Thursday, March 15, 2018

Skrípal-leikur - May - Blair og efnaárásir á Bretland



Skrípal-leikurinn stigmagnast. Viðbrögð Guðlaugs Þórs fyrirsjáanleg: „Við höfum fram til þessa staðið með vestrænum vinaþjóðum okkar og ég á ekki von á því að það verði nein breyting þar á.“ Jæja, hafi Skripal verið svo hættulegur Rússum að þeir séu tilbúnir að setja bæði forsetakosningar í næsta mánuði og HM í knattspurnu í uppnám til að losna við hann af hverju í ósköpunum slepptu þeir honum þá í fangaskiptum? Theresa May segir „allt bendir til“ að „rússneska ríkið“ standi á bak við þessa „efnaárás gegn Bretlandi“. Ekki hefur hún haft fyrir að birta sannanir. Eru þær sambærilegar við „sannanir“ Tony Blair 2002 fyrir því að Saddam Hussain gæti gert efnaárás á Bretland á 45 mínútum? Sem hann svo notaði til að byggja upp stemningu fyrir innrás í Írak. 

Þegar Harold Pinter fékk nóbelinn 2005 notaði hann ræðu sína á Íraksstríðið og bresk-bandaríska stjórnarfarið og sagði: „Innrásin í Írak var verknaður brotamanna, blygðunarlaust ríkishryðjuverk og lýsti fullkominni fyrirlitningu á hugtakinu alþjóðalög... Bandaríkin gefa einfaldlega djöfulinn í SÞ, alþjóðalög eða ágreining og efasemdir annarra og skoða þær sem vanmáttugar og málinu óviðkomandi. Þau hafa líka sitt eigið jarmandi litla lamb sem eltir þau, hið aumkunarverða, afvelta Stóra-Bretland.“ (Sjá ræðuna)

No comments:

Post a Comment