Ný hervæðing á Keflavíkurflugvelli er liður
í vígvæðingu norðurslóða, Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins.
Hver vígvæðingarfréttin rekur aðra.
A. Á undanförnum mánuðum hefur útvarpið sagt nokkrar fréttir af viðamiklum framkvæmdum á Keflavíkurvelli á vegum (aðallega) Bandaríkjahers, aðstöðu fyrir fleiri kafbátaleitarvélar, íbúðir fyrir meira en þúsund hermenn og uppfærsla ratsjárkerfa í fjórum landshornum. Hægt verður að taka við allt að tveimur orrustuflugsveitum hvenær sólarhringsins sem er, í hverri flugsveit jafnan 18 til 24 orrustuflugvélar o.s.frv.
B. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands fjórða september til viðræðna við Katrínu og Guðlaug Þór. RÚV vitnar í vef Hvíta hússins: „Í heimsókninni mun varaforsetinn leggja áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands á Norðurslóðum... Einnig verður lagt áherslu á [svo] aðgerðir NATO gegn umsvifum Rússa á svæðinu og tækifæri til aukinna viðskipta og fjárfestinga.“ Sjá hér.
C. Að lokinni Íslandsför heldur Pence til Bretlands. Auk efnahagsmála ætlar hann þar að „ræða við Breta um hvernig best sé að stemma stigu við árásargirni Írans í Miðausturlöndum og víðar, og hvernig svara eigi ógninni sem stafi af Kínverjum.“ Sjá hér.
D. Á heimleið frá Póllandi – til að minnast 80 ára innrásar Þjóðverja þar – kemur Donald Trump við í Kaupmannahöfn til að funda með Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana. Samkvæmt mörgum fréttaveitum er fyrsta atriði á dagskrá að „ræða norðurslóðamál“, með sérstöku tilliti til Grænlands. Því til staðfestingar verða á fundinum einnig formaður grænlensku landstjórnarinnar og lögmaður Færeyja. Það sem gerir Danmörku spennandi fyrir forusturíki Vestursins eru yfirráðin yfir Grændlandi sem gefur aðgang að Norður-Íshafinu. Tal hins opinskáa forseta BNA við fjölmiðla um áhuga á að kaupa Grænland talar sínu máli, er púslubiti í þessari mynd. „Trump sagði landlegu Grænlands hernaðarlega mikilvæga og því sé áhuginn fyrir hendi“ segir í fréttum RÚV. NÝJASTA 21/8: Nú hefur Trump aflýst heimsókninni þar sem danski forsætisráðherrann vilji ekki ræða „sölu Grænlands“. Trump er greinilega móðgaður og móðgar Dani (og enn frekar grænlendinga). Þá blasir líka við að hernaðarlegt mikilvægi Grænlands var hið eina í heimsókninni sem skipti BNA einhverju máli.
E. Þriðja Bandaríska stórmennið heiðraði Ísland með nærveru sinni, Mike Pompeo í febrúar sl. Hann ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson um „hvert sé best að flytja hergögn og annað, til að tryggja öryggi á norðurslóðum“, og sagði að Ísland yrði „ekki vanrækt lengur“. Sjá grein Neista: „Herinn: út um framdyr, inn um bakdyr."
F. Bandaríkjastjórn endurræsti í fyrra Atlantshafsflotann (United States Second Fleet) sem hún hafði leyst upp árið 2011. Hún „ætlar honum hlutverk á hafsvæðum fyrir norðan Ísland. Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli tekur mið af þessu“, skrifar Björn Bjarnason í Mbl. 9. ágúst. Sjá hér.
G. NATO-flotaæfingar við Ísland eru nú haldnar ár eftir ár: Árið 2017, Exercise Dynamic Mongoose, 11 herskip, 5 kafbátar og 2000-3000 sjóliðar frá 9 NATO-ríkjum. Árið 2018, Trident Juncture 10 herskip með um 6000 sjóliða æfðu við Ísland í október (sem var upphaf að 10-falt stærri æfingu í Noregi).
H. Í maí í vor tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi utanríkisráðherra ráðsins í Rovaniemi í Finnlandi. Samkvæmt hefðinni snúast fundir ráðsins um annað en öryggismál. Á fundinum kom þó skýrt í ljós gildi ráðsins séð af bandarískum sjónarhóli. Pompeo utanríkisráðherra var mættur og lýsti yfir: “Þetta er stund Ameríku til að standa upp sem heimskautaþjóð... Svæðið er orðið að vettvangi hnattrænna valda og samkeppni.“ Pompeo talaði býsna dólgslega á þessum fundi og hann beindi spjótum sínum nú einkum gegn Kína (sem þarna var áheyrnaraðili) og talaði um „ásælni“ Kína á svæðinu, vísandi einkum til norðursiglingaleiðarinnar til Evrópu. Sagði svo: "Árásargjörn hegðun (aggressive behaviour) Kína annars staðar sýnir okkur hvernig Kína mun fara með norðurslóðir.“ Sjá hér.
