Damaskus aftur örugg borg. Gleðilegt jólahald
„Stríðið langa“ í Stór-Miðausturlöndum hófst 2001. Helstu vígvellir: Afganistan, Írak, Líbía og Sýrland. Barist er um yfirráðin í heimshlutanum og er það hluti af tafli um heimsyfirráð. Nýjasta stóra lota stríðsins er háð í Sýrlandi og hún er langt komin. Miklar og gleðilegar breytingar urðu í Sýrlandsstríðinu á árinu og stórtíðindi nú síðast í desember:
1) Donald Trump boðaði 19. desember heimkvaðningu bandarískra herja frá Sýrlandi. Átök eru þó veruleg um málið í Pentagon, varnarmálaráðherra Mattis hefur sagt af sér og Trump hefur nú hægt á heimkvaðningunni miðað við fyrstu yfirlýsingar.
2) Tyrkir og Rússar funduðu á hæsta pólitíska plani 29. desember um samstilltar aðgerðir í Sýrlandi gagnvart bandarísku heimkvaðningunni. Þar skal „fullveldi Sýrlands“ haft að leiðarljósi. http://www.hurriyetdailynews.com
3) Sama dag barst sú fregn að kúrdnesku herirnir SDF/YPG (og flokkurinn PYD) sem haldið hafa hinum hernaðarlega mikilvæga bæ Manbij í norðri hefðu beðið Sýrlandsher um að koma og yfirtaka stjórn bæjarins. http://www.kurdistan24.net Aðskilnaðar-Kúrdar óttast tyrkneska innrás miklu meira en þeir óttast Assadstjórnina. Þetta boðar mjög trúlega að Kúrdarnir muni opna fyrir sömu lausn mála í Norðaustur-Sýrlandi.
4) Sameinuðu furstadæmin og Bahrain opna nú sendiráð sín aftur í Damaskus. Ennfremur er Sýrlandi víst boðið aftur í Arababandalagið sem landinu var vísað úr 2011. Írak til dæmis hefur lýst yfir stuðningi við það og Saudi Arabía hefur sagt að það muni ekki snúast gegn því. https://www.almasdarnews.com
Trump breytir stefnunni
Umskiptin hjá bandarísku herstjórninni eru
mikil og söguleg, gangi þau fram sem horfir. Sömuleiðis hjá Tyrkjum og
Sádum sem til þessa hafa notfært sér stríð Vestursins gegn Sýrlandi til
að þjóna eigin stórveldisdraumum (fyrir Sáda er stríðið gegn Sýrlandi
liður í veikingu Írans).
Hvað er í gangi? „Jólagjöf til Pútíns“? Hrossakaup við Rússa? Uppgjöf fyrir harðstjóranum Assad? Svik Trumps við bandamenn sína í NATO? Svik við lýðræði og mannréttindi? Svik við Kúrda? Skýringar stuðningsmanna stríðsins gegn Sýrlandi eru margar og margvíslegar. Fram stíga riddarar „vestrænna mannréttinda“ sem berja sér á brjóst og tala um svik við einhvern dularfullan málstað í Sýrlandi. En málið er einfaldara. Nærtækasta skýringin er að stefnubreyting Trumps sé „sigur raunsæis“ í Washington, m.ö.o. að um síðir sé horfst sé í augu við staðreyndirnar á vígvellinum: Hernaðarlega er stríðið töpuð skák.
Bandaríkin og NATO – ásamt bandamönnum á svæðinu, Persaflóafurstum, Ísrael, Tyklandi – réðust í valdaskiptaaðgerð í Sýrlandi í framhaldi af Afganistan, Írak og Líbíu. Þetta var aldrei „uppreisn“ heldur innrás gegnum staðgönguheri. En hún mistókst. Frá 2015 hefur stríðsgæfan snúist stjórnvöldum Sýrlands í vil og Sýrlandsher hefur náð tökum á stöðunni. Það gerðist eftir að Rússar hófu hernaðaraðstoð við landið eftir beiðni frá Sýrlandsstjórn – auk aðstoðar frá Íran og líbönsku Hizbollah.
Hvað er í gangi? „Jólagjöf til Pútíns“? Hrossakaup við Rússa? Uppgjöf fyrir harðstjóranum Assad? Svik Trumps við bandamenn sína í NATO? Svik við lýðræði og mannréttindi? Svik við Kúrda? Skýringar stuðningsmanna stríðsins gegn Sýrlandi eru margar og margvíslegar. Fram stíga riddarar „vestrænna mannréttinda“ sem berja sér á brjóst og tala um svik við einhvern dularfullan málstað í Sýrlandi. En málið er einfaldara. Nærtækasta skýringin er að stefnubreyting Trumps sé „sigur raunsæis“ í Washington, m.ö.o. að um síðir sé horfst sé í augu við staðreyndirnar á vígvellinum: Hernaðarlega er stríðið töpuð skák.
