(Birtist á Neistum 14. janúar 2021)
Frá upphlaupinu við Capitol byggingunaBannið
Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google, YouTube og reyndar miklu fleiri. Einnig hefur Google leitarvélin hreinsað út hægrivettvanginn Parler (valkostur við Twitter) úr sinni miðlun. Á meðan „frjálslyndir vinstrimenn“ í Bandaríkjunum og Íslandi fagna manna mest þessu banni eru aðrir sem sjá í þessu váleg tíðindi. Um það skrifar Brendan O‘Neill, ritstjóri bresku vefveitunnar Spiked Online:
„With the push of a button in their vast temples to technology, the new capitalist oligarchs of Silicon Valley have prevented a man who won the second largest vote in the history of the American republic just two months ago — 74million votes — from engaging with his supporters (and critics) in the new public square of the internet age.“
Mick Hume, fréttaskýrandi í sama vefriti, segir að það sem sé í húfi sé auðvitað „First Amendment“, þ.e.a.s. stjórnarskrárviðbótin fræga frá 1791 um tjáningarfrelsið og einnig um þá markalínu sem ekki má fara yfir:
„First Amendment to the American Constitution remains the global gold standard on free-speech legislation. One of the few exceptions recognised by the US Supreme Court is that there is no ‘right’ to use speech to incite violence or lawless action.“
Sakarefni Trumps
Mark Zuckerberg, stærsti eignadi og stjórnandi Facebook lýsti því yfir að Donald Trump fengi ekki ‘use of our platform to incite violent insurrection against a democratically elected government’.
Joe Biden sjáfur kallaði upphlaupsmenn „innlenda hryðjuverkamenn“ (domestic terrorists). Víða í fjö-lmiðlum er gengið einu skrefi lengra og upphlaupið kallað „fasísk valdaránstilraun“ eftir „uppreisnaráróður“ Trumps. Áðurnefndur Mick Hume telur samt ekki að Trump hafi hvatt til uppreisnar og ofbeldis:
...the worst his accusers could apparently find was that President Trump had told his supporters they would have to ‘fight’ and that ‘You have to show strength and you have to be strong’. They appear less keen to mention his next point: ‘I know everyone here will soon be marching over to the Capitol building to peacefully and patriotically make your voices heard.’ ...make no mistake: if President Trump can be effectively convicted of incitement and silenced for what he said last week, so could anybody forcefully expressing an opinion which others find offensive.“ Now they want to cancel the First Amendment - spiked (spiked-online.com)
Sjálfur hef ég ekki séð neinar myndir frá þessu uppþoti sem minna á starfshætti hryðjuverkamanna, hvað þá valdaránstilraun. Ég hef ekki heldur séð neinar þær tilvitnanir í ræður Trumps 6. janúar sem sýna fram á „uppreisnaráróður“. Aðeins misgáfulegan pólitískan áróður.
Hvaðan kemur mesta ógnin við lýðræðið?
Brendan O‘Neill bendir á: mergurinn málsins í ritskoðuninni eftir Capitol-atburðina og um leið mestu hættuna við lýðræðið er frekar HVER ritskoðar en HVAÐ ritskoðað er:
"We underestimate the significance of this act of unilateral purging at our peril. It demonstrates that the greatest threat to freedom and democracy comes not from the oafs and hard-right clowns who stormed the Capitol this week, but from the technocratic elites who spy in the breaching of the Capitol an opportunity to consolidate their cultural power and their political dominance."
Sem sagt þeir frjálslyndu (og vinstrimenn) sem sjá í tæknirisunum fulltrúa ljóssins og lýðræðisins gleyma að spyrja: Hvern banna þeir næst?
Stórkapítalið stígur fram sem valdhafinn
Donald Trump er afturhaldssinni, lýðskrumari og hættulegur stjórnmálamaður á marga vegu. Það er samt ekki svo að með Joe Biden/Kamölu Harris komi til valda „mildari“ öfl eða minna heimsvaldasinnuð eða kannski „félagshyggjuöfl“. Síður en svo. Í síðasta mánuði birti ég tvær greinar á Neistum um stórtíðindi í heimskapítalismanum árið 2020. Sjá hér. og hér. Þar segir m.a.
„Joe Biden og Demókrataflokkurinn eru beintengdir innsta kjarna elítunnar – Wall Street, Silicon Valley hugveitunni Council on Foreign Relations o.s.frv. – á meðan Donald Trump var á skakk og skjön gagnvart sömu elítu, en þjónaði henni samt í meginatriðum. Stjórn djúpríkisins á hlutunum í BNA undir Biden-stjórn verður að öllum líkindum ennþá beinni en verið hefur.“
Seinni greinin fjallaði mest um Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum), samkundu hnattvæðingarsinna og 1000 helstu þungaviktarauðhringa heims, sem í krafti kórónukreppunnar lagði fram mikla áætlun um „endurstillingu kapítalismans“ (Great Reset). Mikilvægustu stefnuatriði eru „samfélagsábyrgð“ fyrirtækja „samstarf einka- og opinbers reksturs“. Þessi slagorð „vísa fyrst og fremst til kerfis þar sem hnattrænu stórfyrirtækin færa sig frá því að stunda eingöngu efnahagslega starfsemi yfir í virk afskipti af stjórnmálum og samfélagsþróun – út frá hagsumum sínum.“ Stefnan er sem sagt í átt að BEINU ALRÆÐI AUÐHRINGANNA þar sem þeir drottna líka yfir pólitíska sviðinu – og framkvæmd stefnunnar er hafin. Þetta var skrifað í desember.
Það kemur líka fram í þessum greinum að Demókrataflokkurinn í BNA er mun beinni fulltrúi þessara hnattvæðingarafla og Great Reset en trumpisminn. Biden sýnist þægilegt verkfæri vestrænnar hnattvæðingarelítu.
Bann netmiðlanna á Trump er stórt og mikið teikn á himni, lýsandi merki um það að þeir sjá ekki ástæðu til að halda sér bak við tjöldin lengur heldur STÍGA FRAM Á SVIÐIÐ SEM HINIR RAUNVERULEGU VALDHAFAR. Auðhringarnir miklu beita nú einfaldlega því valdi sem safnast hefur þeim á hendur. Þetta er ögurstund í stjórnmálasögunni, bæði Bandaríkjanna og heimsins.