Sunday, June 19, 2016

Stærsta heræfing í Austur-Evrópu eftir kalda stríðið

Birt á Fésbókarsíðu SHA 9. júní 2016

NATO-æfing í Póllandi

Margt í gangi hjá NATO í Austur-Evrópu í maí og júní. CNN skrifar: „The United States launched a ground-based missile defense system earlier this month in Romania. The system is meant to defend Europe against rogue states like Iran and not intended to target Moscow’s missiles, Washington has said.“
Trúi hver sem vill að þessu sé miðað á Íran! Eldflaugakerfið kallast „Aegis Ashore“, tilheyrir herstyrk NATO í Evrópu og NATO-Stoltenbereg klippti á borðann við vígsluna. Á næstu 2-3 árum verður svo hliðstætt eldflaugakerfi sett sett upp í Póllandi.
Og miklar NATO-heræfingar í Eystrasaltssvæðinu í júní. Fréttaveitur skrifa: „Over the next three weeks BALTOPS 16 will draw together some 6,000 personnel, 45 warships, and 60 aircraft from 17 nations, including the United States, Germany, the U.K., the Netherlands, along with the littoral states of the Baltic States who are NATO members (Estonia, Latvia, Lithuania, Poland, Denmark) or NATO partners (Sweden and Finland).“
Undir sömu NATO-æfingu heyrðu m.a. tvö þúsund fallhlífarhermenn sem steyptu sér yfir Pólland 7. júní: „About 2,000 NATO troops from the U.S., Britain, Portugal and Poland conducted an airborne training operation on Tuesday as part of the biggest exercise performed in Poland since the 1989 end of communism and amid concerns over Russia.“ En The Guardian hefur þessar tölur hærri: 31 þúsund manns frá 24 löndum, stærsta heræfing í A-Evrópu eftir kalda stríðið.
Tveimur dögum áður var önnur áhugaverð frétt um þróun mála í Póllandi undir harðlínu hægriflokknum Lög og réttlæti. RÚV sagði fá: „Yfirvöld í Póllandi hafa heitið því að koma á fót vopnuðu heimavarnarlið. Vonir stjórnvalda standa til að innan þriggja ára verði alls 35.000 sjálfboðaliðar í sveitunum, um allt Pólland... Þá tilkynnti Macierewicz [varnarmálaráðherra] að til stæði að fjölga hermönnum í pólska hernum um helming - úr 100 þúsund í 150 þúsund... Stjórn flokksins Lög og réttlæti, undir forystu Jaroslaws Kaczynski, hefur lagt mikið upp úr föðurlandsást og verið tíðrætt um þá ógn sem stafi af útþenslustefnu Rússa.“ 
Eitt einkenni á herskárri Bandaríkjanna og NATO síðustu misseri er ákafinn að virkja hið andrússneska. Andrússneskir straumar hafa lengi mátt sín allmikils í Austur-Evrópu, m.a. í vestanverðri Úkraínu og Lithauen en þó hvergi meira en í Póllandi.

No comments:

Post a Comment