Thursday, March 15, 2018

RÚV vill ritskoða allt um Sýrlandsstríðið

(birt á fésbók SHS 13 mars 2018)

Vanessa Beeley rannsóknarblaðamaður talaði í Safnahúsi

Helstu pólar í umræðunni um Sýrlandsstíðið undanfarið byggja á eftirfarandi tveimur greiningum: 1) Stríðið kemur af því að friðsöm mótmæli, kæfð í blóði, þróast út í uppreisn gegn kúgaranum. 2) Stríðið hefur frá fyrsta degi verið staðgengilsstríð Vesturvelda með bandamönnum þeirra í Miðausturlöndum gegn fullvalda ríki, enn ein valdaskiptaaðgerðin. Það að rússnesk stjórnvöld geti skrifað upp á margt í seinni greiningunni þýðir auvitað ekki að hún sé frá þeim komin. Orðræðan í íslenskum fjölmiðlum hefur verið algjörlega einhliða undir fyrrnefndu greiningunni. Loks gerðist það eftir 7 ára stríð að út kemur á íslensku bók sem styður greiningu 2, og boðin er hingað þekkt bresk/frönsk blaðakona, Vanessa Beeley, sem styður hana líka, og haldinn fundur. Fundurinn í Safnahúsi sýndi að fylgendum greiningar 2 fjölgar. 

RÚV fór alveg á límingunni út af málinu. Og viðbrögðin sýna hver tónn hinnar ríkjandi orðræðu er nú um stundir.
   a) RÚV fékk nokkur boð á Vanessu-fund og Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður svaraði: „Ég nenni ekki að hlusta á samsæriskenningar frá fólki sem dreifir rugli og rússneskum lygum eins og þessi kona gerir. Hún er eiginlega bara rússneskt nettrōll. Hefurðu skoðað feril hennar og hverju hún dreifir? Rugl útí eitt!"
   b) RÚV-tröllið Egill Helgason tók ekki í mál að taka Vanessu í viðtal en kastaði síðan skít á aðstandendur fundarins í „Silfri“ sínu: „Dómsdagskjaftæði, nettröll og karlar með Rússablæti.“ Síðan vitnar hann í bréf frá „reyndum blaðamanni“ sem skrifaði: „Vanessa þessi virðist, meðvitað eða ómeðvitað, hluti af herferð Rússa sem miðar að því að gera skynsamt fólk óöruggt. Upplýsingaóreiða heitir þetta, að blanda öllu saman og rugla fólk svo í ríminu að það veit fyrir rest ekki hvað snýr upp og hvað niður.“
   c) RÚV neitaði að dekka fundinn en gerði það samt í Morgunútvarpinu á mánudag. Þórunn Ólafsdóttir blaðamaður var kölluð til að ræða um hann og um Vanessu. Hún hafði EKKI verið á fundinum (né lesið bókina) en hún hafði skrifað færslu um hann á facebook – og þess vegna fékk hún 17 mínútna viðtal! Spyrillinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir vitnaði í Guardian um að málflutningur Vanessu „virðist vera kominn frá Rússlandi“ og spurði svo: „Hvað finnst þér þá um að við séum að flytja til landsins fólk sem er að taka þátt í þessu áróðursstríði?“ Hlutlaus spurning! Í færslu sinni skrifar Þórunn: „Að vera það sem við myndum kalla stjórnarandstæðing heitir uppreisnarmaður í orðræðunni sem stjórn Assads, með fólk eins og Vanessu Beeley í fararbroddi, hefur tekist að tileinka umheiminum.“ Sem sagt Assad hefur „tekist að tileinka heiminum“ sína útgáfu og yfirtaka orðræðuna! 


Það er ekki nýtt að RÚV sé málpípa NATO-velda og stríðsstefnu þeirra. En hér er það fulltrúi ritskoðunar. Önnur sjónarmið heita nú "rússaáróður". Og sem endranær er ritskoðunin hörðust á sviði vestrænt rekinna styrjalda.

No comments:

Post a Comment