Monday, March 11, 2019

Netárás á Venesúela?

 (birtist á fésbók SHA 11. mars 2019)
                                             Caracas myrkvuð - eftir netárás?
                                         
Nicolas Maduro fullyrðir að stórfelld netárás hafi verið gerð á rafkerfið í Venesúela, og bendir á USA sem líklegasta sökudólg. Kanadíski höfundurinn Stephen Gowans færir rök fyrir að ásökunin sé ekki langsótt. Hann vitnar í New York Times frá því fyrr í vetur. Þar kemur fram að USA hefði hernaðaráætlun um netárás á dreifikerfi rafmagns í Íran ef skerast skyldi í odda milli landanna. Ennfremur segir þar „Such a use of cyberweapons is now a key element in war planning by all of the major world powers.“ NYT minnir á að USA og Israel hafi þegar gert stórfelldar netárásir á rannsóknarstöðvar Írans fyrir auðgun úrans. Nú um stundir hefur USA ennþá meiri áhuga á Venesúela en Íran. Er þá ekki netárás þar nærtækt snjallræði?

No comments:

Post a Comment