US-CENTCOM, Miðsvæði bandarísks imperíalisma
„Ef Íran langar til að berjast verða það
opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“
Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri
utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að
Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og
kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo
við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin gegn Íran. Ekki hinir
nánu bandamenn í Evrópu. ESB hefur tekið afstöðu gegn nýjustu
refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Íran. Þær beinast ekki aðeins gegn
Íran, heldur öllum þeim ríkjum og fyrirtækjum sem eiga viðskipti við
Íran. Sem stendur leiðir þessi stefna til einangrunar Bandaríkjanna.
Ekki minnkar árásarhneigðin við það. Málið snýst um heimsvaldastefnu og
yfirráðin í Austurlöndum nær. Lítum á baksviðið.
1985-2005, upp spruttu 125 herstöðvar
Bandaríkin hafa sem kunnugt er yfir 800 herstöðvar utanlands. Bandaríska Varnarmálaráuneytið í Pentagon skiptir nú hnettinum okkar í sex bandarísk herstjórnarsvæði: AFRICOM, CENTCOM, EUCOM, INDOPACOM, NORTHCOM, SOUTHCOM.Sjá nánar
Það var árið 1983 sem Reaganstjórnin setti á fót „Herstjórn Miðsvæðisins“, CENTCOM, í MacDill-herstöðinni við borgina Tampa í Flórída. Stofnun CENTCOM markaði nýjar áherslur í bandarískri hnattrænni herstjórn eftir hina alvarlegu ósigra Bandaríkjanna í Indó-Kína og Austur-Asíu. Strategistar utanríkisstefnunnar beindu nú sjónum sínum að orkuríkasta svæði heimsins, Miðausturlöndum og því sem USA skilgreindi sem „Miðsvæðið“ (Central Region) en það nær yfir Stór-Miðausturlönd: Miðausturlönd plús Mið-Asíu. Svæðið við og austur af Kaspíahafinu hafði þegar verið skilgreint sem eitt allra olíuríkasta svæði heims. Fróðir menn telja raunar umrætt svæði geyma meirihlutann af vinnanlegum olíuforða heimsins.
Fyrir stofnun CENTCOM 1983 fólst bandarísk „hervernd“ á Miðsvæðinu í mikilli viðverðu bandaríska flotans á svæðinu og herþjálfun og sameiginlegum heræfingum með fylgiríkjum BNA. En frá 1985 og áfram fór á skrið uppbygging herstöðva á svæðinu, fyrst í Sádi-Arabíu, skömmu síðar öðrum Persaflóaríkjum o.s.frv. Írski fræðimaðurinn John Morrissey birti nýlega niðurstöður sínar um þessa uppbyggingu:
„Árið 1983 hafði Bandaríkjaher engar herstöðvar í Miðausturlöndum. Á miðjum fyrsta áratug 21. aldar hafði CENTCOM byggt upp hernaðaraðstöðu með 125 herstöðvum á svæðinu. Frá stofnun sinni hefur þessi herstjórn haft forustu í öllum meiriháttar bandarískum hernaðaríhlutunum utanlands, frá Olíuskipastríðinu (Tanker War) í Persaflóa á 9. áratug, frá Persaflóastríðinu á 10. áratug til Stríðsins gegn hryðjuverkum á seinni áratugum.“ Sjá nánar
Sem sagt, á tveimur áratugum, 1985-2005, hafði orðið á þessu svæði hreint ótrúleg breyting, án þess að nokkuð bæri á því í heimspressunni. Komandi umskipti voru einna fyrst orðuð opinberlaga í „State of the Union“-ávarpi Jimmy Carter í janúar 1980. Þá lýsti hann yfir að: "ef utanaðkomandi afl nær yfirráðum á Persaflóasvæðinu verður það skoðað sem árás á grundvallarhagsmuni Bandaríkjanna og slíkri árás verður mætt með öllum nauðsynlegum aðferðum, þ.á.m. með herafli." Sjá yfirlýsingu
Bandaríkin hafa sem kunnugt er yfir 800 herstöðvar utanlands. Bandaríska Varnarmálaráuneytið í Pentagon skiptir nú hnettinum okkar í sex bandarísk herstjórnarsvæði: AFRICOM, CENTCOM, EUCOM, INDOPACOM, NORTHCOM, SOUTHCOM.Sjá nánar
Það var árið 1983 sem Reaganstjórnin setti á fót „Herstjórn Miðsvæðisins“, CENTCOM, í MacDill-herstöðinni við borgina Tampa í Flórída. Stofnun CENTCOM markaði nýjar áherslur í bandarískri hnattrænni herstjórn eftir hina alvarlegu ósigra Bandaríkjanna í Indó-Kína og Austur-Asíu. Strategistar utanríkisstefnunnar beindu nú sjónum sínum að orkuríkasta svæði heimsins, Miðausturlöndum og því sem USA skilgreindi sem „Miðsvæðið“ (Central Region) en það nær yfir Stór-Miðausturlönd: Miðausturlönd plús Mið-Asíu. Svæðið við og austur af Kaspíahafinu hafði þegar verið skilgreint sem eitt allra olíuríkasta svæði heims. Fróðir menn telja raunar umrætt svæði geyma meirihlutann af vinnanlegum olíuforða heimsins.
Fyrir stofnun CENTCOM 1983 fólst bandarísk „hervernd“ á Miðsvæðinu í mikilli viðverðu bandaríska flotans á svæðinu og herþjálfun og sameiginlegum heræfingum með fylgiríkjum BNA. En frá 1985 og áfram fór á skrið uppbygging herstöðva á svæðinu, fyrst í Sádi-Arabíu, skömmu síðar öðrum Persaflóaríkjum o.s.frv. Írski fræðimaðurinn John Morrissey birti nýlega niðurstöður sínar um þessa uppbyggingu:
„Árið 1983 hafði Bandaríkjaher engar herstöðvar í Miðausturlöndum. Á miðjum fyrsta áratug 21. aldar hafði CENTCOM byggt upp hernaðaraðstöðu með 125 herstöðvum á svæðinu. Frá stofnun sinni hefur þessi herstjórn haft forustu í öllum meiriháttar bandarískum hernaðaríhlutunum utanlands, frá Olíuskipastríðinu (Tanker War) í Persaflóa á 9. áratug, frá Persaflóastríðinu á 10. áratug til Stríðsins gegn hryðjuverkum á seinni áratugum.“ Sjá nánar
Sem sagt, á tveimur áratugum, 1985-2005, hafði orðið á þessu svæði hreint ótrúleg breyting, án þess að nokkuð bæri á því í heimspressunni. Komandi umskipti voru einna fyrst orðuð opinberlaga í „State of the Union“-ávarpi Jimmy Carter í janúar 1980. Þá lýsti hann yfir að: "ef utanaðkomandi afl nær yfirráðum á Persaflóasvæðinu verður það skoðað sem árás á grundvallarhagsmuni Bandaríkjanna og slíkri árás verður mætt með öllum nauðsynlegum aðferðum, þ.á.m. með herafli." Sjá yfirlýsingu