Bandaríkin og NATO – ásamt bandamönnum á svæðinu, Persaflóafurstum, Ísrael, Tyklandi – réðust í valdaskiptaaðgerð í Sýrlandi í framhaldi af Afganistan, Írak og Líbíu. Þetta var aldrei „uppreisn“ heldur innrás gegnum staðgönguheri. En hún mistókst. Frá 2015 hefur stríðsgæfan snúist stjórnvöldum Sýrlands í vil og Sýrlandsher hefur náð tökum á stöðunni. Það gerðist eftir að Rússar hófu hernaðaraðstoð við landið eftir beiðni frá Sýrlandsstjórn – auk aðstoðar frá Íran og líbönsku Hizbollah.
Engin uppreisn í Sýrlandi
Veiku hliðar innrásarinnar í Sýrland komu þá
fljótlega í ljós. Gangur stríðsins hefur síðan afhjúpað lygina um
„uppreisn í Sýrlandi“. Það sem mestu hefur ráðið um þróun stríðsins er
einmitt það að stuðningur heimamanna við „uppreisnina“ hefur reynst afar
lítill en stuðningurinn við eigin her er þeim mun traustari og fer
sívaxandi. Frá 2011 hafa árásaröflin með öllum ráðum reynt að skara eld
að trúarátökum og liða landið þannig sundur, en nú er orðið ljóst að
hinir mismunandi vígahópar íslamista eru ekki birtingarmynd
trúarsundrungar í Sýrlandi heldur eru þeir fyrst og fremst verkfæri ytri
íhlutunarafla. Það sem vestrænu fréttastofurnar tala um sem
„uppreisnaröfl“ eru málaliðasveitir algjörlega bornar uppi og
fjármagnaðar, og mikið til mannaðar, utan lands frá. Sú íhlutun fer
fullkomlega í bága við þjóðarétt og kemur þess vegna fram í margs konar
dulargerfum, vopnaaðstoðin og fjármögnun hryðjuverkamanna er að
tjaldabaki og stríð Vestursins gegn landinu svo „leynilegt“ sem kostur
er. Sýrlandsher hefur hins vegar notið sívaxandi stuðnings þjóðar sinnar
eftir því sem honum gengur betur að losa hana við plágu
hryðjuverkasveitanna.
Vestrænir bófar og vestrænir kjánar vanmátu sýrlensku þjóðina hræðilega. Sókn stjórnahersins sem hófst 2015 hefur staðið linnulaust síðan. Sögulegir stóráfangar hennar voru frelsun Austur-Aleppo í des. 2016, Deir Ezzor í september 2017, frelsun Douma og Austur Ghouta vorið 2018. Heimspressan (vestrænu fréttastofurnar) hélt sig fjarverandi á þessum sögulegu augnablikum og þagði. Hryðjuverkasveitirnar hafa nú að langmestu leyti verið einangraðar í héraðinu Idlib í norðvesturhorni landsins.
Vestrænir bófar og vestrænir kjánar vanmátu sýrlensku þjóðina hræðilega. Sókn stjórnahersins sem hófst 2015 hefur staðið linnulaust síðan. Sögulegir stóráfangar hennar voru frelsun Austur-Aleppo í des. 2016, Deir Ezzor í september 2017, frelsun Douma og Austur Ghouta vorið 2018. Heimspressan (vestrænu fréttastofurnar) hélt sig fjarverandi á þessum sögulegu augnablikum og þagði. Hryðjuverkasveitirnar hafa nú að langmestu leyti verið einangraðar í héraðinu Idlib í norðvesturhorni landsins.
Kúrdneska spilið flækir
Og nú í desember 2018 biður sem sagt
pólitísk forusta Kúrda í borginni Manbij Sýrlandsher um að taka að sér
varnir borgarinnar, gegn mögulegri innrás Tyrkja. New York Times orðar
það svo: „Syria’s Kurds, Feeling Betrayed by the U.S., Ask Assad Government for Protection“.
Eina raunverulega pólitíska aflið innan Sýrlands sem heimsvaldasinnar
hafa getað stutt sig við eru aðskilnaðarsinnar meðal Sýrlands-Kúrda,
kúrdneska aðskilaðarhreyfingin PYD og hersveitir henni tengdar, YPG og
SDF, sem Bandaríkjaher vopnar og verndar úr lofti. Nyrst og austast í
landinu, í héraðinu Hasaka, hefur PYD lýst yfir kúrdnesku
sjálfsstjórnarsvæði og herir þeirra hafa gengið rösklega fram gegn ISIS.
