(Birtist á fésbók SHA 17. febr. 2019)
Bollalagt um aukin hernaðarumsvif. Guðlaugur Þór og Mike Pompeo
Mike Pompeo kom. Hann lýsti yfir á blaðamannafundi að BNA ætli að hætta að
„vænrækja bandamenn á noðurslóðum“, en „segir að ákveðið verði í
samvinnu við Ísland hvernig og hvert sé best að flytja hergögn og annað,
til að tryggja öryggi á norðurslóðum.“
Síðan komu fulltrúar
íslenskra stjórnvalda og túlkuðu boðskapinn. Katrín Jakobsdóttir sagðist
hafa sagt Pompeo að „mikilvægt sé að ekki verði hernaðarumsvif á
norðurskauti“. Guðlaugur Þór sagði aðeins fleira, enda ræddi hann meira
við Pompeo. Samkvæmt RÚV: „Guðlaugur Þór túlkar orð Pompeo um flutning
hergagna ekki sem svo að Bandaríkjamenn séu að boða aukin
hernaðarumsvif“ ... „það er ekkert neitt annað í gangi en það sem er
búið að vera í gangi á undanförnum árum“. En jú, það er annar aðili sem
hefur magnað spennuna: „Frá því Rússar hertóku og innlimuðu Krímskaga í
Rússland fyrir fimm árum hafa þeir aukið umsvif sín á norðurslóðum og
ríki Atlantshafsbandalagsins brugðist við með því að styrkja
varnarviðbúnað í Evrópu.“
Í framhaldinu ræddi RÚV við aðstoðarmann
Guðlaug Þórs, Borgar Þór Einarsson, og hann hagaði orðunum allt öðru
vísi.: „Því miður þá er það þannig að hernaðarumsvif eru að aukast.“ Ennfremur samkvæmt Borgari Þór: „Aðstoðarmaðurinn segir að ekki megi skilja þau
ummæli öðruvísi en að Bandaríkjamenn ætli í auknum mæli að beina sjónum
sínum að Norður Atlantshafi.“
Þetta er sérkennileg blanda af
sefandi hughreystingarorðum og stríðsöskrum. Fyrst fer friðardúfan
Katrín og segir „öll dýr í skóginum skulu vera vinir“. Svo kemur
Guðlaugur Þór og segir ekkert hefur breyst – nema jú, vaxandi yfirgangur
Rússa. Svo kemur aðstoðarmaðurinn og segir að síðan herinn fór af
Miðnesheiði árið 2006 „hafi Bandaríkin lítið hugað að ástandinu á
norðurslóðum“. Og raunverulega er ástandið alvarlegt: „Hernaðarumsvif
Rússa og uppbygging er auðvitað mest hér, miklu meiri en uppbygging
Bandaríkjamanna. Því miður þá er það þannig að hernaðarumsvif eru að
aukast,“ sagði Borgar.“
Er það rétt að Bandaríkin hafi „lítið hugað
að ástandinu á norðurslóðum.“ Við munum enn Trident Juncture í haust:
10 herskip, 6000 sjóliðar, 400 bandarískir landgönguliðar á Íslandi, og
héðan stukkur þeir yfir í mestu heræfingu í Skandinavíu eftir kalda
stríðið: 50 þúsund hermenn, 8 þúsund stríðsökutæki og skriðdrekar, 70
herskip og 130 flugvélar bara í Noregi. Og ári áður var 20 þúsund manna
NATO-æfing í Svíþjóð. Bandaríski flotinn hefur fengið tvær fstar
herstöðvar í Noregi. Norðurlönd liggja flöt sem stökkpallur fyrir
Bandaríkin og NATO gegn Rússum. Hver ógnar hverjum? Hver æfir stríð við
landamæri hvers? Árið 2017 stóðu Rússar fyrir 3.8% af herútgj-öldum
heims, Bandaríkin 35%.
Sem sagt. Íslenska ríkisstjórnin tekur þátt í
stríðsvæðingu norðursvæðanna undir forustu Bandaríkjanna. En með
þátttöku VG og með mjúkum talanda Guðlaugs Þórs er hægt að gera það
undir friðarfánum.
No comments:
Post a Comment