Thursday, September 27, 2018

Hægripopúlisminn – helsta ógn við lýðræðið?

(birtist á Neistum.is 26. sept 2018)


                                           Marine Le Pen á útifundi

Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi.
Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar).
Sem stafar aftur af því að markaðsfrjálslynd hnattvæðingarhyggja er RÍKJANDI HUGMYNDAFRÆÐI á heimsvísu nú um stundir.
„Ríkjandi hugmyndir á hverjum tíma hafa alltaf verið hugmyndir ríkjandi stéttar" segir í Kommúnistaávarpinu. Nú á dögum eru það hugmyndir auðstéttarinnar – nánar tiltekið hugmyndir EINOKUNARAUÐVALDSINS, sem verið hefur ríkjandi hluti stéttarinnar undanfarna öld, sem ráða. Og RÚV er málpípa ríkjandi hugmynda.
Þessar hugmyndir eru ríkjandi einfaldlega af því hnattvædd heimsvaldastefna undir merkjum markaðsfrjálshyggju er RÍKJANDI EFNAHAGSKERFI okkar daga – núverandi form heimsvaldastefnunnar og þróunarstig kapítalismans.
Það er þetta ríkjandi efnahagskerfi sem nú tröllríður mannkyninu og jörðinni. Það er MEGINVANDAMÁL OKKAR DAGA.
RÚV er kannski vorkunn af því ALLIR stjórmálaflokkar á Alþingi aðhyllast og styðja þetta efnahagskerfi og þessa hugmyndafræði. Engin raunveruleg stjórnarandstaða.
RÚV telur sig tilheyra „det gode selskap“. Þar á hægripopúlisminn/þjóðernispopúlisminn hins vegar ekki sæti. Af hverju ekki?
Af því hann rekur raunverulega stjórnarandstöðu, fer út fyrir meginstrauminn. Hann hafnar vissum þáttum í hinni ríkjandi hugmyndafræði: fyrst og fremst hnattvæðingarhyggjunni og að nokkru leyti markaðsfrjálshyggjunni. Hann gerir út á afleiðingar hnattvæðingarinnar – og hann gerir út á „flóttamannavandann“. Og hann þykist eiga góð svör og lausnir á þessum sviðum.
Sem hann á ekki.
Hægripopúlisminn/þjóðernispopúlisminn sækir margar hugmyndir sínar og lausnir til rasisma, þjóðrembu og fasisma – í mismiklum mæli. Sem er alveg nógu slæmt. Reynsla 20. aldar færir okkur órækar sannanir um það. Það er þó ekki það sama og að segja að umræddur popúlismi sé helsta ógn lýðræðisins nú um stundir. Því það er hann ekki.

Monday, September 24, 2018

"Sannanirnar" sem tengdu Afganistan við 11. september voru núll

(birt á "Stríðið í Miðausturlöndum" og fésbók SHA 21. sept 2018)
Hinn kanadíski Corbett Report sendir út afar vel gerða, skýra og skorinorða mynd um "lagalega grunninn" undir Afganistanstríðinu 2001 og öllu "stríðinu gegn hryðjuverkum" sem fylgdi. NATO nýtti þarna í fyrsta sinn grein 5 í stofnsáttmála sínum til stríðs á þeim grunni að ráðist væri á aðildarland og árásinni stjórnað utanlands frá. Utanríkisráðherrar NATO byggðu þá afstöðu á rapport Frank Taylors sendiherra frá bandaríska State Department um tengsl Afganistanstjórnar við árásina 11 sept. Leynd af rapportnum var "aflétt leynilega" 2008. Danski prófessor Niels Harrit opinberaði rapportinn: Það sýnir sig að í honum er nákvæmlegta EKKERT sem sýnir fram á slík tengsl. Bara þessi fullyrðing: "The facts are clear and compelling." Nýtt fyrir mig í myndinni voru vitnisburðir frú Rice og Rumsfelds um hin miklu bandarísku plön og undirbúning hernaðaraðgerða í Afganistan allt árið 2001. https://www.youtube.com/watch?v=Moz8hs2lJik&feature=youtu.be