(birt 3. febr 2018 á Fésbók SHA)
Horfði á vonda mynd, „Endurborin“ á RÚV í gær. Um barbarisma í Bosníustríðinu, gerist í Sarajevó. Miðlægur atburður er að bosnísk kona er gripin, nauðgað og börnuð af setuliði Serba í borginni. Aðalpersónan (ítölsk) fær þetta barn og flýr með í NATO-flugvél burt úr stríðinu og elur það upp. Ég hafði þá nýlesið hjálagða Counterpunch grein um yfirstandandi herferð NATO fyrir að „vernda konur gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum“. Og í greininni er einmitt farið vel yfir það hvernig fullyrðingar í vestrænni pressu um skipulegar nauðganir Serba á múslimakonum og „nauðgunarbúðir“ voru afar snar þáttur í áróðri NATO í Bosníustríðinu. SÞ lét reyndar rannsaka þetta, sem reyndist 99% blöff, en því var aldrei slegið neitt upp. Í frelsisstríði NATO fyrir Líbíu fullyrti svo sendiherra USA hjá SÞ að Gaddafí nestaði hermenn sína með viagra til að þeim gengi betur að nauðga andstæðingunum. Lesið greinina.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Monday, February 5, 2018
Saturday, February 3, 2018
Innrás Tyrkja í Sýrland: Árásaraðilarnir í hár saman
(Birtist í Neistum.is 26. jan 2018)
Sýrlandsstríðið tekur á sig nýja króka og flækjan eykst. Tyrklandsher réðist nú inn á sýrlenska svæðið Afrin sunnan tyrknesku landamæranna, vestarlega. Það er svæði sem um árabil hefur verið undir stjórn Varnarsveita Kúrda, YPG (sem er meginaflið í Sýrlenska lýðræðishernum, SDF) sem Erdógan kallar hryðjuverkamenn. Í árásinni eru Tyrkir studdir af Sýrlenska frelsishernum (FSA) sem er náinn bandamaður þeirra og opinberlega studdur af USA og NATO-veldunum.
En þessi árás Tyrkja veldur nú miklum titringi vítt um lönd af því þeir sem ráðist er á, hersveitir YGP/SDF, eru einnig nánir bandamenn NATO-veldanna, sérstaklega Bandaríkjanna. Á meðan Sýrlandsher hefur undangengin tvö ár, með aðstoð Rússa, að mestu rústað kalífati Íslamska ríkisins og þrengt mjög kosti annarra mikilvægustu hópa uppreisnarinnar (Al Nusra/Al-Sham..), hafa Bandaríkin veðjað á vopnaða Sýrlandskúrda sem sinn meginbandamann í Sýrlandi. Kúrdarnir berjast fyrir sjálfstjórn á sínu svæði og hafa um leið barist harkalega við ISIS – en fyrir Bandaríkin er aðalmálið baráttan við Sýrlandsstjórn. Forusta Kúrda hefur að sínu leyti þegið USA sem bandamann sinn og verndara.
Bandarísk yfirvöld höfðu örfáum dögum fyrr gefið það út að þau hygðust byggja upp 30 000 manna her í norðaustur Sýrlandi, mannaðan að mestu af Kúrdum. Allt að 2000 bandarískir sérsveitarmenn ku starfa með Kúrdum á svæðinu. Sú heruppbygging er augljóslega liður í áformum um sundurlimun Sýrlands, sem hefur verið „plan B“ í Washington þegar „plan A“ um valdaskipti í Damaskus ætlaði ekki að ganga upp. Erdógan getur vel hugsað sér báðar hugmyndirnar – um valdaskipti í Sýrlandi og sundurlimun landsins – en ekki skilyrðislaust. Innrás hans núna núna er snöggt svar til vina hans í Washington: Skipting Sýrlands skal aldrei verða með styrkingu „kúrdneskra hryðjuverkamanna“! Og öll plön USA eru þar með í upplausn.
Það hefur örugglega verið Kúrdum áfall að Bandarísku verndararnir hafa ekki hreyft legg né lið þeim til varnar gegn Erdógan. Tillerson utanríkisráðherra lét nægja að senda Tyrkjaforseta skeyti segjandi: „við viljum hvetja Tyrkland til að gæta hófs og tryggja að hernaðaraðgerðirnar séu takmarkaðar í tíma og umfangi.“ En þetta hefðu Kúrdar mátt segja sér sjálfir af langri og biturri reynslu, það er forgengilegra en flest annað í heimi hér að veðja á vinskap heimsvaldasinna.
Sýrlandsstjórn mótmælti auðvitað hinn löglausu innrás harkalega. En hún hefur látið þar við sitja. Sýrlandsher hefur fullar hendur á öðrum svæðum, ekki síst Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði ISIS og Al Kaídahópa í Sýrlandi. Hann getur illa bætt á sig stríðsátökum við Tyrklandsher sem er sá 8. stærsti í heimi. Assad-stjórnin kærir sig vissulega hvorki um kúrneskt ríki né tyrkneskt yfirráðasvæði á
sýrlensku landi. En hún metur stöðuna líklega sem svo: Ef Tyrkir veikja stöðu kúrdneskra aðskilnaðarsinna (studda af USA) í Afrin getum við vonandi aftur náð stjórn á því svæði við samningaborðið i Sochi (þar standa friðarviðræður yfir þessa dagana) eða við önnur samningaborð í náinni framtíð.
sýrlensku landi. En hún metur stöðuna líklega sem svo: Ef Tyrkir veikja stöðu kúrdneskra aðskilnaðarsinna (studda af USA) í Afrin getum við vonandi aftur náð stjórn á því svæði við samningaborðið i Sochi (þar standa friðarviðræður yfir þessa dagana) eða við önnur samningaborð í náinni framtíð.
Subscribe to:
Posts (Atom)