A. Á undanförnum mánuðum hefur útvarpið sagt nokkrar fréttir af viðamiklum framkvæmdum á Keflavíkurvelli á vegum (aðallega) Bandaríkjahers, aðstöðu fyrir fleiri kafbátaleitarvélar, íbúðir fyrir meira en þúsund hermenn og uppfærsla ratsjárkerfa í fjórum landshornum. Hægt verður að taka við allt að tveimur orrustuflugsveitum hvenær sólarhringsins sem er, í hverri flugsveit jafnan 18 til 24 orrustuflugvélar o.s.frv.
B. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands fjórða september til viðræðna við Katrínu og Guðlaug Þór. RÚV vitnar í vef Hvíta hússins: „Í heimsókninni mun varaforsetinn leggja áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands á Norðurslóðum... Einnig verður lagt áherslu á [svo] aðgerðir NATO gegn umsvifum Rússa á svæðinu og tækifæri til aukinna viðskipta og fjárfestinga.“ Sjá hér.
C. Að lokinni Íslandsför heldur Pence til Bretlands. Auk efnahagsmála ætlar hann þar að „ræða við Breta um hvernig best sé að stemma stigu við árásargirni Írans í Miðausturlöndum og víðar, og hvernig svara eigi ógninni sem stafi af Kínverjum.“ Sjá hér.
D. Á heimleið frá Póllandi – til að minnast 80 ára innrásar Þjóðverja þar – kemur Donald Trump við í Kaupmannahöfn til að funda með Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana. Samkvæmt mörgum fréttaveitum er fyrsta atriði á dagskrá að „ræða norðurslóðamál“, með sérstöku tilliti til Grænlands. Því til staðfestingar verða á fundinum einnig formaður grænlensku landstjórnarinnar og lögmaður Færeyja. Það sem gerir Danmörku spennandi fyrir forusturíki Vestursins eru yfirráðin yfir Grændlandi sem gefur aðgang að Norður-Íshafinu. Tal hins opinskáa forseta BNA við fjölmiðla um áhuga á að kaupa Grænland talar sínu máli, er púslubiti í þessari mynd. „Trump sagði landlegu Grænlands hernaðarlega mikilvæga og því sé áhuginn fyrir hendi“ segir í fréttum RÚV. NÝJASTA 21/8: Nú hefur Trump aflýst heimsókninni þar sem danski forsætisráðherrann vilji ekki ræða „sölu Grænlands“. Trump er greinilega móðgaður og móðgar Dani (og enn frekar grænlendinga). Þá blasir líka við að hernaðarlegt mikilvægi Grænlands var hið eina í heimsókninni sem skipti BNA einhverju máli.
E. Þriðja Bandaríska stórmennið heiðraði Ísland með nærveru sinni, Mike Pompeo í febrúar sl. Hann ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson um „hvert sé best að flytja hergögn og annað, til að tryggja öryggi á norðurslóðum“, og sagði að Ísland yrði „ekki vanrækt lengur“. Sjá grein Neista: „Herinn: út um framdyr, inn um bakdyr."
F. Bandaríkjastjórn endurræsti í fyrra Atlantshafsflotann (United States Second Fleet) sem hún hafði leyst upp árið 2011. Hún „ætlar honum hlutverk á hafsvæðum fyrir norðan Ísland. Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli tekur mið af þessu“, skrifar Björn Bjarnason í Mbl. 9. ágúst. Sjá hér.
G. NATO-flotaæfingar við Ísland eru nú haldnar ár eftir ár: Árið 2017, Exercise Dynamic Mongoose, 11 herskip, 5 kafbátar og 2000-3000 sjóliðar frá 9 NATO-ríkjum. Árið 2018, Trident Juncture 10 herskip með um 6000 sjóliða æfðu við Ísland í október (sem var upphaf að 10-falt stærri æfingu í Noregi).
H. Í maí í vor tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi utanríkisráðherra ráðsins í Rovaniemi í Finnlandi. Samkvæmt hefðinni snúast fundir ráðsins um annað en öryggismál. Á fundinum kom þó skýrt í ljós gildi ráðsins séð af bandarískum sjónarhóli. Pompeo utanríkisráðherra var mættur og lýsti yfir: “Þetta er stund Ameríku til að standa upp sem heimskautaþjóð... Svæðið er orðið að vettvangi hnattrænna valda og samkeppni.“ Pompeo talaði býsna dólgslega á þessum fundi og hann beindi spjótum sínum nú einkum gegn Kína (sem þarna var áheyrnaraðili) og talaði um „ásælni“ Kína á svæðinu, vísandi einkum til norðursiglingaleiðarinnar til Evrópu. Sagði svo: "Árásargjörn hegðun (aggressive behaviour) Kína annars staðar sýnir okkur hvernig Kína mun fara með norðurslóðir.“ Sjá hér.