(birtist á Neistum.is 22. júlí 2020)
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á
nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum
málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á
efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um
að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning
hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð)
og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til
Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að
„markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að herða enn grimmdartök sín á
stríðshrjáðri og aðframkominni sýrlenskri þjóð.“ Sjá hér: https://www.ruv.is/frett/2020/07/11/lokad-a-alla-utanadkomandi-mannudaradstod-til-syrlands og hér: https://www.ruv.is/frett/2020/07/09/tillaga-russa-um-ad-takmarka-neydaradstod-felld
Þetta er dæmigert fyrir fréttaflutning RÚV frá Sýrlandi. Í Öryggisráðinu fyrr í júlí var tekist á um innflutning inn í Idlibhérað, eina svæði sem hryðjuverkamenn (RÚV: „uppreisnarmenn“) halda í Sýrlandi, og eina svæðið sem flest verstæn hjálparsamtök hafa starfað á. RÚV talar hins vegar ekki um hjálpargögn, og skort á þeim, til svæða í Sýrlandi þar sem 95% Sýrlendinga býr. Þar ríkir nú aukinn skortur líka – sem hvorki Rússar né Kínverjar bera ábyrgð á.
Þetta er dæmigert fyrir fréttaflutning RÚV frá Sýrlandi. Í Öryggisráðinu fyrr í júlí var tekist á um innflutning inn í Idlibhérað, eina svæði sem hryðjuverkamenn (RÚV: „uppreisnarmenn“) halda í Sýrlandi, og eina svæðið sem flest verstæn hjálparsamtök hafa starfað á. RÚV talar hins vegar ekki um hjálpargögn, og skort á þeim, til svæða í Sýrlandi þar sem 95% Sýrlendinga býr. Þar ríkir nú aukinn skortur líka – sem hvorki Rússar né Kínverjar bera ábyrgð á.
„Sesars-lög“ gegn Sýrlandi
Fyrir rúmum mánuði síðan, 17 júní, gengu í
gildi í Bandaríkjunum ný lög gegn Sýrlandi. Kallast þau Caesar Syria
Civilian Protection Act (Sesars-lög um verndun sýrlenskra borgara) og
herða á hinu banvæna umsátri um Sýrland. Tilvísunin til „Sesars“ í
þessum lögum er ekki til rómverska keisarans heldur vísar til dulnefnis
landflótta Sýrlendings sem hefur frá 2014 verið miðlægur í
áróðursherferðum gegn Sýrlandi. Hann var sagður hafa lagt fram þúsundir
ljósmynda frá líkhúsi í Damaskus þegar Sýrlandsstríð var í hámarki.
Myndirnar voru sagðar vera af fólki sem Assad hefði pyntað og drepið.
Þær fengu mikla dreifingu, m.a. gegnum Human Rights Watch sem hafa þó
síðar viðurkennt að a.m.k. helmingur myndanna sýni sýrlenska hermenn sem
lentu í höndum terrorista. Sjá grein The Greyzone um málið: https://thegrayzone.com/2020/06/25/us-qatari-intelligence-deception-produced-the-caesar-sanctions-syria-famine/amp/
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Sú aðferð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að styðja við hópa pólitískra vígamanna hefur ekki tekist, svo nú er veðjað á annað sóknarfæri og aðra aðferð, engu síður banvæna: að steypa efnahagnum og hindra enduruppbyggingu landsins. „Látið efnahagslífið kveina!“ (Make the economy screame!) voru skilaboð Nixons til CIA í Chile 1973. Efnahagslegt stríð til að steypa mótþróafullum ríkisstjórnum (sem þjóna ekki bandarískum hagsmunum) er ekki nýtt af hálfu Bandaríkjanna. Efnahagsþvinganir BNA gegn Norður Kóreu hafa staðið í 70 ár, gegn Kúbu í 60 ár, gegn Íran í 40 ár og Venesúela í 20 ár. Í Írak drápu efnahagsþvinganirnar milli stríðanna tveggja, 1991 og 2003, yfir milljón manns, helminginn börn.
