Monday, January 18, 2021

Valdhafinn stígur fram

 (Birtist á Neistum 14. janúar 2021)

                                                      Frá upphlaupinu við Capitol bygginguna
 
Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu.

Bannið

Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google, YouTube og reyndar miklu fleiri. Einnig hefur Google leitarvélin hreinsað út hægrivettvanginn Parler (valkostur við Twitter) úr sinni miðlun. Á meðan „frjálslyndir vinstrimenn“ í Bandaríkjunum og Íslandi fagna manna mest þessu banni eru aðrir sem sjá í þessu váleg tíðindi. Um það skrifar Brendan O‘Neill, ritstjóri bresku vefveitunnar Spiked Online:

„With the push of a button in their vast temples to technology, the new capitalist oligarchs of Silicon Valley have prevented a man who won the second largest vote in the history of the American republic just two months ago — 74million votes — from engaging with his supporters (and critics) in the new public square of the internet age.“

Mick Hume, fréttaskýrandi í sama vefriti, segir að það sem sé í húfi sé auðvitað „First Amendment“, þ.e.a.s. stjórnarskrárviðbótin fræga frá 1791 um tjáningarfrelsið og einnig um þá markalínu sem ekki má fara yfir:

„First Amendment to the American Constitution remains the global gold standard on free-speech legislation. One of the few exceptions recognised by the US Supreme Court is that there is no ‘right’ to use speech to incite violence or lawless action.“

Sakarefni Trumps

Mark Zuckerberg, stærsti eignadi og stjórnandi Facebook lýsti því yfir að Donald Trump fengi ekki  ‘use of our platform to incite violent insurrection against a democratically elected government’.

Joe Biden sjáfur kallaði upphlaupsmenn „innlenda hryðjuverkamenn“ (domestic terrorists). Víða í fjö-lmiðlum er gengið einu skrefi lengra og upphlaupið kallað „fasísk valdaránstilraun“ eftir „uppreisnaráróður“ Trumps. Áðurnefndur Mick Hume telur samt ekki að Trump hafi hvatt til uppreisnar og ofbeldis:

...the worst his accusers could apparently find was that President Trump had told his supporters they would have to ‘fight’ and that ‘You have to show strength and you have to be strong’. They appear less keen to mention his next point: ‘I know everyone here will soon be marching over to the Capitol building to peacefully and patriotically make your voices heard.’ ...make no mistake: if President Trump can be effectively convicted of incitement and silenced for what he said last week, so could anybody forcefully expressing an opinion which others find offensive.“ Now they want to cancel the First Amendment - spiked (spiked-online.com)

Sjálfur hef ég ekki séð neinar myndir frá þessu uppþoti sem minna á starfshætti hryðjuverkamanna, hvað þá valdaránstilraun. Ég hef ekki heldur séð neinar þær tilvitnanir í ræður Trumps 6. janúar sem sýna fram á „uppreisnaráróður“. Aðeins misgáfulegan pólitískan áróður.

Hvaðan kemur mesta ógnin við lýðræðið?

Brendan O‘Neill bendir á: mergurinn málsins í ritskoðuninni eftir Capitol-atburðina og um leið mestu hættuna við lýðræðið er frekar HVER ritskoðar en HVAÐ ritskoðað er:

"We underestimate the significance of this act of unilateral purging at our peril. It demonstrates that the greatest threat to freedom and democracy comes not from the oafs and hard-right clowns who stormed the Capitol this week, but from the technocratic elites who spy in the breaching of the Capitol an opportunity to consolidate their cultural power and their political dominance."

Sem sagt þeir frjálslyndu (og vinstrimenn) sem sjá í tæknirisunum fulltrúa ljóssins og lýðræðisins gleyma að spyrja: Hvern banna þeir næst?

Stórkapítalið stígur fram sem valdhafinn

Donald Trump er afturhaldssinni, lýðskrumari og hættulegur stjórnmálamaður á marga vegu. Það er samt ekki svo að með Joe Biden/Kamölu Harris komi til valda „mildari“ öfl eða minna heimsvaldasinnuð eða kannski „félagshyggjuöfl“. Síður en svo. Í síðasta mánuði birti ég tvær greinar á Neistum um stórtíðindi í heimskapítalismanum árið 2020. Sjá hér. og hér. Þar segir m.a.

„Joe Biden og Demókrataflokkurinn eru beintengdir innsta kjarna elítunnar – Wall Street, Silicon Valley hugveitunni Council on Foreign Relations o.s.frv. – á meðan Donald Trump var á skakk og skjön gagnvart sömu elítu, en þjónaði henni samt í meginatriðum. Stjórn djúpríkisins á hlutunum í BNA undir Biden-stjórn verður að öllum líkindum ennþá beinni en verið hefur.“

Seinni greinin fjallaði mest um Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum), samkundu hnattvæðingarsinna og 1000 helstu þungaviktarauðhringa heims, sem í krafti kórónukreppunnar lagði fram mikla áætlun um „endurstillingu kapítalismans“ (Great Reset). Mikilvægustu stefnuatriði eru „samfélagsábyrgð“ fyrirtækja „samstarf einka- og opinbers reksturs“. Þessi slagorð „vísa fyrst og fremst til kerfis þar sem hnattrænu stórfyrirtækin færa sig frá því að stunda eingöngu efnahagslega starfsemi yfir í virk afskipti af stjórnmálum og samfélagsþróun – út frá hagsumum sínum.“ Stefnan er sem sagt í átt að BEINU ALRÆÐI AUÐHRINGANNA þar sem þeir drottna líka yfir pólitíska sviðinu – og framkvæmd stefnunnar er hafin. Þetta var skrifað í desember.

