Wednesday, September 13, 2017

Brjálsemin í Kóreudeilunni

Norður Kórea er "eðlilegt" ríki og stjórnvöld þar hugsa fyrst og fremst um sjálfstæði landsins og velferð þegnanna, en landið á í höggi við brjálaðasta og yfirgangssinnaðasta herveldi heims. Þetta brjálaða ríki drap á sínum tíma 1/3 hluta íbúa N-Kóreu í stríði. Frá vopnahléinu 1953 hefur brjálaða ríkið neitað N-Kóreumönnum um vopnahléssamning sem þeir hafa þó þráfaldlega óskað eftir. Brjálaða ríkið hefur nú 15 herstöðvar í Suður Kóreu allt að norðurlandamærunum. Árið 2001 setti brjálaða ríkið N-Kóreu á listann yfir "öxulveldi hins illa" ásamt Írak, Íran, Líbíu, Sýrlandi, og Kúbu og hefur síðan unnið sig skipulega niður þann lista með innrásum, valdaskiptaaðgerðum, eyðileggingu og dauða. Brjálaða ríkið stjórnar reglulega flug- og flotaæfingum undan strönd Kóreu, síðast einni í vor með yfir 300 þúsund þátttakendum. Norður Kórea kom sér loks upp kjarnorkuvopnum til landvarna, sprengdi fyrstu sprengjuna 2006 og hefur síðan sýnt heiminum að varasamt sé að ráðast á landið. Það voru viðbrögð "eðlilegs" ríkis. Steven Bannon, fyrrum aðalráðgjafi Trumps, sér þetta og sagði um daginn: "Það er engin hernaðarlausn fyrir hendi. Gleymdu því. Þar til einhver leysir þann hluta jöfnunnar sem sýnir mér að 10 milljónirnar í Seúl deyi ekki á fyrstu 30 mínútunum... Þarna er engin hernaðarleg lausn. Þeir náðu okkur."


Hér hef ég einkum tiltekið atriði sem skýra viðbrögð N-Kóreu sem "eðlileg" og réttmæt varnarviðbrögð. Áhrif Kóreudeilunnar á samband Kína og Bandaríkjanna er önnur hlið málsins. Steven Bannon sagði í sama viðtali að Kóreudeilan væri "aukasýning" en efnahagsstríðið við Kína væri aðalmálið. Brjálaða ríkið notar Kóreu-deiluna í baráttunni við að umkringja Kína hernaðarlega. Trumpstjórnin herðir róðurinn á þeim vígstöðvum. Þetta er hliðarverkun sem stjórnvöld N-Kóreu ráða illa við. En"glæpur" N-Kóreu er einfaldlega andstaða gegn bandarískri yfirráðastefnu og andstaða gegn því að láta gleypa sig.

No comments:

Post a Comment