(birt á fésbók SHA 16. mars 2018)
Murray Craig fyrrv sendiherra í Uzbekistan
Porton Down er tilraunastofa breska hersins, 10 mínútna akstur frá Salisbury þar sem eiturárásin á Skripal-feðginin var gerð. Craig Murray fyrrverandi breskur sendiherra segir hér að þeir á Porton Town hafi getu til að framleiða eiturefnið novitjok. Nú hafa sérfræðingarnir þar verið undir mikilli pólitískri pressu að bera vitni um að efnið hljóti að vera framleitt í Rússlandi. Það vildu þeir ekki gera en sættust loks á orðalagið að eitrið væri „af tegund sem þróuð var í Rússlandi“. Theresa May hefur síðan notað það orðalag og nákvæmlega sama orðalag var notað í sameiginlegri fréttatilkynningu Breta, Bandaríkjamanna, Þjóðverja og Frakka í gær. Sjáið hér umrædda grein eftir Craig Murray.
No comments:
Post a Comment