Monday, April 30, 2018

Rússar mæta í Hag með Douma-vitni

(birtist á Fésbók SHA 27. apríl 2018)


Rússar mæta í Hag með slatta af vitnum frá Douma. Með nokkur af fórnarlömbum umræddrar klórgas-árásar (vitni sem eru á hinum heimsfrægu fréttamyndum) og lækna og starfsfólk af þessari bráðavakt sem er sú eina í Douma. Þeir vitna um að á bráðavaktina hafi hafi komið fólk í andnauð og jafnvel með reykeitrun vegna brennandi húsa og sprengjuryks í nágrenninu. Síðan hafi Hvíthjálmar skyndilega mætt á svæðið og skapað panikk með ópum um eturvopnaárás og tekið myndir og sprautað vatni á fólk. Enginn hafi hins vegar sýnt merki um gaseitrun þann dag. Þetta er t.d. í samræmi við það sem Robet Fisk skrifaði í Independent en hann var fyrsti vestræni blaðamaður til að gefa rapport frá vettvangi.
"Fréttamyndir" Hvíthjálma nægðu hins vegar fyrir BNA, Breta og Frakka til árásar. Hana þurfti „nauðsynlega“ að gera ca. sólarhring áður en OPCW-rannsóknarnefndin komst inn á svæðið til að sannreyna merki um eiturgas. Íslenska ríkisstjórnin sýndi árásinni „skilning“ af því það er „nauðsynlegt að bregðast við“ en skv. Stoltenberg  NATO-leiðtoga var hún „studd“ af öllum NATO-ríkjum, Íslandi líka. Já, áður en vettvangur var rannsakaður.
Þetta tekur sig illa út fyrir íslensku ríkisstjórnina, ef sannanir skipta yfir höfuð máli. En þær gera það líklega ekki. Í meginstraumsfjölmiðlum gildir að „taka sviðið“ á fyrsta degi og koma tilætlaðri frétt út. Ef hún einhvern tíma í framtíðinni verður borin til baka verður það ekki gert með neinum lúðrablæstri. Árangri náð.

Eins er með Skripal-málið. Við tökum þátt í refsiaðgerðum NATO-ríkja gegn Rússum af því það er „nauðsynlegt að bregðast við“. Jafnvel þó Boris Johnson sé staðinn að lygum um að sérfræðingar Porton Down hefðu „sannað“ uppruna eitursins. Jafnvel þó engar sannanir séu bornar fram. Ekki þarf sannanir af því nú krefst NATO þess að allir standi saman. Ísland hafnar ekki slíkum kröfum. Og Skripal-málið var líka nauðsynlegur undanfari loftskeytaárásar.

No comments:

Post a Comment