Monday, February 5, 2018

Bosníustríð rifjast upp

(birt 3. febr 2018 á Fésbók SHA)

Horfði á vonda mynd, „Endurborin“ á RÚV í gær. Um barbarisma í Bosníustríðinu, gerist í Sarajevó. Miðlægur atburður er að bosnísk kona er gripin, nauðgað og börnuð af setuliði Serba í borginni. Aðalpersónan (ítölsk) fær þetta barn og flýr með í NATO-flugvél burt úr stríðinu og elur það upp. Ég hafði þá nýlesið hjálagða Counterpunch grein um yfirstandandi herferð NATO fyrir að „vernda konur gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum“. Og í greininni er einmitt farið vel yfir það hvernig fullyrðingar í vestrænni pressu um skipulegar nauðganir Serba á múslimakonum og „nauðgunarbúðir“ voru afar snar þáttur í áróðri NATO í Bosníustríðinu. SÞ lét reyndar rannsaka þetta, sem reyndist 99% blöff, en því var aldrei slegið neitt upp. Í frelsisstríði NATO fyrir Líbíu fullyrti svo sendiherra USA hjá SÞ að Gaddafí nestaði hermenn sína með viagra til að þeim gengi betur að nauðga andstæðingunum. Lesið greinina.

No comments:

Post a Comment