Það kemur líka fram í þessum greinum að Demókrataflokkurinn í BNA er mun beinni fulltrúi þessara hnattvæðingarafla og Great Reset en trumpisminn. Biden sýnist þægilegt verkfæri vestrænnar hnattvæðingarelítu.

Bann netmiðlanna á Trump er stórt og mikið teikn á himni, lýsandi merki um það að þeir sjá ekki ástæðu til að halda sér bak við tjöldin lengur heldur STÍGA FRAM Á SVIÐIÐ SEM HINIR RAUNVERULEGU VALDHAFAR. Auðhringarnir miklu beita nú einfaldlega því valdi sem safnast hefur þeim á hendur. Þetta er ögurstund í stjórnmálasögunni, bæði Bandaríkjanna og heimsins.

Thursday, January 7, 2021

World Economic Forum og „Endurstillingin mikla“

 (birtist á Neistum 22. desember 2020)


Áhrifamesta auðmannasamkunda heims nefnist Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum, WEF), samkunda 1000 helstu þungaviktarauðhringa í heimi. Í sumar lögðu þessi auðhringasamtök fram áætlun um kapítalismann sem slíkan, áætlun sem þau nefna „Endurstillinguna miklu“. Á vefsíðu samtakanna er áætlun þeirra stuttlega kynnt og niðurstaðan: „In short, we need a “Great Reset” of capitalism.“ Stefnan boðar jöfnuð, græn gildi og það að nýta 4. iðnbyltinguna í þágu samfélagsins. En samanlögð útkoma stefnunnar er einstæður flutningur fjármuna frá almenningi til hinna allra ríkustu og stór skref burt frá lýðræði.

Í fyrri grein var fjallað um hnattvæddan kapítalisma sem form heimsvaldastefnunnar í nútímanum, með sérstakan fókus á utanríkisstefnu BNA sjá hér. Samtökin World Economic Forum hafa lengi verið fremsti fulltrúi fjármálavalds og hnattvæðingarafla á hnettinum. Jafnframt er það klúbbur þeirra voldugustu í samanlögðu efnahagskerfi kapítalismans. Lista yfir aðildarfyrirtæki hans má sjá hér.


Great Reset

WEF hefur svo sannarlega verið spyrt við markaðshyggju og einkavæðingu, þau hafa líklega hingað til verið öflugasti forsprakki og verkfæri þeirrar stefnu allt frá því um 1990. Að kenna klúbbinn núna einfaldlega við „markaðsöfl“ er hins vegar ónákvæmt. Frá WEF koma nú aðrir tónar en þeir að láta markaðinn einfaldlega stjórna ferðinni eins og flestum auðvaldssinnum þótti fínt fyrir 2008. Lausnarorð þeirra núna er „samstarf einka- og opinbers reksturs“ og sjálf kalla samtökin sig „the international organization for public-private partnership“.

World Economic Forum hefur um árabil unnið að því að því að umbreyta kapítalismanum úr „kapítalisma hluthafa“ í „kapítalisma hagsmunaaðila“ (stakeholder-economy eða stakeholder-capitalism). „Kapítalismi hagsmunaaðila“ skilgreinir sig vissulega sem „það kerfi þar sem fyrirtæki miðar að því að mæta þörfum allra hagsmunaaðila þess: viðskiptavina, starfsmanna, meðeigenda, nærsamfélags og þjóðfélagsins alls“. En slagorðin „samfélagsábyrgð“ fyrirtækja og „einka-opinbert samstarf“ vísar fyrst og fremst til kerfis þar sem hnattrænu stórfyrirtækin færa sig frá því að stunda eingöngu efnahagslega starfsemi yfir í virk afskipti af stjórnmálum og samfélagsþróun – út frá hagsumum sínum.

Hin nýja stjórnlist/strategía sem kennir sig við „Endurstillinguna miklu“ (Great Reset) er ekki alveg ný, heldur er hún í stórum dráttum það sem WEF hefur haldið á loft undanfarinn áratug, og tengist þeim efnahagssamdrætti sem hefur verið viðvarandi frá 2008. Árið 2016 hét áætlun WEF „Global Redesign Initiative“. Aðalatriðin voru þau sömu þar: „kapítalismi hagsmunaaðila“, „samstarf einka- og opinbers reksturs“. Auðhringarnir vilja koma upp nýju stofnanaumhverfi „alþjóðasamfélagsins“ þar sem þeir eru jafnréttháir þjóðríkjum og helst skör ofar.


Kórónukreppan opnaði leiðina

Kórónufaraldurinn gaf skyndilega tækifæri fyrir það sem WEF hafði keppt að. Áætlunin Great Reset er kynnt til sögunnar sem viðbrögð við kórónuveiru. Strategían var þó löngu tilbúin, sbr. áðurnefnt „Global Redesign Initiative“ frá 2016. Með faraldrinum í vor sá auðhringaelítan færi á að setja hana einfaldlega í framkvæmd. Hér var komið einstakt tækifæri til að koma á samstarfi einka- og opinbers reksturs, WEF hefur stokkið fram og boðað lausnarorð sitt á hnattrænum skala um „ public-privat partnership“: fyrst af öllu að styrkja samstarf ríkisstjórna og viðskiptalífsins til að tryggja fjármuni til að berjast við sjúkdóminn og þróa og dreifa bóluefni.