Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir
dráp lögreglunnar á George Floyd í Minneapolis felst augljóslega
gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó
mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá
valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar
ályktanir um mótmælahreyfinguna.
Rasismi – ofbeldi – misskipting
- Í Bandaríkjunum eru svartir hlutfallsega miklu oftar drepnir en hvítir.
- Svartir íbúar í Bandaríkjunum eru að jafnaði miklu fátækari en hvítir og hafa verið það allt frá dögum þrælasölu og þrælahalds.
- Í bandarískum fangelsum eru 33% vistmanna svartir, sem er nærri þrefalt hlutfall þeirra af þjóðinni (12%).
- Ofbeldisglæpir í Bandaríkjunum eru mjög bundnir fátækrahverfum borganna. Þar búa hlutfallslega margir svartir.
- Blökkumenn sem drepnir eru í BNA eru langoftast drepnir af öðrum blökkumönnum.
- Þeir sem drepnir eru í Bandaríkjunum – af lögreglu og öðrum – eru fátækir.
Af fréttum frá BNA má skilja að grundvallarvandamál samfélagsins vestan hafs sé rasisminn og hann er skoðaður sem sjálfstætt og einangrað þjóðfélagsböl. Í því formi er kynþáttavandamálið raunar notað í stjórnmálabaráttunni í BNA.
Lögregluofbeldið
- Kynþáttafordómar hjá bandarísku löggunni eru umtalsverðir. Þeir eru samt ekki gegnumgangandi.
- Á hinn bóginn: bandaríska lögreglan er ofbeldisfull. Árlega drepur hún við störf sín yfir 1000 manns. Um 30% þeirra eru svartir sem er yfir helmingi hærra hlutfall en hlutfall þeirra af þjóðinni (rómansk-amerískir eru í litlu minni hættu). Af barsmíðum, ógnunum og ofbeldi lögreglu fá svartir tilsvarandi skerf.
- Aðalmálið er samt ekki að lögreglan drepi blökkumenn. Málið er að hún drepur fátæka. Hún drepur næstum aldrei fólk meðal hinna auðugu. Lögregluofbeldið stjórnast fyrst og fremst af stéttakúgun en ekki kynþáttastefnu. Lögreglan er valdatæki ríkjandi stéttar.
Covid
Hin alvarlegu uppþot núna í Bandaríkjunum
verða þegar samfélagið er í mikilli spennu. Nú hefur Covid-kreppan
kastað nærri 40 milljón manns út í atvinnuleysi í viðbót við þær
milljónir sem fyrirfram hjörðu í réttindalausri eymd. Efnahagslífið er í
frjálsu falli og biðraðir í götueldhús gerast ævintýralega langar. Á
sömu mánuðum hefur auður bandarískra milljarðamæringa (billionaries)
aukist um 450 milljarða dollara.
Stórauðvald nútímans þarf ekki á rasisma að halda
Rasismi hefur verið samofinn bandarískum
kapítalisma frá tíma þrælasölu og þrælahalds. Auðstétt BNA hefur lengi
hagnast á klofningi alþýðu út frá húðlit og arðrænt réttindalausa
minnihlutahópa aukalega. Evrópsku nýlenduveldin þróuðu rasisma á sinn
hátt til að undirbyggja arðrán sitt. Hjá þeim þjónaði hugmyndin um æðri
og óæðri þjóðir mikilvægum tilgangi þegar þær lögðu undir sig lönd til
arðráns. Svo ekki sé minnst á hugmyndir Þriðja ríkisins um „undirfólk“
sem þjónaði þeim tilgangi að skapa þýsku auðmagni „lífsrými“. En þetta
er í þátíð.
Það er hins vegar nokkuð ljóst að hið hnattvædda bandaríska fjármálaauðvald – sem er ríkjandi hluti bandarískrar auðstéttar nú ná dögum – hefur enga sérstaka þörf fyrir rasisma. Allar helstu fjármálastofnanir á Wall Street – sem jafnframt eru alstærstu eigendur í hinu hnattvædda vestræna auðvaldskerfi – hafa eftir drápið á George Floyd lýst yfir skilningi á og stuðningi við mótmælin og hreyfinguna Black Lives Matter. Það á við um æðstu forstjórana í BlackRock, Wells Fargo, JPMorgan Chase, Goldman Sachs og Citigroup. Sjá umfjöllun CNBC um þetta hér: https://www.cnbc.com/2020/06/01/wall-street-ceos-speak-out-about-george-floyd-and-protests-rocking-us-cities.html
Það er hins vegar nokkuð ljóst að hið hnattvædda bandaríska fjármálaauðvald – sem er ríkjandi hluti bandarískrar auðstéttar nú ná dögum – hefur enga sérstaka þörf fyrir rasisma. Allar helstu fjármálastofnanir á Wall Street – sem jafnframt eru alstærstu eigendur í hinu hnattvædda vestræna auðvaldskerfi – hafa eftir drápið á George Floyd lýst yfir skilningi á og stuðningi við mótmælin og hreyfinguna Black Lives Matter. Það á við um æðstu forstjórana í BlackRock, Wells Fargo, JPMorgan Chase, Goldman Sachs og Citigroup. Sjá umfjöllun CNBC um þetta hér: https://www.cnbc.com/2020/06/01/wall-street-ceos-speak-out-about-george-floyd-and-protests-rocking-us-cities.html
Ekki má aðskilja andrasisma og stéttabaráttu
Einhver myndi segja að þarna sé mikil hræsni
á ferð. Og þessi umræddu „mannréttindaöfl“ eiga nóg af hræsninni. En
það breytir því ekki að hnattvætt fjármálaauðmagn kýs helst að arðræna
okkur alveg óháð kynþætti, þjóðerni, kyni, eða kynhneigð. Hnattvætt
stórauðvald er „alþjóðasinnað“. Ekki nóg með það, átök milli kynþátta
hentar stórauðvaldinu vel. Og ekki síst hentar því vel sú tegund
vinstrimennsku sem gerir átökin milli rasisma og andrasisma að
höfuðandstæðum í samfélagi nútímans í staðinn fyrir stéttaandstæðurnar.
Meðan slík stefna stendur sterkt verður töf á því að verkalýður
sameinist þvert á húðlit gegn hinu sífámennara einokunarauðvaldi – og
það getur því sofið rólega enn um sinn.
Þessi tegund af „andrasisma“ aðlagar sig bandaríska tvíflokkakerfinu þar sem íhaldsmenn standa gegn frjálslyndum. Báðar fylkingarnar eru jafnmiklir fulltrúar stórauðvaldsins. Þar hallar á hvorugan. Böl auðvaldsins er nefnt af hvorugum. Átökin milli þeirra snerta sem sagt ekki aðalatriðið. Takmarkanir mótmælahreyfingarinnar felast í því að hvaða marki þessum öflum tekst að aðskilja andrasismann og stéttabaráttuna.
Þessi tegund af „andrasisma“ aðlagar sig bandaríska tvíflokkakerfinu þar sem íhaldsmenn standa gegn frjálslyndum. Báðar fylkingarnar eru jafnmiklir fulltrúar stórauðvaldsins. Þar hallar á hvorugan. Böl auðvaldsins er nefnt af hvorugum. Átökin milli þeirra snerta sem sagt ekki aðalatriðið. Takmarkanir mótmælahreyfingarinnar felast í því að hvaða marki þessum öflum tekst að aðskilja andrasismann og stéttabaráttuna.
No comments:
Post a Comment