Monday, September 24, 2018

"Sannanirnar" sem tengdu Afganistan við 11. september voru núll

(birt á "Stríðið í Miðausturlöndum" og fésbók SHA 21. sept 2018)
Hinn kanadíski Corbett Report sendir út afar vel gerða, skýra og skorinorða mynd um "lagalega grunninn" undir Afganistanstríðinu 2001 og öllu "stríðinu gegn hryðjuverkum" sem fylgdi. NATO nýtti þarna í fyrsta sinn grein 5 í stofnsáttmála sínum til stríðs á þeim grunni að ráðist væri á aðildarland og árásinni stjórnað utanlands frá. Utanríkisráðherrar NATO byggðu þá afstöðu á rapport Frank Taylors sendiherra frá bandaríska State Department um tengsl Afganistanstjórnar við árásina 11 sept. Leynd af rapportnum var "aflétt leynilega" 2008. Danski prófessor Niels Harrit opinberaði rapportinn: Það sýnir sig að í honum er nákvæmlegta EKKERT sem sýnir fram á slík tengsl. Bara þessi fullyrðing: "The facts are clear and compelling." Nýtt fyrir mig í myndinni voru vitnisburðir frú Rice og Rumsfelds um hin miklu bandarísku plön og undirbúning hernaðaraðgerða í Afganistan allt árið 2001. https://www.youtube.com/watch?v=Moz8hs2lJik&feature=youtu.be

No comments:

Post a Comment