(birtist á Neistum.is 22. júlí 2020)
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á
nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum
málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á
efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um
að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning
hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð)
og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til
Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að
„markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að herða enn grimmdartök sín á
stríðshrjáðri og aðframkominni sýrlenskri þjóð.“ Sjá hér: https://www.ruv.is/frett/2020/07/11/lokad-a-alla-utanadkomandi-mannudaradstod-til-syrlands og hér: https://www.ruv.is/frett/2020/07/09/tillaga-russa-um-ad-takmarka-neydaradstod-felld
Þetta er dæmigert fyrir fréttaflutning RÚV frá Sýrlandi. Í Öryggisráðinu fyrr í júlí var tekist á um innflutning inn í Idlibhérað, eina svæði sem hryðjuverkamenn (RÚV: „uppreisnarmenn“) halda í Sýrlandi, og eina svæðið sem flest verstæn hjálparsamtök hafa starfað á. RÚV talar hins vegar ekki um hjálpargögn, og skort á þeim, til svæða í Sýrlandi þar sem 95% Sýrlendinga býr. Þar ríkir nú aukinn skortur líka – sem hvorki Rússar né Kínverjar bera ábyrgð á.
Þetta er dæmigert fyrir fréttaflutning RÚV frá Sýrlandi. Í Öryggisráðinu fyrr í júlí var tekist á um innflutning inn í Idlibhérað, eina svæði sem hryðjuverkamenn (RÚV: „uppreisnarmenn“) halda í Sýrlandi, og eina svæðið sem flest verstæn hjálparsamtök hafa starfað á. RÚV talar hins vegar ekki um hjálpargögn, og skort á þeim, til svæða í Sýrlandi þar sem 95% Sýrlendinga býr. Þar ríkir nú aukinn skortur líka – sem hvorki Rússar né Kínverjar bera ábyrgð á.
„Sesars-lög“ gegn Sýrlandi
Fyrir rúmum mánuði síðan, 17 júní, gengu í
gildi í Bandaríkjunum ný lög gegn Sýrlandi. Kallast þau Caesar Syria
Civilian Protection Act (Sesars-lög um verndun sýrlenskra borgara) og
herða á hinu banvæna umsátri um Sýrland. Tilvísunin til „Sesars“ í
þessum lögum er ekki til rómverska keisarans heldur vísar til dulnefnis
landflótta Sýrlendings sem hefur frá 2014 verið miðlægur í
áróðursherferðum gegn Sýrlandi. Hann var sagður hafa lagt fram þúsundir
ljósmynda frá líkhúsi í Damaskus þegar Sýrlandsstríð var í hámarki.
Myndirnar voru sagðar vera af fólki sem Assad hefði pyntað og drepið.
Þær fengu mikla dreifingu, m.a. gegnum Human Rights Watch sem hafa þó
síðar viðurkennt að a.m.k. helmingur myndanna sýni sýrlenska hermenn sem
lentu í höndum terrorista. Sjá grein The Greyzone um málið: https://thegrayzone.com/2020/06/25/us-qatari-intelligence-deception-produced-the-caesar-sanctions-syria-famine/amp/
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Sú aðferð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að styðja við hópa pólitískra vígamanna hefur ekki tekist, svo nú er veðjað á annað sóknarfæri og aðra aðferð, engu síður banvæna: að steypa efnahagnum og hindra enduruppbyggingu landsins. „Látið efnahagslífið kveina!“ (Make the economy screame!) voru skilaboð Nixons til CIA í Chile 1973. Efnahagslegt stríð til að steypa mótþróafullum ríkisstjórnum (sem þjóna ekki bandarískum hagsmunum) er ekki nýtt af hálfu Bandaríkjanna. Efnahagsþvinganir BNA gegn Norður Kóreu hafa staðið í 70 ár, gegn Kúbu í 60 ár, gegn Íran í 40 ár og Venesúela í 20 ár. Í Írak drápu efnahagsþvinganirnar milli stríðanna tveggja, 1991 og 2003, yfir milljón manns, helminginn börn.
Nýju Sesarslögin í Washington eru áþján sem bætast við 9 ára stríð gegn Sýrlandi, 9 ára harðar viðskiptaþvinganir (og minni þvinganir alveg frá 1979), hrun sýrlenska pundsins sem hefur hækkað matvöruverð í Damaskus 20-falt og nú síðast baráttu Sýrlendinga við Kovid 19. Lögin leitast við að banna Sýrlendingum allar bjargir, innflutning á nauðsynjum, meðulum eða orku, fjárfestingar, peningasendingar frá ættingju í útlöndum... Allt með þann yfirlýsta tilgang að „vernda“ þessa þjóð.
Almennur skortur sýrlensku þjóðarinnar, helst sultur, eru vopnin sem heimsvaldasinnar vona að bíti að lokum, með því að herða þumalskrúfuna og bæta nógu lengi á þjáningar þjóðarinnar svo að hún af alvöru snúist gegn ríkisstjórninni. Meðan hún snýst ekki gegn ríkisstjórn landsins skal hún heldur ekki fá að borða!
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Sú aðferð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að styðja við hópa pólitískra vígamanna hefur ekki tekist, svo nú er veðjað á annað sóknarfæri og aðra aðferð, engu síður banvæna: að steypa efnahagnum og hindra enduruppbyggingu landsins. „Látið efnahagslífið kveina!“ (Make the economy screame!) voru skilaboð Nixons til CIA í Chile 1973. Efnahagslegt stríð til að steypa mótþróafullum ríkisstjórnum (sem þjóna ekki bandarískum hagsmunum) er ekki nýtt af hálfu Bandaríkjanna. Efnahagsþvinganir BNA gegn Norður Kóreu hafa staðið í 70 ár, gegn Kúbu í 60 ár, gegn Íran í 40 ár og Venesúela í 20 ár. Í Írak drápu efnahagsþvinganirnar milli stríðanna tveggja, 1991 og 2003, yfir milljón manns, helminginn börn.
Nýju Sesarslögin í Washington eru áþján sem bætast við 9 ára stríð gegn Sýrlandi, 9 ára harðar viðskiptaþvinganir (og minni þvinganir alveg frá 1979), hrun sýrlenska pundsins sem hefur hækkað matvöruverð í Damaskus 20-falt og nú síðast baráttu Sýrlendinga við Kovid 19. Lögin leitast við að banna Sýrlendingum allar bjargir, innflutning á nauðsynjum, meðulum eða orku, fjárfestingar, peningasendingar frá ættingju í útlöndum... Allt með þann yfirlýsta tilgang að „vernda“ þessa þjóð.
Almennur skortur sýrlensku þjóðarinnar, helst sultur, eru vopnin sem heimsvaldasinnar vona að bíti að lokum, með því að herða þumalskrúfuna og bæta nógu lengi á þjáningar þjóðarinnar svo að hún af alvöru snúist gegn ríkisstjórninni. Meðan hún snýst ekki gegn ríkisstjórn landsins skal hún heldur ekki fá að borða!