Saturday, October 11, 2014

Tvöfalt líf Joe Bidens í Sýrlandi


6. október. Merkilegar játningar hjá Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna: að ISIS sé enginn erkióvinur heldur fyrst og fremst verkfæri "vina okkar" í því verki að steypa Assad. Svo komum við sjálfir [Vestrið] og ráðumst á verkfærið og vinnum um leið verkið, að steypa Assad. Lesið greinina og skoðið myndbandið! 


10. október. Málflutningur Vesturvelda gerist nú flókinn til að skýra vendinguna frá stuðningi við íslamista í Sýrlandi yfir í að lýsa þeim sem mestu ógn samtímans. Ein aðalfrétt RÚV í dag hljóðaði: "Bandaríkjamenn og Tyrkir hafa náð samkomulagi sem felur í sér að liðsmenn hófsamra uppreisnarmanna í Sýrlandi fái bæði þjálfun og vopn til að berjast gegn sveitum Íslamska ríkisins." En í ræðu sinni 2. okt viðurkenndi Joe Biden að sagan um hófsömu uppreisnarmennina væri því miður uppspuni: "the idea of identifying a moderate middle has been a chase America has been engaged in for a long time. We Americans think in every country in transition there’s a Thomas Jefferson hiding behind some rock, or a James Madison beyond one sand dune. The fact of the matter is, the ability to identify a moderate middle in Syria was—there was no moderate middle, because the moderate middle are made up of shopkeepers, not soldiers." Samt ætlar hann nú að styðja og vopna þessa sem ekki eru til. Mótsögnin í þessu liggur í tvöföldu hlutverki íslamistanna (wahabista): sem FÓTGÖNGULIÐAR Vestursins og sem GRÝLA sem réttlætir íhlutun Vestursins.