Nýju Sesarslögin í Washington eru áþján sem bætast við 9 ára stríð gegn Sýrlandi, 9 ára harðar viðskiptaþvinganir (og minni þvinganir alveg frá 1979), hrun sýrlenska pundsins sem hefur hækkað matvöruverð í Damaskus 20-falt og nú síðast baráttu Sýrlendinga við Kovid 19. Lögin leitast við að banna Sýrlendingum allar bjargir, innflutning á nauðsynjum, meðulum eða orku, fjárfestingar, peningasendingar frá ættingju í útlöndum... Allt með þann yfirlýsta tilgang að „vernda“ þessa þjóð.
Almennur skortur sýrlensku þjóðarinnar, helst sultur, eru vopnin sem heimsvaldasinnar vona að bíti að lokum, með því að herða þumalskrúfuna og bæta nógu lengi á þjáningar þjóðarinnar svo að hún af alvöru snúist gegn ríkisstjórninni. Meðan hún snýst ekki gegn ríkisstjórn landsins skal hún heldur ekki fá að borða!
Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Sú aðferð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að styðja við hópa pólitískra vígamanna hefur ekki tekist, svo nú er veðjað á annað sóknarfæri og aðra aðferð, engu síður banvæna: að steypa efnahagnum og hindra enduruppbyggingu landsins. „Látið efnahagslífið kveina!“ (Make the economy screame!) voru skilaboð Nixons til CIA í Chile 1973. Efnahagslegt stríð til að steypa mótþróafullum ríkisstjórnum (sem þjóna ekki bandarískum hagsmunum) er ekki nýtt af hálfu Bandaríkjanna. Efnahagsþvinganir BNA gegn Norður Kóreu hafa staðið í 70 ár, gegn Kúbu í 60 ár, gegn Íran í 40 ár og Venesúela í 20 ár. Í Írak drápu efnahagsþvinganirnar milli stríðanna tveggja, 1991 og 2003, yfir milljón manns, helminginn börn.
Nýju Sesarslögin í Washington eru áþján sem bætast við 9 ára stríð gegn Sýrlandi, 9 ára harðar viðskiptaþvinganir (og minni þvinganir alveg frá 1979), hrun sýrlenska pundsins sem hefur hækkað matvöruverð í Damaskus 20-falt og nú síðast baráttu Sýrlendinga við Kovid 19. Lögin leitast við að banna Sýrlendingum allar bjargir, innflutning á nauðsynjum, meðulum eða orku, fjárfestingar, peningasendingar frá ættingju í útlöndum... Allt með þann yfirlýsta tilgang að „vernda“ þessa þjóð.
Almennur skortur sýrlensku þjóðarinnar, helst sultur, eru vopnin sem heimsvaldasinnar vona að bíti að lokum, með því að herða þumalskrúfuna og bæta nógu lengi á þjáningar þjóðarinnar svo að hún af alvöru snúist gegn ríkisstjórninni. Meðan hún snýst ekki gegn ríkisstjórn landsins skal hún heldur ekki fá að borða!
Að refsa „þriðja aðila“
Nú eru refsiaðgerðirnar víðtækari en áður
hefur þekkst. Lögin eru útvíkkun á fyrra viðskiptabanni sem beindist gen
sýrlenskum stofnunum og aðilum – og beinast nú líka gegn ríkjum,
fyrirtækjum, bönkum og persónum sem eiga viðskipti við Sýrland.
Samskipti við Sýrland skulu kosta viðkomani aðila stríð við BNA!
