Roberet Mueller sérstakur saksóknari
„Rannsókn undir stjórn Roberts Muellers, sérstaks
saksóknara, leiddi ekki í ljós nein sönnunargögn fyrir því að Donald Trump og
kosningabarátta hans hefðu haft samráð við rússnesk yfirvöld í aðdraganda
forsetakosninganna árið 2016.“ (http://www.ruv.is/frett/trump-hafdi-ekki-samrad-vid-russa
)
Ímyndið ykkur, þetta var beiskur kaleikur að tæma fyrir RÚV,
enda er þetta stutt frétt og málið ekki endurtekið. Málið hefur verið risavaxið
og tröllriðið bandarískum fréttaveitum í tvö ár,
þar með öllum helstu vestrænum meginstraumsmiðlum og endurvarpsstöðinni RÚV.
Fyrir réttu ári skrapp málið svo allmikið saman þegar Mueller, sérstakur
saksóknari, ákærði þrettán vesæl rússnesk nettröll fyrir «upplýsingastríð», að
reyna «grafa undan trausti» bandarískra kjósenda. Og nú sem sagt er
„Rússarannsókn lokið“ og „engar ákærur lagðar fram“ um tengsl Trumps við Rússa.
Tapari málsins eru
meginstraumsmiðlarnir. Mesta samsæri síðari tíma var blaðra sem sprakk. Þeir
sitja eftir með flekkaðan blaðamennskufána. Fjölmiðlaveldið sem mest fordæmir
samsæriskenningar er einmitt sú pressa sem mest hefur básúnað samsæriskenningu
allra samsæriskenninga. Fjölmiðlaveldið sem gerði „fake news“ (falsfréttir) að
sínu mikla vísdómsorði (um aðferðir Pútíns) er sama veldi og framleitt hefur í
fréttafabrikkum sínum þessa stærstu „fake news“ síðari tíma. Pínlegt.
Bólan er sprungin vonum við, sennilega ekki
horfin fyrir því. En hún hefur samt þjónað tilgangi sínum: aukið efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn Rússum, girt fyrir það sem virtist stefnumál hjá Trump – að
koma á eðlilegu viðskiptasambandi við Rússa – aukið vopnaframleiðsluna og
stríðshættuna um nokkur stig. Hlutir eins og tvær herstöðvar Bandaríkjanna og
NATO í Noregi hægfara endurkoma stöðvarinnar á Íslandi tengjast þessu nokkuð
beint líka og rífandi gangur á hlutunum.
No comments:
Post a Comment