Í febrúar sl. gaf nýtt forlag, Una útgáfuhús, út bókina Undir fána lýðveldisins. Endurminningar frá Spánarstyrjöldinni eftir Hallgrím Hallgrímsson kommúnista. Þetta er endurútgáfa bókar sem kom út í takmörkuðu upplagi árið 1941. Var löngu gleymd bók
.
Þetta er bæði góð bók og gagnmerk. Hún er
fyrsta og eina bók höfundar en hann hefur verið stórvel ritfær og texti
hans sannfærir fljótt lesandann um að hér sé sögð mikilvæg saga. Ég er
enginn bókagleypir en þessa drakk ég nánast í einum teyg. Við bætist svo
prýðilega unnin eftirmáli, „Ævintýralegt lífshlaup baráttumannsins
Hallgríms Hallgrímssonar“ eftir Einar Kára Jóhannsson og Styrmi
Dýrfjörð.
Af bókinni verður ljóst að Hallgrímur Hallgrímsson er ekki aðeins merkilegur rithöfundur heldur líka afar vel valinn fulltrúi íslenskra pólitískra alþýðumanna af sinni kynslóð. Foreldrar hans voru þingeysk vinnuhjú í sveit. Faðirinn drukknaði frá eiginkonu og 3 börnum og því fjórða, Hallgrími, á leiðinni. Með miklu harðfylgi tókst móðurinni einhvern veginn að halda hópnum sínum saman, og Hallgrímur lauk m.a.s. gagnfræðaprófi á Akureyri og kynntist þar líka sósíalismanum. Hann fluttist suður og vann fyrir sér með stopulli hafnarvinnu en einkum var það köllunin sem stýrði skrefum hans upp frá því. Hann var einn yngsti stofnandi Kommúnistaflokks Íslands 1930. Sérstaklega gerðist hann leiðandi í samtökum ungkommúnista.
Verkalýðshetja.
Hann fór í flokksskóla í Moskvu og kom þaðan tvíefldur í því að berjast við atvinnurekendavald, afturhald og fasisma. Hann gekk í gegnum pólitíska „barnasjúkdóma“ en náði sér af því aftur. Hann hélt til Spánar og barðist þar við fasista í eitt ár. Heim kominn hélt hann áfram pólitísku starfi og varkalýðsbaráttu í Reykjavík (ein athugasemd: að Hallgrímur hafi náð því að verða varaformaður Dagsbrúnar, sbr. bls. 209, hlýtur að vera rangt). Dagsbrún setti á verkfall m.a. í Bretavinnunnni 2. janúar 1941 og breska herstjórnin svaraði með því að setja hermenn í störf verkamanna. Þá dreifðu sósíalistar dreifibréfi á ensku meðal hermanna. Hallgrímur var af því dæmdur fyrir „landráð“ og honum stungið inn á Litla Hraun. Þar olli hann skjótt uppsteyt meðal fanga sem tóku að heimta betri aðbúnað. Fyrir vikið tók fangelsisstjórnin þá geðþóttaákvörðun að loka Hallgrím í einangrunarklefa þar sem hann mátti dúsa í 52 daga. Hann slapp úr fangelsinu á aðventu 1941. Haustið eftir rak hann erindi Sósíalistaflokksins á Austurlandi og Norðurlandi, og fórst þá í sjóslysi sem líklega stafaði af tundurdufli, 32 ára gamall.
Af bókinni verður ljóst að Hallgrímur Hallgrímsson er ekki aðeins merkilegur rithöfundur heldur líka afar vel valinn fulltrúi íslenskra pólitískra alþýðumanna af sinni kynslóð. Foreldrar hans voru þingeysk vinnuhjú í sveit. Faðirinn drukknaði frá eiginkonu og 3 börnum og því fjórða, Hallgrími, á leiðinni. Með miklu harðfylgi tókst móðurinni einhvern veginn að halda hópnum sínum saman, og Hallgrímur lauk m.a.s. gagnfræðaprófi á Akureyri og kynntist þar líka sósíalismanum. Hann fluttist suður og vann fyrir sér með stopulli hafnarvinnu en einkum var það köllunin sem stýrði skrefum hans upp frá því. Hann var einn yngsti stofnandi Kommúnistaflokks Íslands 1930. Sérstaklega gerðist hann leiðandi í samtökum ungkommúnista.
Verkalýðshetja.
Hann fór í flokksskóla í Moskvu og kom þaðan tvíefldur í því að berjast við atvinnurekendavald, afturhald og fasisma. Hann gekk í gegnum pólitíska „barnasjúkdóma“ en náði sér af því aftur. Hann hélt til Spánar og barðist þar við fasista í eitt ár. Heim kominn hélt hann áfram pólitísku starfi og varkalýðsbaráttu í Reykjavík (ein athugasemd: að Hallgrímur hafi náð því að verða varaformaður Dagsbrúnar, sbr. bls. 209, hlýtur að vera rangt). Dagsbrún setti á verkfall m.a. í Bretavinnunnni 2. janúar 1941 og breska herstjórnin svaraði með því að setja hermenn í störf verkamanna. Þá dreifðu sósíalistar dreifibréfi á ensku meðal hermanna. Hallgrímur var af því dæmdur fyrir „landráð“ og honum stungið inn á Litla Hraun. Þar olli hann skjótt uppsteyt meðal fanga sem tóku að heimta betri aðbúnað. Fyrir vikið tók fangelsisstjórnin þá geðþóttaákvörðun að loka Hallgrím í einangrunarklefa þar sem hann mátti dúsa í 52 daga. Hann slapp úr fangelsinu á aðventu 1941. Haustið eftir rak hann erindi Sósíalistaflokksins á Austurlandi og Norðurlandi, og fórst þá í sjóslysi sem líklega stafaði af tundurdufli, 32 ára gamall.