Stefna NATO-Guðlaugs utanríkisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sambandi við
Trident Juncture er að miklu leyti sú sama, að beina athyglinni að öðru en vígvæðingu og stríðsundirbúningi. Guðlaugur Þór þylur að vísu möntruna um að
"allt breyttist 2014" (Krímskagi) en víkur svo megintalinu að
"ýmsum öðrum ógnum" nefnilega hryðjuverkum og tölvuárásum. Og Katrín
segir: Við í VG "áttum okkur á þeim pólitíska veruleika" að NATO-andstæðingar
eru lítill minnihluti á þingi en "...við erum reiðubúin að standa bakvið
þjóðaröryggisstefnu Íslands sem auðvitað fjallar um miklu meira en þessa hluti.
Hún fjallar um loftslagsvá, efnahagsvá, náttúruvá og margt fleira.." RÚV
fylgir sömu stefnu. Fulltrúar Trident Juncture fá vissulega drottningarvital í
Kastljósi en síðan hefur umræða RÚV um heræfingarnar aðallega beinst að
skógræktarmálum í Þjórsárdal. Og Stöð 2 ræddi við bandarískan ofursta um
mögulega hjálp US Army vegna náttúruhamfara á Íslandi.
No comments:
Post a Comment