléttaðar gegnum gagnkvæma hlutabréfaeign og gagnkvæmar stjórnarsetur. ÞÆR EIGA HVER AÐRA. Þær eiga það ennfremur sameiginlegt að meginhluthafar í þeim öllum – og vice versa – eru fjórir fjármálarisar, „The Big Four“: BlackRock , State Street Corporation, Vanguard Group, og FMR (Fidelity). Þessi hópur hefur yfirstjórn á auðhringum hins vestræna heims, hvort sem það eru Alcoa, Boeing, Lockheed Martin, Coca-Cola, Exxon Mobil, Hewlett Packard, Mc Donalds, Wal Mart, Time Warner, CBS eða Walt Disney. https://steigan.no/2017/12/tre-selskaper-eier-de-storste-korporasjonene-i-usa-2/ Sömu fjármálasamsteypurnar ráða sem sagt vopnaframleiðslunni, eiga helstu olíufélögin og ráða öllum stærstu fjölmiðlarisunum sem matreiða heimsmyndina fyrir hinn vestræna heim. Þarna – hjá fjármálafáveldinu – liggur valdið. Það skiptir engu meginmáli hvort forsetinn heitir Barak Obama eða Donald Trump. Framantaldir fjármálarisar mynda efnahagslega kjarnann í vestrænni heimsvaldastefnu sem vinnur dag og nótt að því að gera heiminn að einu frjálsu og sjálfstýrðu athafnasvæði auðhringanna.


Útvistunin

Lengst af 20. öld ágirntust heimsvaldasinnar vanþróuð „þriðjaheimslönd“ einkum vegna þeirra AUÐLINDA sem þar var að finna og sóttu þangað náttúruauðævi og landbúnaðarvörur meðan iðnframleiðslan fór að mestu fram í hinum iðnvædda „fyrsta heimi“.

Helsta einkenni þróunarinnar frá 10. áratug 20. aldar hefur verið HNATTRÆNN TILFLUTNINGUR IÐNAÐARFRAMLEIÐSLUNNAR, frá norðri til suðurs. Framleiðslan er skipulögð í hnattrænni vörukeðju undir stjórn hringanna í „norðrinu“. Ýmist er framleiðslukeðjan í beinni eigu þeirra eða henni er útvistað til „undirvektaka“ í suðrinu, sem eru millistig á milli beinnar erlendrar fjárfestingar og eiginlegrar verslunar.

Að stórum hluta hefur þessi hnattræni tilflutningur gerst í formi sk. „útvistunar“ auðhringanna á fyrirtækjum og framleiðslustörfum til þróunar- og lágkostnaðarlanda, þ.e.a.s. auðvald iðnríkjanna hefur flutt erlendar fjárfestingar sínar þangað þar sem laun eru aðeins brot af verkalaunum í þróuðum löndum.

Bandaríski hagfræðingurinn John Bellamy Foster skrifar: „Meginatriðið er tilflutningur framleiðsluiðnaðar á seinni áratugum frá hinu hnattræna Norðri til hins hnattræna Suðurs. Hlutfall þróunarríkja af iðnaðaratvinnu hafði um 1980 vaxið upp í 52%; og 2012 hafði það vaxið upp í 83%.“ Tilflutningurinn hefur aðeins einn tilgang, að auka gróðann og arðránið. Hnattræn tilfærsla framleiðslunnar felur EKKI Í SÉR DREIFINGU AUÐS OG VALDS, öðru nær. Bellamy Foster áfram: „Að baki þessu standa risavöxnu einokunarhringarnir sjálfir. Tekjur 500 stærstu einkafyrirtækjanna jafngilda 30% af samanlögðum heildartekjum í heiminum... 96% þeirra hafa höfuðstöðvar í aðeins átta löndum, eru löglega skráð sem hlutafélög í aðeins átta löndum og yfirstjórnir þeirra sitja í átta löndum, kjarnaríkjum auðvaldsins..“ https://monthlyreview.org/2015/07/01/the-new-imperialism-of-globalized-monopoly-finance-capital/ Hér má bæta við að samkvæmt Investopedíu eru 10 stærstu hnattrænu stórfyrirtækin bandarísk. https://www.investopedia.com/articles/active-trading/111115/why-all-worlds-top-10-companies-are-american.asp

Þessi þróun gengur undir nafninu „lágkosnaðarlanda-strategían“. Nútíma heimsvaldastefna. Þetta er einfaldlega aðferð hinna fjölþjóðlegu auðhringa til að hagnýta sér misskiptinguna í heiminum. Auk þess að auka gróða hringanna til skamms tíma virkar þessi nýting á hinum réttindasnauða og lítt skipulagða verkalýð þróunarríkja til að þvinga smám saman niður verð kaupgjaldsins á heimsvísu – verkalýður „kjarnalanda“ má þá bjóða niður laun sín til að reyna að vera samkeppnisfær við verkalýð „jaðarlandanna“.

1 comment:

  1. Halló og velkomin í Spotlight Global Financial Services, Ég heiti Claudia Klein, ég er lánveitandi og einnig fjármálaráðgjafi.

    Vantar þig sárlega fjárhagslega styrkingu? Þarftu lán í ýmsum tilgangi? ef svar þitt er já, mun ég ráðleggja þér að hafa samband við fyrirtækið mitt í gegnum | spotlightglobalservices@gmail.com | eða sendu okkur skilaboð á WhatsApp: +4915758108767 | og hafðu lán á reikningnum þínum innan sólarhrings vegna þess að við bjóðum upp á framúrskarandi lánaþjónustu um allan heim.

    Við bjóðum upp á alls konar lánaþjónustu (Persónulegt lán, viðskiptalán og margt fleira), við bjóðum bæði langtímalán og skammtímalán og einnig er hægt að taka allt að 15 milljónir evra að láni. Fyrirtækið mitt mun hjálpa þér að ná ýmsum markmiðum með fjölbreyttu úrvali lánavara.

    Við vitum að það að fá lögmæt lán hefur alltaf verið mikið vandamál Fyrir einstaklinga sem eiga í fjárhagsvandræðum og þurfa lausn á því, þá eiga mjög margir í erfiðleikum með að fá hlutabréf lán frá sínum bönkum eða öðrum fjármálastofnunum vegna mikilla vaxta hlutfall, ófullnægjandi veð, hlutfall skulda af tekjum, lágt lánshæfiseinkunn eða af öðrum ástæðum.

    Ekki fleiri biðtímar eða streituvaldandi bankaheimsóknir. Þjónustan okkar er í boði allan sólarhringinn - þú getur fengið lán og klárað viðskipti hvenær sem er og þú þarft.

    Við bjóðum upp á 24 tíma lánaþjónustu í heimsklassa. Fyrir fyrirspurnir / spurningar? - Sendu tölvupóst á | spotlightglobalservices@gmail.com | eða sendu okkur skilaboð á WhatsApp: +4915758108767 | & fá svar á svipstundu

    Þú getur auðveldlega skoðað okkur á heimasíðu okkar í gegnum: https://spotlightglobalfin.wixsite.com/financial

    Fjölskylda þín, vinir og samstarfsmenn þurfa ekki að vita að þú hefur lítið af peningum, skrifaðu bara til okkar og þú færð lán.

    Fjárhagslegt frelsi þitt er í þínum höndum!

    ReplyDelete