Saturday, May 5, 2018

Elías um ellefta september: Tíu punktar um yfirhylmingu

(birtist á síðunni Stríðið í Mið-Austurlöndum 5. maí 2018)


Hafandi fersk í minni tvö ný hryðjuverk með sterk einkenni sviðssetninga – eiturárásina á Skripal feðginin og „eiturárásina“ nýju í Douma – sem báðar þjóna stríðsrekstri Vestursins í Miðausturlöndum og vígvæðingunni gegn Rússum er rík ástæða til að rifja upp hryðjuverkið mikla 11. sept 2001 sem  var upphafsatriði „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem BNA og NATO lýstu yfir í kjölfarið og hefur síðan geysað og sett Stór-Miðausturlönd á hliðina og skapað flóttamannavandann...


Í meðfylgjandi grein lýsir Elías okkar Davíðsson í 10 punktum eftirmálum atburðarins. Hann bindur sig fyrst og fremst við réttarfarslega meðferð glæpsins (bæði refsiréttar- og þjóðréttarlega) – og sýnir að hún hefur stórum meiri einkenni yfirhylmingar en einkenni afhjúpunar og upplýsingar.


Fyrstu punktar Elíasar einir og sér sýna ærna annmarka: Að stjórnvöld BNA hafi ekki ekki sótt til saka nokkurn mann fyrir glæpinn, hvorki fangana í Guantánamo né aðra. Að stjórnvöld BNA og forusta NATO hafi ekki, þegar þau réðust á Afganistan mánuði eftir glæpinn og hófu „stríðið gegn hryðjuverkum“, lagt fram nein göng sem tengdu Afganistan við hryðjuverkið, og ekki gert það síðar heldur. Að stjórnvöld BNA skuli jafnvel ekki hafa saksótt Osama bin Laden, FBI m.a.s. viðurkennt að sig skorti ‘hard evidence connecting Bin Laden to 9/11”.
Þessi málsmeðferð á það sameiginlegt með málsmeðferð kringum hin nýfrömdu hryðjuverk að sönnunargögn málanna hverfa í dularfullt myrkur og eru algert aukaatriði í orðræðunni, en þeim mun meira er fjölmiðlafárið sem frá fyrsta degi er leikstýrt í einn farveg stríðsæsinga. Sjá grein Elíasar.

No comments:

Post a Comment