Tilgangurinn er að stöðva fyrirtæki sem þreifað hafa fyrir sér um
fjárfestingar í landinu og ríki sem tekið hafa upp diplómata-samband til
að taka þátt í endurreisn Sýrlands, núna þegar hin svokallaða
„uppreisn“ hefur að mestu verið kveðin niður. http://proletaren.se/artikel/caesarlagen-ar-tortyr-mot-oss-civila-syrier
Bandaríkin ganga á undan í efnahagsstríðinu en eru þó ekki ein. Mikilvægasti bandamaður þeirra við að refsa Sýrlandi er ESB sem einnig hefur staðið að víðtækum refsiaðgerðum gegn landinu frá 2011. ESB framlengdi þvinganir sínar 28. maí sl, alltaf til árs í senn. https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2020/05/28/syria-sanctions-against-the-regime-extended-by-one-year/
Bandaríkin hafa enn drottnandi stöðu í alþjóðlegu fjármálakerfi, og vestrænu sérstaklega, og þess vegna hafa slíkar refsiaðgerðir gegn „þriðja aðila“ (í þessu tilfelli aðila sem vill skipta við Sýrland) gríðarleg áhrif. Enginn vill að nauðsynjalausu kalla yfir sig bannfæringu frá Washington.
Aðferðin að refsa „þriðja aðila“ er ný aðferð í pólitískri stjórnkænsku sem í Washington kallast „framhaldsrefsiaðgerðir“ (secondary sanctions). „Framhaldsrefsiaðgerðir“, í þessu tilfelli Sesarslögin, „ná til viðskipta hvar sem er í heiminum sem snerta sýrlensk stjórnvöld eða ákveðnar sýrlenskar atvinnugreinar, jafnvel þó að þessi viðskipti tengist ekki Bandaríkjunum neitt“ skrifar Rebecca Barber við háskólann í Queensland, Ástralíu og slík löggjöf, segir hún „á hvergi heima í alþjóðalögum“ og hún vitnar í nýja samþykkt Allsherjarþings SÞ um að „einhliða þvingunaraðgerðir og löggjöf eru andstæð alþjóðalögum“. https://www.justsecurity.org/71189/the-new-u-s-caesar-sanctions-on-syria-are-illegal/
Þessi aðferð Bandaríkjanna að refsa „þriðja aðila“ er ekki alveg ný, heldur hefur Trumpstjórnin a.m.k. áður beitt henni gegn Íran. Einkum er það eftir að Bandaríkin árið 2018 sögðu sig frá kjarnorkusamningnum við Íran (sem gerður var 2015). Þá hertu þeir refsiaðgerðirnar gegn landinu, sem staðið höfðu í 38 ár og beindu þeim nú að öllum þeim sem eiga skipta við Írani, svo sem olíuviðskipti, aðrir viðskiptaaðilar, bankar, alþjóðleg tryggingafélög o.s.frv. Þarna varð nokkur aðskilnaður á milli BNA og bandamannanna í Evrópu sem m.a. höfðu eftir 2015 fjárfest í olíuiðnaði Írans – en evrópsk fyrirtæki og ríkisstjórnir hafa síðan í reyndinni bakkað út og beygt sig undir hið bandaríska vald af því refsivöndurinn lendir á þeim að öðrum kosti.
Bandaríkin ganga á undan í efnahagsstríðinu en eru þó ekki ein. Mikilvægasti bandamaður þeirra við að refsa Sýrlandi er ESB sem einnig hefur staðið að víðtækum refsiaðgerðum gegn landinu frá 2011. ESB framlengdi þvinganir sínar 28. maí sl, alltaf til árs í senn. https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2020/05/28/syria-sanctions-against-the-regime-extended-by-one-year/
Bandaríkin hafa enn drottnandi stöðu í alþjóðlegu fjármálakerfi, og vestrænu sérstaklega, og þess vegna hafa slíkar refsiaðgerðir gegn „þriðja aðila“ (í þessu tilfelli aðila sem vill skipta við Sýrland) gríðarleg áhrif. Enginn vill að nauðsynjalausu kalla yfir sig bannfæringu frá Washington.
