Stefna NATO-Guðlaugs utanríkisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sambandi við
Trident Juncture er að miklu leyti sú sama, að beina athyglinni að öðru en vígvæðingu og stríðsundirbúningi. Guðlaugur Þór þylur að vísu möntruna um að
"allt breyttist 2014" (Krímskagi) en víkur svo megintalinu að
"ýmsum öðrum ógnum" nefnilega hryðjuverkum og tölvuárásum. Og Katrín
segir: Við í VG "áttum okkur á þeim pólitíska veruleika" að NATO-andstæðingar
eru lítill minnihluti á þingi en "...við erum reiðubúin að standa bakvið
þjóðaröryggisstefnu Íslands sem auðvitað fjallar um miklu meira en þessa hluti.
Hún fjallar um loftslagsvá, efnahagsvá, náttúruvá og margt fleira.." RÚV
fylgir sömu stefnu. Fulltrúar Trident Juncture fá vissulega drottningarvital í
Kastljósi en síðan hefur umræða RÚV um heræfingarnar aðallega beinst að
skógræktarmálum í Þjórsárdal. Og Stöð 2 ræddi við bandarískan ofursta um
mögulega hjálp US Army vegna náttúruhamfara á Íslandi.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Thursday, October 25, 2018
Athyglin leidd afvega
(birtist á fésbók SHA 24 okt 2018)
Saturday, October 20, 2018
Norðurslóðir herlaust svæði?
(birtist á fésbók SHA 19. október 2018)
Forsætisráðherra vill að norðurslóðir verði "herlaust svæði í framtíðinni". Slík orð eru góðra gjalda verð. En þau eru yfirskyggð af þeirri staðreynd að 10 fullskipuð NATO-herskip, auk landhers, eru hér við heræfingar í boði íslenskra stjórnvalda meðan orðin eru sögð. Ísland er eitt tveggja landa sem hýsir stærstu heræfingu NATO frá 2002. Trident Juncture er ekki bara her að æfa sig almennt heldur her að undirbúa ÁKVEÐIÐ STRÍÐ. Við horfum upp á stórfellda vígvæðingu með skýra óvinamynd - Rússland. Norðurlönd liggja flöt sem stökkpallur fyrir Bandaríkin og NATO gegn Rússum, og bandaríski flotinn hefur nú m.a. fengið tvær fastar herstöðvar í Noregi. Bandaríkin og NATO æfa nú í haust stríð gegn Rússum í tveimur nágrannalöndum þeirra, Noregi og Úkraínu. Í þessu samhengi detta orð forsætisráðherra dauð niður.
Forsætisráðherra vill að norðurslóðir verði "herlaust svæði í framtíðinni". Slík orð eru góðra gjalda verð. En þau eru yfirskyggð af þeirri staðreynd að 10 fullskipuð NATO-herskip, auk landhers, eru hér við heræfingar í boði íslenskra stjórnvalda meðan orðin eru sögð. Ísland er eitt tveggja landa sem hýsir stærstu heræfingu NATO frá 2002. Trident Juncture er ekki bara her að æfa sig almennt heldur her að undirbúa ÁKVEÐIÐ STRÍÐ. Við horfum upp á stórfellda vígvæðingu með skýra óvinamynd - Rússland. Norðurlönd liggja flöt sem stökkpallur fyrir Bandaríkin og NATO gegn Rússum, og bandaríski flotinn hefur nú m.a. fengið tvær fastar herstöðvar í Noregi. Bandaríkin og NATO æfa nú í haust stríð gegn Rússum í tveimur nágrannalöndum þeirra, Noregi og Úkraínu. Í þessu samhengi detta orð forsætisráðherra dauð niður.
Friday, October 19, 2018
NATO í vígahug – Trident Juncture á Íslandi og Noregi
(birtist á neistar.is 16. okt)
Harry S Truman, kjarnorkuknúinn, tekur þátt í Trident Juncture. Íslenskir þingmenn og ráðherrar brugðu sér um borð í skoðunarferð í síðasta mánuði.
Mesta NATO-heræfing við landið og á landinu
síðan Kaninn fór er að hefjast: 10 herskip, 6000 sjóliðar, 500
bandarískir landgönguliðar sem æfa landgöngu á Suðurnesjum og æfa svo
stríð í Þjórsárdal. Flotaæfingar NATO við Ísland eru orðnar reglulegar. Í
fyrra sumar var ein slík þar sem 2-3 þúsund manns frá 9 NATO-ríkjum
tóku þátt. Nú er sú tala meira en tvöfölduð. Í boði ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur. Guðlaugur Þór skýrir þetta með stóraukinni umferð
rússneskra kafbáta í grennd við Ísland: „jafnvel meiri umsvif en voru á
dögum Kalda stríðsins“.
