(Birtist í Fréttablaðinu 25 júní 2014)
Eftir bæjarstjórnakosningarnar hafa frjálslyndir fjölmenningarsinnar gert harða hríð að Framsóknarflokknum út af moskumálinu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gaf útlendingaandúð undir fótinn og græddi atkvæði á því. Að gera moskumálið eftir á að spurningu um skipulagsmál var hentistefna hjá Sigmundi Davíð þegar réttindi trúarhópa eru auðvitað prinsippmál.
ESB-sinnar fjandskapast við Framsóknarflokkinn og þykir gott að geta bendlað hann við þjóðrembu, helst rasisma. Fjölmenning er jú ein helsta yfirskrift Evrópusamrunans.
Það er þó vonum seinna að upp komi umræða um innflytjendamál og fjölmenningu á Íslandi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er nú nálægt 10 prósentum og ferðamenn á síðasta ári voru um 800 þúsund. Hraðfara breyting og margt sem ræða þarf.
Kosningaumræðan í Reykjavík var á sinn hátt endurómur af umræðu úti í Evrópu eftir kosningar til Evrópuþingsins nokkrum dögum áður. Þar unnu hægrisinnaðir ESB-andstæðingar stórsigur í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og miklu víðar, en Syrisa, vinstriróttækur andstæðingur ESB, varð langstærsti flokkurinn í Grikklandi. ESB skelfur.
Viðbrögðin urðu mjög þau sömu og á Íslandi. Frjálslyndir borgaraflokkar og sósíaldemókratar og jafnvel vinstrikratar semja sátt sín á milli þegar berjast skal við þennan popúlíska straum. Frjálslyndið er í húfi og fjölmenningin – og Evrópuhugsjónin.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Thursday, June 26, 2014
Frjálslyndur heimsvaldaáróður
(Birtist á Fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 23. júní 2014)
Áróður fyrir stórveldaíhlutunum er nú FRJÁLSLYNDUR, fyrir mannúð og mannréttindum. Ólíkt kynþátta- og herraþjóðarhyggju 19. aldar eða andkommúnisma kalda stríðsins. Árið 2005 komu heimsvaldasinnar í gegn í Allsherjarráði SÞ nýju prinsippi, um „verndarskyldu“ sk. „alþjóðasamfélags“, Responsibility to Protect, skammstafað R2P. Áður höfðu CIA og Pentagon séð að beinn stuðningur frá CIA beinlínis skaðaði skjólstæðinga þeirra. Í staðinn voru National Endowment for Democracy stofnuð, fjársterk mjög sem mynduðu um sig net formlega frjálsra mannréttindasamtaka (NGO´s) eins og Freedom House, Human Rights Watch og miklu fleiri, auk samtaka í viðkomandi landi. Aðferð við íhlutanir undanfarin ár er nú þessi: „Mannréttindasamtökin“ stunda ófrægingarherferð gegn stjórnvöldum sem grafa skal undan, innan lands og alþjóðlega. Í aðdraganda Líbíustríðs var bænaskrá um hernaðaríhlutun undirrituð af 70 slíkum samtökum send Ban-ki Moon. „Mannréttindasamatökin“ blanda sér í mótmælaaðgerðir almennings undir frjálslyndum og jafnvel RÓTTÆKUM slagorðum. En jafnhliða smeygja sér þar inn hryðjuverkaútsendarar til að framkalla hörð viðbrögð stjórvalda svo að leiði til hernaðarátaka. Vestræn pressa talaði um „arabískt vor“ í Sýrlandi en frá upphafi ólgunnar þar 2011 heyrðist af þúsundum fallinna Sýrlenskra stjórnarhermanna. Það sama í Líbíu, ný rannsókn sýnir að ofbeldið hófst innan raða andstöðuaflanna. Alveg eins í Úkraínu. Fasískir flugumenn Vesturvelda mögnuðu ofbeldið á Frelsistorgi, skutu fólk m.a. af húsþökum og komu sökinni á stjórnvöld með hjálp heimspressunnar. Eftir að vopnuð átök hefjast fer eftir atvikum hvort beitt er beinni vestrænni íhlutun eða staðgengilsstríði. EN AÐFERÐIN HRÍFUR. Ólíkt t.d. Íraksinnrás 2003 styðja Vesturlönd nú herferðirnar einarðlega og einum rómi. Og FRIÐARHREYFINGIN ER LÖMUÐ. Okkar SHA hafa t.d. nánast ekki mótmælt herferðunum nýju, ólíkt Íraksstríðinu 2003.
Áróður fyrir stórveldaíhlutunum er nú FRJÁLSLYNDUR, fyrir mannúð og mannréttindum. Ólíkt kynþátta- og herraþjóðarhyggju 19. aldar eða andkommúnisma kalda stríðsins. Árið 2005 komu heimsvaldasinnar í gegn í Allsherjarráði SÞ nýju prinsippi, um „verndarskyldu“ sk. „alþjóðasamfélags“, Responsibility to Protect, skammstafað R2P. Áður höfðu CIA og Pentagon séð að beinn stuðningur frá CIA beinlínis skaðaði skjólstæðinga þeirra. Í staðinn voru National Endowment for Democracy stofnuð, fjársterk mjög sem mynduðu um sig net formlega frjálsra mannréttindasamtaka (NGO´s) eins og Freedom House, Human Rights Watch og miklu fleiri, auk samtaka í viðkomandi landi. Aðferð við íhlutanir undanfarin ár er nú þessi: „Mannréttindasamtökin“ stunda ófrægingarherferð gegn stjórnvöldum sem grafa skal undan, innan lands og alþjóðlega. Í aðdraganda Líbíustríðs var bænaskrá um hernaðaríhlutun undirrituð af 70 slíkum samtökum send Ban-ki Moon. „Mannréttindasamatökin“ blanda sér í mótmælaaðgerðir almennings undir frjálslyndum og jafnvel RÓTTÆKUM slagorðum. En jafnhliða smeygja sér þar inn hryðjuverkaútsendarar til að framkalla hörð viðbrögð stjórvalda svo að leiði til hernaðarátaka. Vestræn pressa talaði um „arabískt vor“ í Sýrlandi en frá upphafi ólgunnar þar 2011 heyrðist af þúsundum fallinna Sýrlenskra stjórnarhermanna. Það sama í Líbíu, ný rannsókn sýnir að ofbeldið hófst innan raða andstöðuaflanna. Alveg eins í Úkraínu. Fasískir flugumenn Vesturvelda mögnuðu ofbeldið á Frelsistorgi, skutu fólk m.a. af húsþökum og komu sökinni á stjórnvöld með hjálp heimspressunnar. Eftir að vopnuð átök hefjast fer eftir atvikum hvort beitt er beinni vestrænni íhlutun eða staðgengilsstríði. EN AÐFERÐIN HRÍFUR. Ólíkt t.d. Íraksinnrás 2003 styðja Vesturlönd nú herferðirnar einarðlega og einum rómi. Og FRIÐARHREYFINGIN ER LÖMUÐ. Okkar SHA hafa t.d. nánast ekki mótmælt herferðunum nýju, ólíkt Íraksstríðinu 2003.
Subscribe to:
Posts (Atom)