Aðferðin að refsa „þriðja aðila“ er ný aðferð í pólitískri stjórnkænsku sem í Washington kallast „framhaldsrefsiaðgerðir“ (secondary sanctions). „Framhaldsrefsiaðgerðir“, í þessu tilfelli Sesarslögin, „ná til viðskipta hvar sem er í heiminum sem snerta sýrlensk stjórnvöld eða ákveðnar sýrlenskar atvinnugreinar, jafnvel þó að þessi viðskipti tengist ekki Bandaríkjunum neitt“ skrifar Rebecca Barber við háskólann í Queensland, Ástralíu og slík löggjöf, segir hún „á hvergi heima í alþjóðalögum“ og hún vitnar í nýja samþykkt Allsherjarþings SÞ um að „einhliða þvingunaraðgerðir og löggjöf eru andstæð alþjóðalögum“. https://www.justsecurity.org/71189/the-new-u-s-caesar-sanctions-on-syria-are-illegal/
Þessi aðferð Bandaríkjanna að refsa „þriðja aðila“ er ekki alveg ný, heldur hefur Trumpstjórnin a.m.k. áður beitt henni gegn Íran. Einkum er það eftir að Bandaríkin árið 2018 sögðu sig frá kjarnorkusamningnum við Íran (sem gerður var 2015). Þá hertu þeir refsiaðgerðirnar gegn landinu, sem staðið höfðu í 38 ár og beindu þeim nú að öllum þeim sem eiga skipta við Írani, svo sem olíuviðskipti, aðrir viðskiptaaðilar, bankar, alþjóðleg tryggingafélög o.s.frv. Þarna varð nokkur aðskilnaður á milli BNA og bandamannanna í Evrópu sem m.a. höfðu eftir 2015 fjárfest í olíuiðnaði Írans – en evrópsk fyrirtæki og ríkisstjórnir hafa síðan í reyndinni bakkað út og beygt sig undir hið bandaríska vald af því refsivöndurinn lendir á þeim að öðrum kosti.
Miðað á Rússland og Kína
Efnahagsstríðið gegn Sýrlandi og Íran
beinist auðvitað jafnframt gegn bandamönnum þessara landa, Rússlandi og
Kína. BNA og ESB standa sem kunnugt er að miklum refiaðgerðum gegn
Rússlandi. James Jeffrey, sérlegur fulltrúi Bandaríkjastjórnar um
Sýrlandsmál og sérlegur erindreki „Alþjóðlega bandalagsins gegn ISIS“
segir í viðtali að verkefni sitt sé að gera Sýrland að kviksyndi fyrir
Rússa: „Þetta er ekki Afganistan, þetta er ekki Víetnam“, útskýrir hann
og vísar til eldri styrjalda – en: „Verkefni mitt er að gera það að
kviksyndi fyrir Rússa.“ https://sputniknews.com/world/202005121079285040-us-military-presence-could-help-turn-syria-into-quagmire-for-russia---special-envoy/
Í viðtali við Hudson Institute segir Jeffrey að Bandaríkin muni gera allt til að hindra enduruppbyggingu í Sýrlandi. Og hann heldur því fram að refsiaðgerðirnar gegn Sýrlandi virki vel: ”Þess vegna er uppskrift mín að gera meira af því sama. Notum Sesarslögin þegar þau taka gildi, viðhöldum hinum hernaðarlega þrýstingi... sem heldur mikilvægum svæðum og auðlindum frá Sýrlandi, eins og forsetinn gjarnan tekur fram. Styðjum Ísrael, styðjum Tyrki og vinnum með Arabaheiminum og Evrópu svo enginn „hiki“ við refsiaðgerðirnar...“ http://proletaren.se/artikel/caesarlagen-ar-tortyr-mot-oss-civila-syrier
Jeffrey heldur því sem sé fram að með litlum herstyrk og með því að halda yfirráðum yfir olíunni megi vel hindra Sýrland í að ná nokkrum efnahagslegum markmiðum, þ.e.a.s. byggja efnahagslíf sitt upp aftur. Sýrlenska pundið hefur kolfallið svo matarverð hefur 20-faldast. Þetta virkar! Mjög svipað er uppi á teningnum í Líbanon sem er nú refsað fyrir að skipta við Sýrland.