Kafbátaleitarsveitir NATO dvelja nú reglulega á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar bætist við á annað eða þriðja hundrað manns sem koma þrisvar á ári vegna „loftrýmiseftirlits“. Viðveran eykst jafnt og þétt. Herstövasamningurinn við BNA er enn í gildi. Í stefnumörkun núverandi ríkisstjórnar Íslands segir: "..grunnstoðir utanríkisstefnunnar eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbandalaginu, varnarsamningurinn og friðar- og öryggissamstarf." Íslensk stjórnvöld taka líka fullan þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum BNA og ESB gegn Rússum sem ég sleppi að ræða hér.
Heræfingin við og á Íslandi er einn upptaktur að gríðarlegri NATO-heræfingu í Noregi – Trident Juncture – þar sem taka þátt 50 þúsund hermenn, 8 þúsund stríðsökutæki og skriðdrekar, 70 herskip og 130 flugvélar. Langstærsta NATO-æfing í Noregi eftir Kalda stríðið og umfangsmesta NATO-heræfing í heimi frá 2002. Noregur á landamæri að Rússlandi og Rússar (utanríkistalsmaður Maria Zakharova) hafa lýst yfir að Noregur sé með þessu að „rjúfa hið langvarandi góða nábýli við Rússland“.
Á Norðurlöndum drögumst við hægt og örugglega inn í kalt og hitnandi stríð. Noregur hefur yfirgefið NATO-skilmálana frá 1949 um að ekki yrðu leyfðar herstöðvar þar á friðartímum. Nú hafa Bandaríkin og NATO fengið tvær herstöðvar í Noregi með fasta viðveru herliðs, og Noregur er óðum að verða að framvarðstöð NATO gegn Rússum. Í farvatninu er uppsetning eldflaugaskotpalla á vegum NATO í Noregi – á norsku nefndir „rakett-skjold“ – en endanleg norsk afgreiðsla málsins hefur þó lítillega tafist. Þetta gerist samtímis því að Svíðþjóð og Finnland hafa algjörlega yfirgefið sína fyrri hlutleysispólitík, t.d. var 20 þúsund manna NATO-æfing (Aurora) í Svíþjóð í fyrra.
Kafbátaleitarsveitir NATO dvelja nú reglulega á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar bætist við á annað eða þriðja hundrað manns sem koma þrisvar á ári vegna „loftrýmiseftirlits“. Viðveran eykst jafnt og þétt. Herstövasamningurinn við BNA er enn í gildi. Í stefnumörkun núverandi ríkisstjórnar Íslands segir: "..grunnstoðir utanríkisstefnunnar eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbandalaginu, varnarsamningurinn og friðar- og öryggissamstarf." Íslensk stjórnvöld taka líka fullan þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum BNA og ESB gegn Rússum sem ég sleppi að ræða hér.
Heræfingin við og á Íslandi er einn upptaktur að gríðarlegri NATO-heræfingu í Noregi – Trident Juncture – þar sem taka þátt 50 þúsund hermenn, 8 þúsund stríðsökutæki og skriðdrekar, 70 herskip og 130 flugvélar. Langstærsta NATO-æfing í Noregi eftir Kalda stríðið og umfangsmesta NATO-heræfing í heimi frá 2002. Noregur á landamæri að Rússlandi og Rússar (utanríkistalsmaður Maria Zakharova) hafa lýst yfir að Noregur sé með þessu að „rjúfa hið langvarandi góða nábýli við Rússland“.
Á Norðurlöndum drögumst við hægt og örugglega inn í kalt og hitnandi stríð. Noregur hefur yfirgefið NATO-skilmálana frá 1949 um að ekki yrðu leyfðar herstöðvar þar á friðartímum. Nú hafa Bandaríkin og NATO fengið tvær herstöðvar í Noregi með fasta viðveru herliðs, og Noregur er óðum að verða að framvarðstöð NATO gegn Rússum. Í farvatninu er uppsetning eldflaugaskotpalla á vegum NATO í Noregi – á norsku nefndir „rakett-skjold“ – en endanleg norsk afgreiðsla málsins hefur þó lítillega tafist. Þetta gerist samtímis því að Svíðþjóð og Finnland hafa algjörlega yfirgefið sína fyrri hlutleysispólitík, t.d. var 20 þúsund manna NATO-æfing (Aurora) í Svíþjóð í fyrra.
Subscribe to:
Posts (Atom)