En því aðeins hafa þeir getað lýst yfir sjálfsstjórn að þeir hafa notið
bandarísks lofthers og Bandaríkin séð sér hag í að styðja
aðskilnaðaröfl Sýrlands. Það hefur auðvitað flækt stöðu PYD og bakað
þeim óvild í Damaskus að flokkurinn hafi gert heri sína að fótgönguliði
fyrir Bandaríkjaher. Á hinn bóginn hefur það flækt málið fyrir
Bandaríkin að PYD er nátengdur hinum tyrkneska Verkamannaflokki Kúrda
sem Tyrkir, Bandaríkin og ESB stimpla sem hryðjuverkasamtök.
Eftir því sem sveitir íslamista hafa verið sigraðar og einangraðar hafa Bandaríkjamenn veðjað meira á bandalagið við PYD. Aðskilnaðarsinnar Kúrda hafa hér aftur fallið í þá gryfju að binda trúss sitt við heimsvaldasinna til að ná fram markmiðum sínum og réttindum, en heimsvaldastefnan er hverfulastur vina. Ljóst er að Kúrdar hafa samt alls ekki herstyrk – og líklega ekki áhuga – til sóknar út yfir sín afmörkuðu svæði. Valkostirnir fyrir bandarísk hermálayfirvöld hafa þess vegna smám saman orðið þrengri: í raun stendur valið á milli heimkvaðningar herliðsins ellegar stórlega aukinnar þáttöku og innrásar í ætt við stríðin í Írak og Afganistan.
Það að forusta PYD og SDF snúi sér til Assadstjórnar eftir aðstoð og viðurkenni sameinað Sýrland en enn eitt merkið um jákvæða þróun Sýrlandsstríðsins.
Eftir því sem sveitir íslamista hafa verið sigraðar og einangraðar hafa Bandaríkjamenn veðjað meira á bandalagið við PYD. Aðskilnaðarsinnar Kúrda hafa hér aftur fallið í þá gryfju að binda trúss sitt við heimsvaldasinna til að ná fram markmiðum sínum og réttindum, en heimsvaldastefnan er hverfulastur vina. Ljóst er að Kúrdar hafa samt alls ekki herstyrk – og líklega ekki áhuga – til sóknar út yfir sín afmörkuðu svæði. Valkostirnir fyrir bandarísk hermálayfirvöld hafa þess vegna smám saman orðið þrengri: í raun stendur valið á milli heimkvaðningar herliðsins ellegar stórlega aukinnar þáttöku og innrásar í ætt við stríðin í Írak og Afganistan.
Það að forusta PYD og SDF snúi sér til Assadstjórnar eftir aðstoð og viðurkenni sameinað Sýrland en enn eitt merkið um jákvæða þróun Sýrlandsstríðsins.
Slæmt gengi veldur sundrungu
Flest gengur sumsé á afturfótunum í
hernaðarútrás Vestursins til Stór-Miðausturlanda sem hófst 2001, og
verst gengur hún í Sýrlandi. Og þá gerist það sem títt er þegar
herferðir ganga illa: Andstreymið leiðir af sér sundrungu,
heimsvaldasinnar komnir í hár saman og skella skuldinni hver á annan.
Það gildir um bandarísku elítuna og stjórnkerfið. Það gildir um
NATO-veldin (bresk og þýsk stjórnvöld sögðust „algjörlega ósammála“
ákvörðun Trumps og Macron kallar hana „sjokk“). Það gildir innan
stríðsbandalagsins gegn Sýrlandi: Bandaríkin, NATO, Tyrkland, Ísrael,
Persaflóaríkin.
Ísland er í stríðsbandalaginu gegn Sýrlandi. Strax árið 2012 viðurkenndi Ísland „Þjóðareiningu“ uppreisnarhópa Sýrlands sem hið lögmæta stjórnvald Sýrlands og þegar „Fjölþjóðaliðið gegn ISIS“ var stofnað 2014 undir bandarískri forustu og sent til Sýrlands gerðist Ísland strax aðili þar að. Frá byrjun hefur RÚV gefið okkur með sprautum þessar reglulegu inngjafir þess efnis að stríðið í Sýrlandi orsakist af vondum harðstjóra sem við á Vesturlöndum verðum að reyna að bjarga þjóðinni undan! Og útvarpið okkar, þessi kappsfulli stuðningsmaður stríðsins, er eðlilega mjög foj út í Trump fyrir að ætla að renna af hólmi.