Refsiaðgerðirnar gegn Íran eru formlega einn meginþáttur í efnahagsstríði Bandaríkjanna gegn Kína, nefnilega sú ásökun Trump-stjórnar að kínverski tæknirisinn Huawei hefði brotið bandaríska refsilögggjöf (bandaríska refsilöggjöf!) gegn Írönum með því að selja þeim síma. Svo Kanada var skipað að handtaka fjármálastjóra Huawei, sem Kanada gerði.
Eftir fall Sovétríkjanna, og eftir það „áfall“ sem íranska byltingin 1979 var, settu Bandaríkin sér að ná fullum yfirráðum í Austurlöndum nær – mikilvægur liður í keppni þeirra að heimsyfirráðum. Sjá hér: https://neistar.is/greinar/iran-heimsvaldastefnan-og-midsvaedid/ Undanfarið ár hefur mál vestrænu fréttastofanna orðið skýrara: Óvinurinn er Kína og bandamenn þeirra. Efnahagsstríð Bandaríkjanna, með Vestrið í eftirdragi, við Kína er nýhafið og mun magnast stig af stigi.
Í viðtali við Hudson Institute segir Jeffrey að Bandaríkin muni gera allt til að hindra enduruppbyggingu í Sýrlandi. Og hann heldur því fram að refsiaðgerðirnar gegn Sýrlandi virki vel: ”Þess vegna er uppskrift mín að gera meira af því sama. Notum Sesarslögin þegar þau taka gildi, viðhöldum hinum hernaðarlega þrýstingi... sem heldur mikilvægum svæðum og auðlindum frá Sýrlandi, eins og forsetinn gjarnan tekur fram. Styðjum Ísrael, styðjum Tyrki og vinnum með Arabaheiminum og Evrópu svo enginn „hiki“ við refsiaðgerðirnar...“ http://proletaren.se/artikel/caesarlagen-ar-tortyr-mot-oss-civila-syrier
Jeffrey heldur því sem sé fram að með litlum herstyrk og með því að halda yfirráðum yfir olíunni megi vel hindra Sýrland í að ná nokkrum efnahagslegum markmiðum, þ.e.a.s. byggja efnahagslíf sitt upp aftur. Sýrlenska pundið hefur kolfallið svo matarverð hefur 20-faldast. Þetta virkar! Mjög svipað er uppi á teningnum í Líbanon sem er nú refsað fyrir að skipta við Sýrland.
Refsiaðgerðirnar gegn Íran eru formlega einn meginþáttur í efnahagsstríði Bandaríkjanna gegn Kína, nefnilega sú ásökun Trump-stjórnar að kínverski tæknirisinn Huawei hefði brotið bandaríska refsilögggjöf (bandaríska refsilöggjöf!) gegn Írönum með því að selja þeim síma. Svo Kanada var skipað að handtaka fjármálastjóra Huawei, sem Kanada gerði.
Eftir fall Sovétríkjanna, og eftir það „áfall“ sem íranska byltingin 1979 var, settu Bandaríkin sér að ná fullum yfirráðum í Austurlöndum nær – mikilvægur liður í keppni þeirra að heimsyfirráðum. Sjá hér: https://neistar.is/greinar/iran-heimsvaldastefnan-og-midsvaedid/ Undanfarið ár hefur mál vestrænu fréttastofanna orðið skýrara: Óvinurinn er Kína og bandamenn þeirra. Efnahagsstríð Bandaríkjanna, með Vestrið í eftirdragi, við Kína er nýhafið og mun magnast stig af stigi.
