Í olíukreppunni snemma á 8. áratug gerðu BNA
samning við Sádi-Arabíu. Þau skyldu kaupa olíu sína af Sádum og sjá þeim í
staðinn fyrir vopnum (og brátt herstöðvum). Sádar skyldu nota stöðu sína í OPEC
til að halda olíuverði niðri og tryggja að öll olía skyldi keypt GEGN DOLLURUM.
Olíudollara sína skyldu Sádar (og OPEC-lönd) binda í Bandaríkjunum með kaupum á
bandarískum ríkisskuldabréfum. Auk þess: lönd sem kaupa olíu þyrftu þar með að
skaffa sér dollara svo að dollarinn varð ríkjandi gjaldmiðill heimsviðskipta. BNA
gátu nú safnað skuldum og Alríkisbankinn gat prentað endalaust af dollar án
þess að gengi hans félli, vitandi að alltaf er eftirspurn fyrir hendi, og gat
þannig fjármagnað ævintýralegan ríkisfjárhallann. Olíudollarinn er hornsteinn
undir hnattrænni valdastöðu Bandaríkjanna. Ríki sem hóta að hundsa
olíudollarakerfið eru ekki tekin silkihönskum (m.a. Írak, Líbía og reyndar Sýrland).
Enda: ef olíudollarakerfið hrynur er hætt við að skuldasprengja BNA springi. Hlustið á grátt gaman Lee Camp:
No comments:
Post a Comment