Ísland er í stríðsbandalaginu gegn Sýrlandi. Strax árið 2012 viðurkenndi Ísland „Þjóðareiningu“ uppreisnarhópa Sýrlands sem hið lögmæta stjórnvald Sýrlands og þegar „Fjölþjóðaliðið gegn ISIS“ var stofnað 2014 undir bandarískri forustu og sent til Sýrlands gerðist Ísland strax aðili þar að. Frá byrjun hefur RÚV gefið okkur með sprautum þessar reglulegu inngjafir þess efnis að stríðið í Sýrlandi orsakist af vondum harðstjóra sem við á Vesturlöndum verðum að reyna að bjarga þjóðinni undan! Og útvarpið okkar, þessi kappsfulli stuðningsmaður stríðsins, er eðlilega mjög foj út í Trump fyrir að ætla að renna af hólmi.
Sögulegir sigrar Sýrlendinga
Árið 2018 var sem sagt gott og gleðilegt ár
fyrir Sýrland þrátt fyrir rústir og yfirgengilega eyðileggingu og þótt
enn sé barist og milljónir á flótta. Árið var gott fyrir andstöðuna gegn
heimsvaldastefnunni í Miðausturlöndum. Sigrarnir í Sýrlandi eru líklega
mestu og mikilvægustu sigrar gegn heimsvaldastefnunni á heimsvísu eftir
sigurinn í Víetnam 1975. Jóla- og þjóðhátíðarstemning í borgum
Sýrlands. Sjá hér: https://www.facebook.com; Heimspressan er fjarverandi.
Ýmsar samsvaranir má finna með stöðunni nú og Víetnamstríðinu á sínum tíma. Ekki af því bera skuli „uppreisnina“ í Sýrlandi saman við byltinguna í Víetnam. En Trump er í sambærilegri stöðu og Nixon 1973 sem samdi við Norður-Víetnam um „frið með sæmd“ til að reyna að lægja óánægjuöldur heima fyrir. Og Trump hefur það með sér að hann lofaði einmitt þessu í kosningabaráttunni: að kveðja heraflann heim frá Sýrlandi. Þó hann hafi nokkrum sinnum svikið þau loforð. Og þó auðvitað hafi heimsvaldasinnar ekki gefið Sýrland upp á bátinn. Hvað þá Íran. Hernaðarútrásinni til Miðausturlanda er ekki lokið en þessi orusta er töpuð.
Önnur hlið málsins er hins vegar sláandi ólík tíma Víetnamstríðsins. Það stríð vannst að nokkru leyti vegna alþjóðlegrar baráttu gegn bandaríska stríðsrekstrinum og mikillar samstöðu með víetnömsku þjóðinni. Í dag er alþjóðlega baráttan gegn innrásinni í Sýrland og samstaðan með sýrlensku þjóðinni harla lítil og friðar- og andheimsvaldahreyfingin á heimsvísu afskaplega veik. Sýrlenska þjóðin verður fyrst og fremst að þakka sjálfri sér fyrir árangurinn. Það ættum við líka að gera.
Ýmsar samsvaranir má finna með stöðunni nú og Víetnamstríðinu á sínum tíma. Ekki af því bera skuli „uppreisnina“ í Sýrlandi saman við byltinguna í Víetnam. En Trump er í sambærilegri stöðu og Nixon 1973 sem samdi við Norður-Víetnam um „frið með sæmd“ til að reyna að lægja óánægjuöldur heima fyrir. Og Trump hefur það með sér að hann lofaði einmitt þessu í kosningabaráttunni: að kveðja heraflann heim frá Sýrlandi. Þó hann hafi nokkrum sinnum svikið þau loforð. Og þó auðvitað hafi heimsvaldasinnar ekki gefið Sýrland upp á bátinn. Hvað þá Íran. Hernaðarútrásinni til Miðausturlanda er ekki lokið en þessi orusta er töpuð.
Önnur hlið málsins er hins vegar sláandi ólík tíma Víetnamstríðsins. Það stríð vannst að nokkru leyti vegna alþjóðlegrar baráttu gegn bandaríska stríðsrekstrinum og mikillar samstöðu með víetnömsku þjóðinni. Í dag er alþjóðlega baráttan gegn innrásinni í Sýrland og samstaðan með sýrlensku þjóðinni harla lítil og friðar- og andheimsvaldahreyfingin á heimsvísu afskaplega veik. Sýrlenska þjóðin verður fyrst og fremst að þakka sjálfri sér fyrir árangurinn. Það ættum við líka að gera.
No comments:
Post a Comment