Síbreytilegar yfirskriftir stríðsins
Réttlæting bandarískra (og verulegu leyti
annarra vestrænna) stjórnvalda fyrir aðgerðum sínum gegn Sýrlandi hafa
breyst ört í áranna rás. Það byrjaði sem mikill stuðningur við „uppreisn
fólksins gegn harðstjóra“ með opinskárri kröfu Clinton og Obamastjórnar
um „regime change“. Þegar það dugði ekki var herferðinni breytt yfir í
„stríð gegn hryðjuverkum“, þ.e.a.s. yfirlýst stríð gegn sömu hópum sem
BNA og bandamenn höfðu skapað og stutt hvað mest fram að því. Þá kom
stuðningur við Kúrda og kúrdneska sjálfsstjórn sem einnig nýttist til að
halda „mikilvægum svæðum og auðlindum frá Sýrlandi“. „Tryggjum olíuna!“
er slagorð Trumps, en einnig eru bestu kornræktarsvæði landsins skorin
af frá Damaskus. Þegar ISIS virtist brotið á bak aftur kom vígorðið að
„stöðva útþenslu Írans!“, síðan að skapa „kviksyndi fyrir Rússa“. Nú
síðast er málið einfaldlega að pína sýrlensku þjóðina (og þá írönsku)
með skorti þar til hún snýst gegn stjórnvöldum, en það er auðvitað gert
til að frelsa hana!
Framanskráðum yfirskriftum stríðsins er jafnóðum endurvarpað í stóru bandarísku og vestrænu fréttastofunum. Það er stundum erfitt fyrir RÚV (og Fréttablaðið og Moggann) að hanga á í beygjunum en það hefur tekist furðanlega af því engin önnur fréttamiðlun heyrist hér sem truflar mötunina.
Framanskráðum yfirskriftum stríðsins er jafnóðum endurvarpað í stóru bandarísku og vestrænu fréttastofunum. Það er stundum erfitt fyrir RÚV (og Fréttablaðið og Moggann) að hanga á í beygjunum en það hefur tekist furðanlega af því engin önnur fréttamiðlun heyrist hér sem truflar mötunina.
Íran getur samið við Kína – getur Sýrland það?
Viðskiptamunstrið færist nú í átt að
kaldastríðsmunstri. Það ríkir í reyndinni fullkomið viðskiptabann
Vestursins á Sýrland og Íran þó það sé að nokkru leyti óformlegt. Og
þrengingar vaxa að því skapi. En þvingunaraðgerðirnar neyða þolendur
þeirra til að þjappa sér betur saman – Rússland, Íran, Kína, Sýrland,
Venesúela o.s.frv. Nú nýverið gerði Íran mikinn viðskiptasamning við
Kína sem „spannar næsta aldarfjórðung og dregur upp kort af framtíðinni
frátengdri Bandaríkjunum“ skrifar Asia Times https://asiatimes.com/2020/07/china-iran-deal-eyes-a-future-decoupled-from-us/
Samkvæmt samningnum mun Kína fjárfesta gríðarmikið og er það hluti af
kínverska prógramminu Belti og braut. Þar er fremst í röðinni mikil
þátttaka Kína í olíu- og orkumálum Írans.
Slíkur samningur hefur örugglega mikla
þýðingu fyrir Íran. Ekki bauðst Írak neinn slíkur bjargvættur eða neitt
slíkt bjargræði eftir Persaflóastríðið 1991 þegar BNA ein réðu öllu í
heiminum, svo írakska þjóðin mátti bara svelta og þjást undir
viðskiptabanninu. En ekki er víst að Sýrland sé í aðstöðu til að gera
tilsvarandi samning við Kína og Íran getur gert. Kína er fyrst og fremst
viðskiptaaðili. Sýrland á enn í eyðileggjandi stríði og ræður t.d. ekki
yfir eigin olíu. Þess vegna er líklega ekki í augsýn neinn endir á
þjáningum Sýrlendinga. Enda er þjáning þeirra einn tilgangur stríðsins,
frá sjónarhóli heimsvaldasinna.
No comments:
Post a Comment